Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Page 38
38 menning Helgarblað 1. desember 2017 Þ að er ljúfsár og hressileg nostalgía sem svífur yfir vötnum í Passamyndum, nýjustu bók Einars Más Guðmundssonar – þeirri tuttug- ustu og áttundu á tæplega fjórum áratugum. Bókin byggir að nokkru leyti á eigin reynslu Einars frá því á seinni hluta áttunda áratugar síð- ustu aldar. Hér rifjar sögumaður- inn, Haraldur M., upp afdrifaríkt sumar í lífi sínu, þegar hann var ungur og ævintýragjarn róttæk- lingur með skáldadrauma. Þetta sumar heldur hann til Noregs með félaga sínum þar sem þeir ætla að púla í byggingarvinnu uppi á fjalli, safna peningi, stefna svo í ferða- lag, drekka í sig heiminn, fá inn- blástur fyrir listsköpun og kannski finna sjálfa sig í leiðinni. Atburðarásin er kannski ekki jafn æsileg, og ferðalagið hefð- bundnara en það sem Jörund- ur hélt í forðum og Einar sagði frá í síðustu skáldsögu sinni, verð- launabókinni Hundadögum. En þar sem sögumaðurinn ferðast eftir þjóðbrautum og úr alfaraleið verða á vegi hans ýmsir einstakir karakterar, ógleymanleg atvik og að lokum sjálf ástin sem setur stórt strik í reikninginn og breytir öllum áætlunum. Það er sem sagt tekist á við sígild þemu þroskasögunn- ar: hugsjónir og skáldskap, vonir og vonbrigði, langanir, lærdóm og kannski umfram allt ástina. Þarna er einhver eilífð þó að tímarnir hafi eflaust breyst. Blaðamaður DV sló á þráðinn til Einars Más – sem var nýlentur úr upplestrarferð um Brasilíu – og ræddi við hann um ferðalög og Passamyndir, róttækni og ástina, Rósku og Knut Hamsun. Tímaflakk á sannleikanum Það virðist nokkuð ljóst að Passa- myndir er (að minnsta kosti að einhverju leyti) byggð á reynslu og minningum Einars sjálfs frá þessum tíma, rímar til dæmis um margt við það hvernig hann hefur sagt frá eigin ævi í viðtölum í gegn- um tíðina. Engu að síður ber bókin undirtitilinn, skáldsaga. Af hverju segir þú að þetta sé „skáldsaga“? „Ég held að merking orðsins skáldsaga sé alltaf á reiki. Það er til dæmis stundum sagt að sagnfræði eins og hún var stunduð í fornöld sé skyldari skáldsögum nútímans en sagnfræði nútímans. Mörkin á milli staðreyndar og sögu vilja þannig færast úr stað, alveg eins og hugarórar geta orðið að vísind- um – stafræni heimurinn hefði til dæmis verið hreinn súrrealismi fyrir nokkrum misserum. Það er því svona tímaflakk á sannleikan- um,“ útskýrir Einar. „Ég hef einhvern tíma sagt að því dýpra sem þú kafir því hærra fljúgir þú. Þessi óvissa eða mörk eru að mínu mati ákveðinn drif- kraftur. Eins merkir orðið saga á íslensku allt þetta, sanna sögu og skáldsögu. Þetta eru skemmti- leg landamæri eða kannski engin landamæri. Það sem mér finnst hins vegar frjóast við skáldsöguna er frelsið. Skáldsagan er að því leyti aðferð. Staðreyndirnar eru þarna en þú getur líka búið þær til eða spunnið út frá þeim í allar áttir. Einhvers konar sannleikur er líka inni í myndinni, en sann- leikurinn er líka varasamur leikur eins og dæmin sanna. Þess vegna skáldar maður, ævi sína og annað,“ segir Einar, en hans eigin upplif- un og fjölskylda hafa einmitt verið efniviður í aðrar skáldsögur hans, sem tengjast að vissu leyti inn- byrðis. „Haraldur, sögumaður Passa- mynda, er bróðir Páls sem er að- alpersónan í Englum alheimsins. Rabbi, bróðir þeirra, var sögu- maður í ættarþríleiknum Fótspor á himnum, Draumar á jörðu og Nafnlausir vegir. Útlínur eru oft réttar en þar fyrir innan ríkir frá- sögnin, tímarnir eins og ég miðla þeim. Þess vegna eru heimarnir mjög ólíkir.