Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 2

Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 2
Veður Sunnanstrekkingur í dag og él eða skúrir, en léttskýjað norðaustan- lands. Rigning eða slydda sunnan- lands um kvöldið, en snjókoma í uppsveitum. sjá síðu 40 Ekkert vitað um eldsupptök í Hellisheiðarvirkjun Eldur kom upp í loftræstibúnaði Hellisheiðarvirkjunar um hádegisbil í gær. Slökkvilið var kallað á vettvang og lauk slökkvistarfi tæpum sex tímum seinna. Ekki er útlit fyrir að verulegt tjón hafi orðið á framleiðslubúnaði virkjunarinnar en Jarðhitasýning Orku náttúrunnar verður lokuð fram á mánudag hið minnsta. Ekki er vitað um eldsupptök en til stóð að starfsmenn Brunavarna Árnessýslu vöktuðu svæðið í nótt. Fréttablaðið/SteFán trúfélög Óvenjumargir sögðu sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur mánuðum ársins. Þá yfirgáfu samtals 2.477 þjóðkirkjuna en á móti gekk 231 í þetta langstærsta trúfélag lands­ ins samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Nokkur mál þessa síðustu þrjá mánuði liðins árs virðast ástæða úrsagnahrinunnar. Í október sögðu 529 sig úr þjóðkirkjunni á tveimur dögum eftir ummæli Agnesar M. Sig­ urðardóttur biskups um meðferð trúnaðargagna sem hefur verið lekið. Í desember spunn­ ust heitar umræður í kjölfar ákvörð­ unar kjararáðs um launahækkanir til handa biskupi og prestum. – gar Misstu 4.477 úr þjóðkirkjunni samgöngur „Þetta leggst misvel í menn enda menn mismunandi en heildin hræðist þetta ekki,“ segir Ást­ geir Þorsteinsson, formaður Bifreiða­ stjórafélagsins Frama, um nætur­ akstur Strætó bs. sem hófst í nótt. Framtakinu virðist almennt hafa verið vel tekið en heyrst hefur að leigubílstjórar séu margir fullir efa­ semda og lítist illa á samkeppnina. Ástgeir bendir réttilega á að næturakstur Strætó hafi áður verið reyndur fyrir nokkrum árum og lítið sé við því að gera þegar slíkar ákvarð­ anir eru teknar. „Menn gáfust upp á þessu þá og við verðum að sjá hvað setur.“ Næturaksturinn mun þó hafa það í för með sér að leigubílaröðin við Lækjartorg heyri sögunni til þar sem næturvagnarnir stöðva þar. Leigubílar munu eftir sem áður hafa aðstöðu neðst í Hverfisgötu, í Aðal­ stræti og við Lækjargötu hjá Bern­ höftstorfu. Ástgeir segir að leigubíl­ stjórar óttist ekki að missa spón úr aski sínum. „Við eigum ekki von á því, miðað við fyrri reynslu af svona akstri, þá gerðist það alls ekki. Við getum lítið gert, þeim er þetta heimilt. Við eigum þetta ekki. En við verðum áfram með bíla í fullri þjónustu. Það breytist ekkert og við horfum bjart­ sýnir fram á veginn í þessum málum eins og öðrum.“ – smj Leigubílstjórar hvergi bangnir ástgeir Þorsteinsson er formaður bifreiðastjórafélagsins Frama. Við verðum að sjá hvað setur. Ástgeir Þorsteinsson Dómsmál Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupp­ tökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endur­ upptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupp­ töku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sér­ stakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endur­ upptöku míns mál. Endurupptöku­ nefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinn­ ar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson rétt­ arsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögu­ legt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum. Málshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna mál­ sóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykil­ þáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar­ og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmynda­ safninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu. adalheidur@frettabladid.is Ætlar að stefna ríkinu vegna Geirfinnsmáls Erla Bolladóttir undirbýr hópfjármögnun vegna málshöfðunar gegn ríkinu. Hún vill að niðurstaða endurupptökunefndar verði ógilt. Breskur ljósmyndari gefur andvirði nokkurra ljósmynda á sýningu um málið til söfnunar Erlu. erla bolladóttir vill nýjan úrskurð frá endurupptökunefnd. Fréttablaðið/ernir Jack latham. agnes M. Sigurðardóttir. 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B B -E 8 0 0 1 E B B -E 6 C 4 1 E B B -E 5 8 8 1 E B B -E 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.