Land & synir - 01.08.1998, Page 5

Land & synir - 01.08.1998, Page 5
FRAMBJÓÐANDINN: „Það þarf htigsun til þess að kveikja á vélinni og hugsunin stýrirþví hvað er myndað“, segir Sigurjón Baldur Hafsteinsson meðal annars. formi sem þeir vilja. Þeir verða að velja og hafna tökum, klippa og hljóðsetja. Bæði Friðrik Þór og Helga Brekkan hefðu getað gert allt öðruvísi myndir úr því efni sem þau höfðu tekið upp. Með öðrum orðum er ég að segja að vinnsla kvikmyndar felur oftast í sér einhverja hlutdrægni. Það sem gerir myndirnar tvær vel heppnaðar er að í þeim kemur fram mótuð sýn kvik- myndagerðarmannsins, en þar með er sannleikurinn sem á borð er borinn einsleitur. í framhaldi af því er svo spennandi að velta því íyrir sér hvort það séu einhverjar kröfur uppi um öðruvísi heimildarmyndir. Við höfum auðvitað form sem kallað er frétta- skýringaþættir, þar sem reynt er að bregða upp öllum hliðum á málum. Vissulega er kvikmyndaformið notað og þessir þættir oft skreyttir með myndum. Hins vegar er það viðurkennt alls staðar út um allan heim að þættir af þessu tagi eru ekki heimildarmyndir. Hér á íslandi hefur hins vegar lengst af verið grátt svæði þarna á milh. Það hefur lengst af verið krafa til heimildargerðarmanna að þeir brygðu upp “réttri” mynd af viðfangsefninu og sú mynd á helsUð vera jákvæð. Sigurjón: Ég set ákveðið spumingarmerki aftan við þennan einsleita sannleik sem þií rœðir um. Heimildarmyndir eiga það til að tefla saman ólíkum einstaklingum og oft með ólíkan bakgrunn. Heimildarmyndin er að því leytinu til ólík leiknu myndunum, að einstaklingar í heimildarmyndum eru fulltrúar síns sjálfs. Þeir eru ekki fulltrúar höfunda myndanna, heldur eigin talsmenn, þar sem sjónarmiðþeirra fá að njóta sín. Það máþví segja að heimildarmyndir séu að þessu leitinu til margradda jyrirbœri og mjög lýðrœðislegar. En vissulega eru til einsleitar myndir sem bera mjög ákveðin höfundar- einkenni, þar sern myndirnar byggja á mjög sterkri kenningu eða sannfœringu höfundarins. Varðandi sannleikshugtakið þá er þetta kannski ekki eins einfalt og virðist með kröfuna til heimildarmynda að þœr varpi fram einhverjum sannleika. Þetta er ekki eitthvað sérstakt fyrir heim- ildarmyndir vegna þess að leiknar myndirfela einnig í sér sannleikskjarna. Þœr eiga sér oft stoð í veruleikanum, þetta eru jú raunverulegir leikarar, raunverulegir leikmunir, sannar sögur og svo framvegis. Þessi raunveruleika hugmynd varðandi heimildarmyndina er ekki eins skýr og virðist í fyrstu. Bjarki: Ég held að skihn milli upplifunar áhorfenda á leikinni mynd og heimildarmynd séu mjög skýr. Persónulega hef ég alltaf verið lítið hrifin af þeim kenningum að allar myndir séu í eðli sínu heimild- armyndir. Bíómyndin getur auðvitað verið heimild á sinn hátt, t.d. heimild um kvikmyndagerð. En nálgun bæði áhorfenda og kvikmyndagerðarmanna er allt önnur þegar verið er að gera leikna mynd. Gott dæmi um þetta er mynd eins ogAgnes (1995) sem byggir á sannsögulegum atburðum en skáldskaparform leiknu bíómyndarinnar ræður algjörlega ríkjum. Enda hvarflar ekki að nokkrum manni að kalla hana heimildarmynd. Varðandi efasemdir þínar um einsleitan sannleik heimildarmynda og að persónur í heimildarmynd séu fulltrúar sjálf sín en ekki höfunda myndanna, þá held ég að það sé beinlínis rangt. í vel heppnaðri heimildarmynd þjóna persónur myndarinnar fyrst og fremst sýn kvikmyndagerðarmannsins og móta heildarupplifun áhorfandans og það gerir kröfu um að hann viti hvað hann er að segja með myndinni. Vissu- lega