Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 4

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 4
HROSSARÆKT Kynbótasýningar 2006 Á árinu voru haldnar tólf kynbótasýningar að venju vítt og breitt um landið. Lengd sýninga var frá hluta úr tveimur dögum til þriggja vikna og fjöldi hrossa því að sama skapi mjög misjafn. Hápunktur kynbótasýninga ársins var vel heppnað lands- mót á Vindheimamelum í Skagafirði. Mikill fjöldi úrvalskynbótagripa setti mark sitt á mótið með eftirminnilegum hætti, frábærir stóðhestar komu fram í einstaklings- sýningum, margar úrvalshryssur voru sýndar og góðir afkvæmahópar. IEftir Guðlaug V. Antonsson, Bændasamtökum Islands ÞÁTTTAKA Tafla 1. Þátttaka í kynbótasýningum 1998 - 2006. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Heildarfjöldi dóma 1473 1134 1771 1226 1643 1216 1774 1268 1615 Hross dæmd 1304 979 1578 1049 1510 1091 1355 1073 1234 Endursýnd innan ársins 18% 12% 33% 12% 18% 12% 28% 17% 28% Tafla 2. Fjöldi fullnaðardóma kynbótahrossa á sýningum árið 2006. Stóðhestar Hryssur 7 v.oe. 6 v. 5 V. 4 v. 7 v.oe. 6 v. 5 v. 4 v. Alls Sauðárkrókur I 3 1 6 5 1 2 18 Hafnarfjörður 13 10 18 13 59 37 41 19 210 Hella I 11 16 39 20 78 65 62 48 339 Borgarfjörður 1 1 1 5 4 6 2 20 Kópavogur 7 9 20 14 56 38 42 34 220 Sauðárkrókur II 2 7 8 3 29 21 12 14 96 Hvammstangi 3 2 11 8 8 5 37 Dalvík 2 3 9 7 29 14 15 8 87 Fljótsdalshérað 1 1 1 1 6 4 3 1 18 Landsmót 12 11 29 17 21 31 44 32 197 Hella II 2 2 3 1 51 33 38 25 155 Sauðárkrókur III 1 16 16 13 6 52 Alls 54 61 131 79 367 276 285 196 1449 NIÐURSTÖÐUR Töluleg þátttaka í kynbótasýningum frá 1998 til 2006 kemur fram i töflu eitt. Heildarfjöldi dóma var 1615 sem er nokkru færri en síðasta landsmótsár 2004 (1774) en mun fleiri en í fyrra (1268) enda hefð fyrir fleiri dómum á landsmótsárum. Dæmd hross voru 1234 og endursýnd inn- an ársins voru 28% og á landsmótið þar stærstan hlut að máli, bæði er landsmótið sjálft talið sem endursýning og einnig hitt að á landsmótsárum eru fleiri hross endur- sýnd sem nærri eru landsmótslágmörkum. Ef landsmótið væri dregið frá í útreikning- um væru endursýnd hross 12% eða svipað og árin milli landsmóta. Fjöldi fulldæmdra hrossa á sýningunum kemur fram í töflu tvö, alls voru fullnaðar- dómar 1449, en eins og áður sagði er fjöld- inn mjög mismunandi, allt frá 18 hrossum til 339. Um 950 hrossanna eru dæmd á Suður- og Suðvesturlandi þannig að þar liggur meginþungi dómstarfanna en Bún- aðarsamband Suðurlands er sýningarhald- ari allra sýninga á því svæði. Líkt og árið 2005 féll niður sýning í Hornafirði vegna þátttökuleysis, aðrir sýn- ingarstaðir voru hefðbundnir. Von mín og vissa er að sýning muni verða í Hornafirði á næsta ári, enda fjórðungsmót á Fljótsdals- héraði næsta sumar með aðkomu Horn- firðinga. STARFSFÓLK Sami hópur kom að dómstörfum sýning- anna og undanfarin ár, góðu heilli kom Ágúst Sigurðsson nú aftur til starfa eftir eins árs hlé og voru dómarar því fimmtán talsins. Sú breyting var ákveðin af fagráði og upptekin á þessu sýningarári að þrír dómarar voru að störfum hverju sinni á sýningum þar sem dæmd voru 25 hross eða fleiri. Var sú breyting ákveðin eftir ítarlegar umræður á fundum hrossarækt- enda víða um land, enda kom jafnframt til umtalsverð hækkun á sýningargjöldum kynbótahrossa en fullnaðardómur kostar nú kr. 10.500, en byggingardómur 7.000, en það er nýbreytni að um lægra gjald sé að ræða fyrir byggingardóm einan. ( töflu þrjú kemur fram hvaða dómarar voru að störfum hverju sinni, vert er að geta þess að á stærri sýningum er þeim skipt upp þannig að ekki er sama dómnefnd að störfum allan tíma sýningarinnar. Sú nýbreytni var einnig prófuð á síðsumarsýn- ingu á Hellu að hafa tvær dómnefndir að störfum samtlmis, var þá önnur við bygg- ingardóma meðan hin dæmdi hæfileika, en með þessu fyrirkomulagi mátti í fyrsta lagi dæma mun fleiri hross yfir daginn auk þess sem heildarsýningartími styttist um allt að helming frá því sem annars hefði ver- ið. Líklegt þykir að framhald verði á þessu fyrirkomulagi á næsta ári. I töflu þrjú má einnig sjá hverjir voru hinir ómissandi aðrir starfsmenn sýninganna, þ.e. sýningarstjór- ar, mælingamenn, ritarar og þulir. I töflu fjögur sjást meðaltöl og dreifing ein- kunna við kynbótadóma allt frá árinu 2000. Meðaltölin liggja í ár á mjög svipuðu róli og undanfarin ár. Hvað dreifinguna varðar virðist hafa gengið ívið betur í ár að halda uppi dreifingu einkunna og er það vel því grundvöllur dómstarfanna hlýtur að vera að mögulegt sé að gera upp á milli þeirra gripa sem til dóms koma á skýran og greini- legan hátt. EFSTU HROSS í HVERJUM FLOKKI Landsmót var haldið á Vindheimamelum í Skagafirði, en landsmót er ætíð hápunktur keppnis- og sýningarhalds í heimi (slenska FREYR 10 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.