Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 17

Freyr - 01.10.2006, Blaðsíða 17
NAUTGRIPARÆKT Bjarni Arason fyrrum nautgriparaektarráðunautur og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Borgarfjarðar. (Ljósm. TB) við ákváðum að prófa þannig tvö naut þó að ekki væri farið að byggja neitt yfir þessa starfsemi þá. Þó var búið að kaupa eyðikot rétt ofan við Glerá, Rangárvelli, sem hugsað var fyrir þessa starfsemi. Fyrstu kvígukálfarnir eru teknir j uppeldi haustið 1954 og komið fyrir í kálfastíu á Grísabóli. Haustið eftir, 1955, var innréttað- ur braggi uppi á Rangárvöllum og þangað fluttar 30 kvígur sem sambandið keypti af bændum. Þær voru svo sæddar eftir áramót- in 1955-56 og báru seint á því ári. Næst er það að SNE kaupir jörðina Lund þarna rétt hjá en þar var þá rekið kúabú, að vísu á litlu landi. Þar var svo byggt tilraunafjós og síðar sæðingarstöð. Hvenær ferð þú svo til starfa hjá Búnaðarfé- lagi íslands? Það var haustið 1957. Tveir menn tóku þá við mínu starfi hjá SNE á Akureyri, Ólafur Jónsson tilraunastjóri er þá ráðinn ráðunaut- ur hjá sambandinu og stjórnaði sæðing- arstarfseminni, en Sigurjón Steinsson er ráðinn bústjóri á Lundi árið 1958. Magnús B. Um það leyti sem sæðingar- starfsemin er að hefjast á Akureyri, eru að koma upp sterk naut á Norðurlandi, þannig að nautgriparæktin fór að blómstra í kjölfar sæðinganna. Ég býst við því. Já, þetta voru raunveruleg kynbótanaut, nokkur naut sem voru notuð þarna. Það voru líka keypt naut að. Suðra, sem var Huppusonur frá Kluftum, höfðu Mývetningar keypt sem kálf að sunnan, en seldu hann Eyfirðingum, þá gamlan, þegar sæðingarstöðin var stofnuð. Hann var not- aður dálítið og synir hans. Svo var fenginn kálfur sunnan úr Mýrdal, en það var mikil trú á Mýrdalskyni á þessum árum. Hann reyndist heldur illa og verst hvað kýrnar und- an honum voru fastmjólka. Svo voru kýr þarna af eyfirsku kyni. Naut- griparækt í Öngulsstaðahreppi hafði lengi staðið með blóma og þar voru til ágætar kýr. Hvernig var um þetta ieyti háttað samstarfi ykkar við Búnaðarsamband Eyjafjarðar? Það var nánast ekkert. Ólafur Jónsson, oftast kenndur við Gróðrarstöðina, var eini ráðunautur þess þegar ég kem norður, en Búnaðarsambandið hafði þá lengi haft ráðu- naut (þjónustu sinni. Magnús B. SNE hefur þá borið höfuð og herðar yfir þetta starf og Jónas Kristjánsson, sem tengiliður þess við Mjólkursamlagið, ráðið miklu. Já, og það má ekki gleyma því að Jónas er fyrsti mjólkursamlagsstjórinn á Akureyri en samlagið er stofnað árið 1928. SNE er svo stofnað ári seinna. Það réð svo miklu í þessu sambandi að Jónas hafði útvegi um fjármuni til uppbygg- ingar og rekstrar starfseminnar. Óbeinlínis hjálpaði Mjólkursamlagið mikið til við upp- bygginguna. Mjólkurbú Flóamanna var stofnað árið 1929 en ég held að það hafi ekki á sama hátt verið bakhjarl að uppbyggingu á starf- semi nautgriparæktarfélaganna á Suður- landi og gerðist í Eyjafirði. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS Þú flytur þig svo um set árið 1957 og ferð til starfa hjá Búnaðarfélagi íslands. Tekur þú þar við af einhverjum? Nei, ég er nýr maður í starfi og ráðinn sem aðstoðarráðunautur Ólafs E. Stefánsson- ar, nautgriparæktarráðunautar, og það var hann sem hafði forgöngu að þeirri ráðningu. Verksvið mitt var lítið skilgreint fyrir fram. Ólafi E. fannst það mikil synd að í fslenskri nautgriparækt væri ekki til ættbók og það var markmið hans að koma henni upp. Ég vann nokkuð að því að undirbúa það upp úr gömlum kúaskýrslum. Þetta var held ég óvinnandi verk og tilgangslítið og það datt upp fyrir. Ættbók er hins vegar nauðsyn- leg þegar mörg kyn eru á sama svæði til að forðast blöndun þeirra. Annars fór ég á kúasýningar og dæmdi þar kýr og svo vann ég að því að ganga frá kúaskýrslunum og skýrslum um kúasýning- arnar til birtingar í Búnaðarritinu. Það var mjög lærdómsríkt að vinna með Ólafi. Hann var afar nákvæmur og vandvirk- ur með alla hluti. Hann tók það t.d. upp að mæla brjóstmál allra kúa á kúasýningum. Hjalti Gestsson hafði skömmu áður búið til reglur um að dæma kýr eftir stigum. Ólafur fylgdi því eftir á sýningunum. Frá þessum tíma eru til merkilegar upplýsingar um kúa- stofninn. FREYR 10 2006 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.