Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 31

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 31
NAUTGRIPARÆKT Margar kannanir hafa sýnt að rétt viðhorf og réttar væntingar eru besta veganestið tii að sjálfvirkar mjaltir takist vel. Ef það á að bæta afkomuna með sjálfvirkum mjöltum verður að nýta tímann sem sparast til hagnýtari starfa. Viðvera í fjósi er ekki síður mikilvæg en áður en verkin verða með öðrum hætti. kýr, sem að öllum líkindum hækka frumu- töluna í mjólkinni. Ef bóndinn lætur mjalta- þjóninn sjá um sig sjálfan eru afleiðingarnar hærri frumutala, lélegra júgurheilbrigði og minni nyt. Fjósamaður, sem heldur vel utan um kerfið og fylgist með hegðun kúnna, jafnt varðandi mjaltir og fóðrun, fær stöðugri mjólkurgæði, færri tilfelli af júgurbólgu og meiri nyt. Við hefðbundnar mjaltir kvölds og morgna kemur þetta eftirlit af sjálfu sér. Spurningin er þá sú hvort hirðirinn hefur þann sjálfsaga sem til þarf til að sinna eftirlitsstarfinu án þess aðhalds sem mjaltirnar gefa. Einn þáttur í eftirlitinu er að skrá í dagbók allt sem gerist í fjósinu, eins og reglur mæla fyrir. Með þeirri skráningu er unnt að átta sig betur á samhengi þess, sem gerist I fjós- inu, auk þess sem það hjálpar öðrum sem vinna fjósverkin, svo sem afleysingafólki eða þegar veikindi koma upp. Reynsla af mjaltaþjónum vex jafnt og þétt. Þar sem aðstæður eru misjafnar milli býla er ólíklegt að unnt sé að gefa ráð sem henta öllum jafnt. Hver og einn bóndi verður að finna það vinnulag sem hentar honum. Af þeim ástæðum, m.a., er öll skrá- setning mikilvæg. VINNUSPARNAÐUR I mörgum athugunum hefur komið í Ijós að hagkvæmnin við sjálfvirkar mjaltir er vinnusparnaðurinn. Sá sparnaður er þó ekki einhlítur. Ef bóndinn hyggst ná fram sem mestum vinnusparnaði með sjálfvirkum mjöltum, þ.e. að stytta sem mest þann tíma sem hann er í fjósinu, getur það haft slæm- ar afleiðingar fyrir nytina, gæði mjólkurinn- ar, heilbrigði kúnna og afkomuna. Ef það á að bæta afkomuna með sjálf- virkum mjöltum verður að nýta tímann sem sparasttil hagnýtari starfa. Hví skyldi það þá ekki borga sig að nota tímann sem sparast til að fylgjast betur með kerfinu? Breytingin yfir í sjálfvirkt kerfi er svo stór fjárfesting að bóndinn verður einnig að skoða sína eigin stöðu. Markmiðið er að framleiða góða mjólk á sem hagkvæmastan máta. Sjálf- virknin léttir líkamlega vinnu við mjaltirnar. Það er stór kostur, sem skilar sér þó að stðar verði, vonandi í betri heilsu bóndans á efri árum. HORFÐU í SPEGILINN Hvort þér tekst eða mistekst við að taka upp sjálfvirkar mjaltir er einkum komið undir einu: Bústjórninni, eða eins og enskir segja: „Management makes the difference." M.ö.o. fer það eftir því hve bóndinn hefur góð tök á starfi sínu hvort sjálfvirkar mjaltir standast þær væntingar sem gerðar eru til þeirra eða hvort skynsamlegra sé að hverfa afturtil hefðbundinna mjalta. Bóndinn verð- ur hér að gera sér fulla grein fyrir hvaða kröfur mjaltaþjónninn gerir svo að vel fari. Bóndinn verður að taka „ráðningarviðtal" bæði við mjaltaþjóninn og sjálfan sig. Hér til vinstri eru þær spurningar sem verður að svara áður en ákvörðun er tekin. (Landsbygdens Folk, LOA nr. 8/2006, Esa Manninen). Spurningalisti • Almennar upplýsingar um búið: Hvaða hugmyndir eru uppi um mjólkurframleiðslu í framtíðinni, stærð búsins o.s.frv. Ber jörðin 60 kýr eða 120 kýr? Núverandi fjárhagsstaða er grundvöllur fyrir fjárfest- ingum, er spenna á vinnumarkaðnum, hvernig tilboð fást í verkið? • Er unnt að koma mjaltaþjóni fyrir í núverandi fjósi með litlum breytingum? Þarf að breyta fjósinu mikið eða verður að byggja nýtt fjós frá grunni? • Hæfni bóndans og heilsa? Hefur hann þrek til að breyta til? Bóndi sem skiptir yfir í sjálfvirkar mjaltir þarf að vera vel skipulagður og geta sýnt nákvæmni í störfum, hann þarf að hafa gott auga fyrir gripunum og samstarfshæfileika. Einnig þarf hann alltaf að vera viðbúinn að grípa inn í. • Gripirnir: Henta kýrnar á bænum fyrir sjálfvirkar mjaltir? Júgurlag? Fætur? Mjaltaeig- inleikar? Heilbrigði? Nyt? Skapgerð? • Er þjónusta sölufyrirtækisins góð? Hafa aðrir kostir verið kannaðir? FREYR 10 2006 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.