Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 26
26 fólk - viðtal Helgarblað 1. desember 2017 hafi séð ræningjann einu sinni í Mjölni. „Honum fannst þetta mjög vandræðalegt.“ Þegar Mjölnir var stofnaður gerðu Jón Viðar og félagar hans sér grein fyrir því að fólk tengt undirheimunum myndi leita til þeirra. „Við höfum alltaf verið mjög ströng hvað þetta varðar og vísum fólki í burtu sem er í ein- hverju rugli, fólki sem er að gera eitthvað ólöglegt og berja mann og annan. Það er óöruggt og vill geta varið sig því það er svo mikil hætta í undirheimunum.“ Hann segir þetta yfir leitt hafa gengið átakalaust fyrir sig. „Reyndar var svolítið vesen með Jón stóra. Hann gekk upp að mér á íþrótta- kynningu í Mosfellsbæ og vildi fá að æfa, en ég sagði við hann: Því miður þú getur ekki æft hjá Mjölni. Hann sagði að ég gæti ekki bannað honum það, en ég sagði bara: Jú, ég get það víst.“ Aðspurður hvort hann hefði ráð- ið við hann segir Jón Viðar: „Já, ég held að það hefði ekki verið mikið vandamál þótt hann hafi verið stór og mikill. Fólk var fyrst og fremst hrætt við hann.“ Fornritasafnari Jón Viðar er í sambandi með Sól- lilju Baltasarsdóttur. Þau kynntust við tökur á þáttaröðinni Ófærð sem faðir hennar, Baltasar Kor- mákur, leikstýrði. „Svo hittumst við aftur við tökur á kvikmyndinni Eiðinum. Ég bauð henni í partí sem ég hélt á Vegamótum og við byrjuðum strax saman eftir það.“ Þau hafa nú verið saman í tæp tvö ár og í september síðastliðinn fluttu þau saman í hús í Hvera- gerði. „Hún er á kafi í ljósmyndun og hefur frábært auga fyrir þeim. Einnig hefur hún mikinn áhuga á kvikmyndum.“ Jón Viðar á sex ára son, Þorleif Óðin, með Ágústu Evu Erlends- dóttur leikkonu en þau kynntust í gegnum starfið í Mjölni. Í des- ember 2015 slitu þau samvistum og Ágústa dró sig þá úr starfsemi Mjölnis. „Þetta var svolítið stirt og erfitt til að byrja með. En í dag er allt gott á milli okkar og við tölum reglulega saman. Hún býr nú á Spáni með Þorleif en ég hitti hann reglulega.“ Jón Viðar er mikill aðdáandi Megasar sem var fenginn til að spila í nafnaveislu Þorleifs. Sú nafnaveisla var þó ekki alveg hefðbundin. „Við létum útbúa „kirkjugólf“ inni í stofu hjá okkur og frændi minn, leikarinn Ingvar E. Sigurðsson, lék prestinn.“ Jón segist hrífast sérstaklega af orð- snilld Megasar. „Textarnir eru svo frábærir og það er svo gaman að horfa á hann koma fram.“ Megas hefur einnig spilað í afmæli Jóns. En það er ekki aðeins orðsnilld Megasar sem heillar Jón Viðar. Fyrir nokkrum árum fékk hann mikinn áhuga á íslenskum forn- ritum og nú safnar hann fyrstu prentunum af Íslendingasög- um, frá 17. og 18. öld. „Ég leita að þessu úti um allt og er með menn sem leita fyrir mig. Ég held að ég sé búinn að eyða öllum pen- ingunum mínum í þetta,“ segir hann og hlær. „Ég er kominn með mjög gott safn og takmarkið er að eiga fyrstu prentanir af þeim öll- um. Yfirleitt er þetta aðeins til á söfnum en það finnst stundum ein og ein bók í dánarbúi.“ Hús Mjölnis, auglýsingar, bolir og fleira er skreytt út frá þessum text- um og hugmyndum. Mestar mætur hefur Jón Viðar á Egils sögu Skallagrímssonar en ekki vegna Borgarfjarðar- tengingarinnar. „Aðallega vegna þess hversu klikkaður hann var. Ég skil ekki af hverju það er ekki búið að gera bíómynd um hann.“ Jón Viðar hefur einnig miklar mætur á Snorra-Eddu og allri goðafræðinni. Hann er skráður í Ásatrúarfélagið en er ekki virkur félagsmaður. „Ég er ekki trúaður á þetta, ég trúi ekki á neitt yfirnátt- úrulegt. En ég er hrifinn af sögun- um, menningunni og boðskapn- um.“ Sárt að stíga út Vöxtur Mjölnis var það hraður að Loftkastalinn sprakk fljótlega utan af starfseminni. Þá stóð til að flytja félagið í 3.000 fermetra húsnæði í Öskjuhlíð. „Við réðum ekki við framkvæmdirnar. Þetta kostaði sitt og reyndist þrefalt eða fjórfalt dýrara en við reiknuðum með.“ Um 150 milljónir. Jón Viðar segir Conor hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt. „En hann á erfitt með að festa sig í einhverju.“ Síðasta vetur komu Róbert Wessman, Arnar Gunnlaugsson og fleiri inn sem nýir fjárfestar í félaginu Öskjuhlíð GP ehf. „Ég, Halli og Gunni vorum með kynningar og fengum þá á fund hjá okkur. Þeir voru aðdáend- ur íþróttarinnar og vildu koma að þessu.