“ Myndir þú segja að allar sög- ur sem við segjum um okkur, all- ar frásagnir, séu einhvers konar skáldskapur? „Að einhverju leyti. Þegar fólk segir sögu er það að túlka veruleik- ann. Við þekkjum það úr svo mörgum áttum, þetta nánast forn- kveðna, að þegar fimm menn lýsa sama hlutnum þá gerir enginn það eins. Það á sér alltaf stað ein- hver endurvinnsla á atvikum. En skáldsagan og skáldskapurinn vinnur síðan með þessa þætti og þróar þá upp á annað plan.“ Það er einbeiting í útúrdúrnum Hugtakið „skáldævisaga“ kemur, að ég held, upphaflega frá Guð- bergi Bergssyni en hefur heyrst nokkuð reglulega í umræðum á undanförnum árum þegar rætt er um rithöfunda sem nálgast eigin ævi með tæki skáldskaparins að vopni. Að vissu leyti gæti hugtak- ið átt við um Passamyndir, en Einar segist ekki hafa velt þessu mikið fyrir sér – þetta sé ekki beint hans ær og kýr. „Mér finnst svolítið skrít- ið að ævisaga skáldsins eigi að vera sérstök bókmennta- grein, frekar en annarra stétta – hvað með ævisögur múrara? Þótt það sé auðvitað áhugavert hvernig tiltekinn höfundur verður til þá lang- aði mig í þessari bók frekar að lýsa því sem á vegi þessa manns verður, til að mynda þessir vinnustaðir, til að mynda róttæknin, bókmennt- irnar og vinirnir. Ég held að þegar listamaður er að skrifa um sjálfan sig og sína mót- un, þá skiptir hann sem slíkur í rauninni minnstu máli. Það er frekar hvernig heimurinn kemur til þessarar persónu.“ Frásögnin fer eins og oft í verk- um Einars í ýmsar áttir, út og suður, og sögumaður þarf að hafa sig allan við að týna sér ekki í hinum fjöl- mörgu hliðarsögum. Útúrdúrinn minnir mann kannski umfram allt á það hvernig sögur hafa verið sagðar munnlega frá örófi alda en verður að sérstöku stílbragði á blaði. Er það eðli sumra sagna að þær skuli sagðar með krókaleiðum og útúrdúrum – eða áttu bara svona erfitt með að einbeita þér að aðeins einni sögu í einu? Vinsælast á Spotify Mest spilun 30. nóvember Metsölulisti Eymundsson Vikuna 19.–25. nóvember 1 Gatið - Yrsa Sigurðardóttir 2 Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason 3 Mistur - Ragnar Jónasson 4 Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson 5 Amma best - Gunnar Helgason 6 Útkall - Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson 7 Þitt eigið ævintýri - Ævar Þ. Benediktsson 8 Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson 9 Sonurinn - Jo Nesbø 10 Sönglögin okkar - Ýmsir höfundar Vinsælast í bíó Helgina 24.–26. nóvember 1 Coco 2 Justice League 3 Thor: Ragnarok 4 Wonder 5 Murder on the Orient Express (2017) 6 A Bad Moms Christmas 7 Litla Vampíran - The Little Vampire 8 Reynir sterki 9 Blade Runner 2049 10 Nut Job 2 / Hneturánið 2 1 Já ég veit - Birnir og Herra Hnetusmjör 2 Rockstar - Post Malone og 21 Savage 3 Too good at goodbyes - Sam Smith 4 B.O.B.A - JóiPé og Króli 5 Havana - Camila Cabello og Young Thug 6 Snjókorn falla - Laddi 7 Oh Shit - JóiPé og Króli 8 Ef ég nenni - Helgi Björnsson 9 All I want for Christmas is You - Mariah Carey 10 Gucci Gang - Lil Pump Að drekka í sig heiminn Einar Már Guðmundsson skrifar um ævintýraþrá og ástina í nýjustu bók sinni Passamyndir „Hin ríkjandi viðhorf voru að þú gætir ekki þjónað öllu í senn; listinni, ástinni og ævintýrunum, en kannski er þetta allt sama tóbakið þegar öllu er á botninn hvolft. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.