Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 24

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 24
JARÐRÆKT Dæmi um settjörn þar sem framræsluvatnið safnast í tilbúna tjörn. Grynningar skapa síðan skilyrði fyrir nýgróður sem nýtir tilfallandi næringarefni. Yfirfall er á stíflugarðinum. Teikn. Árni Snæbjörnsson Rof í kjölfar jarðvinnu Vatnsrásir í opnu akurlendi. Hér sést greinilega hvernig jarðvegur hefur borist með sytrum og litlum lækjum niður hallann og sesttil í dældinni. Ljósm. óþekktur (Anders Corell 2002) grtðarlega taps næringarefna og tilfærslu jarðvegsagna sem á sér óhjákvæmilega stað i kjölfarið. Þrátt fyrir ýtrustu varkárni má alltaf búast við að jarðvegur tapist úr akurlendi sem stendur opið. Sá jarðvegur sem tapast úr því er yfirleitt frjósamasti og besti hluti hans (Anders Corell, 2002). Samkvæmt sömu heimild er það markmið sett að ekki tapist meira en 5 tonn af hektara á ári af jarðvegi úr akurlendi. Tilraunir erlendis sýna að á við- miðunartíma, sem tók til nokkurra áratuga, gat tap jarðvegs numið allt að 30 tonnum á hektara á ári, en það samsvarar 10 cm jarð- vegslagi á tímabilinu. í hallandi landi er mælt með að plægja þvert á hallann og velta plóg- strengnum á móti hallanum, plægja fremur grunnt og eins seint og aðstæður leyfa. í vissum tilvikum má draga úr jarðvinnslu, þ.e. sá beint í akurlendið-án plægingar-ef jarð- vegur leyfir. Þetta getur átt við sendið land (Anders Corell, 2002). FRAMRÆSLA Með framræslu lands er verið að losa jarð- veginn við umfram vatn og skapa nytja- gróðrinum betri vaxtarskilyrði. I þeim tilfell- um þar sem framræslan losar jarðveginn við vatn á sem skemmstum tíma eykst sú hætta að jarðvegsagnir og næringarefni skolist út, ekki hvað síst með yfirborðsrennsli. Til þess að draga úr þessu er mikilvægt að framræsluvatnið fari í gegnum nokkurs- konar síu eða smá hindrun á leið sinni úr ræktunarlandinu. Sérstaklega á þetta við þar sem land stendur opið í langan tíma, t.d. vetrarlangt. Við hefðbundna grasrækt er hætta á útskolun úr ræktunarlandi hins vegar í lámarki. En hvað er til ráða? Hvað opna skurði varðar er sú hugmynd þekkt að láta frá- rennslisvatnið standa í lautum eða lægðum þar sem það myndar kyrrstæða settjörn. Jarðefni og önnur lífræn efni setjast því til í tjörninni og falla til botns. Áburðarefnin þessu fylgjandi nýtast gróðri sem festir ræt- ur í settjörninni. Síðan má jafnvel hreinsa þessar settjarnir við og við og nýta áburð- arríkt botnfallið til jarðvegsbóta í ræktunar- löndum. Þá má nefna að við vissar aðstæður kem- ur til greina að setja nokkurskonar loka í helstu affallsskurði sem lokað er að hausti og neðri hluti skurðarins látinn mynda uppi- stöðulón yfir vetur. Síðan er opnað að vori og botnfallið hreinsað burt. VARNARBELTI Við skurði, læki eða annað affall er mikil- vægt að mynda eitthvert varnarbelti með Myndin sýnir skurð sem tekur við framræslu- vatni af stóru svæði. Setefni setjast til í kyrr- stæðu vatninu og síðan má hreinsa hann við og við. Á bökkunum eru skjólbelti sem draga úr útskolun jarðvegsagna og næring- arefna af svæðinu. Ljósm. óþekktur (Robert Evans 1996b) gróðri næst affallinu ef ræktunarland stend- ur opið á því svæði að vetri til. Þá síast yfirborðsvatn að einhverju leyti áður en það rennur óhindrað og hlaðið jarðvegsefnum út í affall. Við jarðvinnslu að hausti eða þar sem land stendur opið yfir vetur getur skipt máli að hafa gróið eða óunnið gróðurbelti næst framræsluskurðum eða að koma upp trjágróðri eða skjólbeltum á bökkunum. I hallandi landi er ekki víst að þetta nægi og þá geta settjarnir tekið við í lautum eða lægðum. OPNUM SKURÐUM BREYTT í LOKRÆSI Þótt opnir skurðir séu nauðsynlegir og þurrki land vel þá fylgir þeim aukin hætta á landskemmdum og flutningi efna úr ræktunarlandinu. Víða kemur til greina að breyta opnum skurðum í lokræsi og þar með að fækka opnum skurðum eitthvað. Vel þarf þó að gæta þess að oft hafa mynd- ast vatns- og loftrásir að gömlum skurðum og lokun þeirra getur skapað önnur vanda- mál, s.s. myndun dýja og aukið rennsli á yfirborði. Þvi er afar mikilvægt að vanda til slíkra verka og spara ekki möl til fyllingar yfir rörin og fylla með möl fast að yfirborði í lautum og lægðum. Slíkt auðveldar að losna við yfirborðsvatn og getur skipt sköp- um þegar frost er í jörðu og vatn nær ekki að síga í gegnum jarðveginn. PLÆGING AÐ VORI Sitthvað er hægt að gera til að minnka líkur á jarðvegs- og næringarefnatapi. Eitt er að plægja ekki að hausti en láta hálmstubba og undirgróður sjá um að verja landið fyrir rofi. ( langflestum tilfellum nægir þetta til þess að hindra jarðvegstap. Sá böggull fylg- ir þó skammrifi að vorverkin aukast og oft 24 FREYR 12 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.