“ Öskjuhlíð GP á nú um þriðjung í rekstrarfélaginu í kring- um Mjölni, Jón Viðar og Gunnar tæplega þriðjung hvor og nokkrir aðrir eigendur, þar á meðal Har- aldur Dean, með nokkur prósent. „Þeir vildu breyta ákveðnum hlut- um í stjórnun Mjölnis en ég var ekki hrifinn af því, við höfum ólík- ar áherslur. Ég byggði Mjölni upp frá grunni og hafði ekki áhuga á að einhver yrði yfir mér í því.“ Vísir greindi frá því að þann 23. ágúst haldinn hefði verið átaka- fundur í stjórn Mjölnis. Jón Við- ar furðar sig á því. „Þessi fundur var aldrei haldinn. Það voru smá átök fyrr um sumarið og ég kunni ekki við þá stefnu sem nýju hlut- hafarnir og fleiri vildu taka.“ Jón Viðar segir einnig að stemningin hafi súrnað og sumir innan félagsins haldið kjaftasög- um á lofti um ýmsa hluti, meðal annars stöðu Sóllilju Baltasars- dóttur sem var ráðinn markaðs- stjóri Mjölnis. „Hún er dóttir Baltasars Kormáks og kærastan mín og fær síðan flotta stöðu hjá Mjölni. Sumir héldu að þetta væri einhver klíkuskapur en hún var búin að vinna hjá okkur sjálf- boðavinnu í átta mánuði á undan og skilaði frábærri ljósmynda- og myndbandavinnu. Okkur vantaði skyndilega manneskju í stöðu markaðsstjóra og ég, Gunni og Halli réðum hana inn. Fólk taldi ranglega að ég hefði ákveðið þetta einn.“ Hann segir kjafta- sögurnar um að hún væri á mjög háum launum rangar. „Það er al- gjör þvæla. Hún var á sama taxta og aðrir í hennar stöðu og fékk vinnuna af því að hún er mjög hæfileikarík og gerði frábæra hluti fyrir okkur.“ Þann 26. ágúst gaf Jón Viðar út yfirlýsingu á Facebook þess efnis að hann myndi stíga til hliðar. Hann segir nú: „Eins og staðan er í dag þá er ég enn þá í stjórn og ég er enn þá eigandi en er að kúpla mig út úr almennum rekstri.“ Hann segir sambandið við Gunnar gott en hefur minni áhuga á að starfa með ákveðnum aðilum. „Mér þykir enn þá vænt um fólkið þarna en ég hef ekki mikinn áhuga lengur á að starfa í þessu umhverfi.“ En telur þú að félagið hafi verið tekið yfir af nýju eigendunum? „Já, að einhverju leyti. En ég bakkaði út úr þessu. Það var hrikalega sárt, sennilega eitt það erfiðasta sem ég hef gert. En ég er sæmilega sáttur í dag og hef ákveðnar hugmyndir um framtíðina og ætla mér stóra og spennandi hluti.“ Hann segist ekki enn hafa ákveðið hvort hann verði áfram í eigendahóp Mjölnis. Spenntur fyrir framtíðinni Eins og áður sagði lærði Jón Viðar handtöku- og neyðarvarnarkerfið ISR Matrix í Miami árið 2006. Síð- an þá hefur hann orðið yfirmaður ISR-samtakanna í Evrópu og stofnað fyrirtæki hér á landi með nokkrum öðrum lögreglumönn- um, ISR Matrix. „Þetta eru tök sem henta fólki sem starfar við hættulegar aðstæður, til dæmis lögreglumenn, sérsveitarmenn, hermenn, njósnara, dyraverði, líf- verði, flugfreyjur og marga fleiri hópa. Við erum einnig með sér- stök neyðarvarnarnámskeið fyrir konur.“ Meðal þeirra aðila sem nota kerfið erlendis eru alríkis- lögreglan FBI, sérsveit banda- ríska flughersins, sérsveit kín- versku lögreglunnar og lögreglan í Ástralíu. Hingað til hefur starfsemi ISR Matrix farið fram í húsnæði Mjölnis en Jón Viðar hyggst flytja hana í nýtt húsnæði um áramótin. Þá ætlar hann að einbeita sér að þessu verkefni að fullu en hing- að til hefur þetta verið hliðarstarf hjá honum. „Takmarkið hjá mér er að kynna þetta kerfi fyrir flest- um stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa á þessu öryggi að halda. Einnig vera með námskeið á kvöldin fyrir þá sem vilja læra fyrir sig sjálfa.“ Hann segir að allir með hreina sakaskrá megi læra grunninn í kerfinu en aðeins lög- reglumenn og þeir sem beri skot- vopn við störf megi læra meira en það. Jón Viðar hefur sinnt þjálfun lögreglumanna í kerfinu en einnig hefur hann verið í samstarfi við Al- þingi, Ríkislögreglustjóra, Slökkvi- liðið og mörg önnur fyrirtæki og stofnanir. Hann segir þetta allt annars eðlis en íþróttirnar í Mjölni. „Það er allt annað að glíma á dýnu með dómurum og reglum held- ur en úti á götu með engum regl- um. Það geta verið hnífar og hver veit hvað. Ég hef aldrei séð tök sem henta götunni og lögreglunni eins vel og þessi.“ n „Ég er kom- inn með mjög gott safn og takmarkið er að eiga fyrstu prent- anir af þeim öllum Yfirtaka „Mér þykir enn þá vænt um fólkið þarna en ég hef ekki mikinn áhuga lengur á að starfa í þessu umhverfi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.