eru til mörg dæmi um að menn reyni að láta persónur bera uppi myndirnar og kvikmyndagerðarmað- urinn er skoðanalaus, en það er oftar en ekki holur hljómur í þeim myndum. Sem dæmi um þetta má nefna að mörgu leyti ágæta heimildarmynd eftir Ásgrím Sverrisson, Ungir íslendingar 10 árum síðar (1997), þar sem rætt var við og fylgst var með ungu fólki sem hafði komið fram í sjónvarpsþætti fyrir 10 árum en nú var orðið ráðsett. Hugmyndin var ágæt og viðmælendur áhugaverðir. Hins vegar vantaði sýn eða túlkun kvikmyndagerðarmannsins. Hvað vildi Ásgrímur segja okkur með myndinni? Kannski er það sem stendur í þér að talað sé um einsleitan sannleik sem er svolítið neikvætt. Kannski er nær að tala um að kvikmyndagerð- armaðurinn þarf að hafa skoðun og sterka sýn á viðfangsefnið. Sigurjón: Égget nú ekki tekið undir það með þér að það sem við höfum báðir kallað einsleitan sannleik standi eitthvað í mér. Þvert á móti. Ég held hins vegar að þessar vangaveltur sýni okkur hversu erfitt getur verið að festa hendur á hugtökum sem okkur er tamt að nota og oftast gagnrýnislaust. Mér leikur forvitni á að heyra hvert þitt álit er á þessum álitamálum út frá þeim kvikmyndaarfi sem við Íslendingar eigum? Bjarki: Kvikmyndasaga okkar íslendinga er ekki mikil að vöxtum. Ef við förum nokkra áratugi aftur í tímann þá eru það þrjú nöfn sem koma helst upp í hugann, þeir Loftur Guð- mundsson, Óskar Gíslason og Ósvaldur Knudsen. Þessir menn einbeita sér fyrst og fremst að heim- ildarmyndum. Þeir Loftur og Óskar gerður auðvitað líka leiknar myndir og Óskar er þekktastur fyrir þær. En ferill þessara manna snýst fyrst og fremst um gerð á heimildar- myndum. Loftur kemur fram með sína fyrstu heimildarmynd 1925, ísland í lifandi myndum. Hann hefur mjög háleit markmið með myndinni. Hann ætlar sér hreinlega að skrifa á filmuna einhverskonar “total history" eða heildarsögu atvinnulífs og mannlífs á íslandi. Það má finna ungmennafélagsanda í myndinni sem gerir hana skemmtilega. Það má segja að myndin sé sambland af skrásetningu og hins vegar einhverskonar upphafningu. Þegar Loftur setur inn tilfinningar, þá er það oftast til að draga upp fallegar hhðar atvinnuhfsins og mannh'fsins. Þarna er kannski sleginn tónn sem hefur hljómað yfir íslenskum kvikmyndagerðarmönnum fram til dagsins í dag; Oskar Gíslason er svolítið annar karakter. Hann hefur mikla tilfinningu fyrir skrásetningu atburða á myndavélin, en nær oft síðri árangri í að vinna með efnið í einni heild. Myndirnar hafa því fyrst og fremst gildi sem heimildir og safnaefni. En Óskar gerði auðvitað þá heimildarmynd sem frægust hefur orðið Björgunarafrekið við Látrabjarg (1947), sem er dramatísk mynd um raunverulegt fólk og atburði. Frábær mynd þar sem allir kostir Óskars sem kvikmyndagerðarmanns njóta síns. Ósvaldur Knudsen er að sumu leyti þroskaðastur sem kvikmyndagerðarmaður og í myndum eins og Sveitin milli sanda (1965) má sjá greinileg áhrif t.d. frá Grierson skólanum. Ösvaldur vinnur meira með formið en hinir tveir og reynir að túlka viðfangsefnið með myndvinnslunni. í heild sinni má segja að í verkum þessara þriggja og margra fleiri þá megi sjá tilhneigingu til mjög jákvæðra viðhorfa, þeir sjá fallegt land, hetjudáðir og sérstæða menningu. Það er því hlutdrægni í þá átt. Sigurjón: Er þetta ekki einmitt stóra spurningin varðandi hversu hlutdrœgt tœki kvikmyndatökuvélin er? Það þarfhugsun til þess að kveikja á vélinni og hugsunin stýrir því hvað er myndað. Að rœða um hlutleysi þessara mynda eftir þá Loft, Óskar og Ósvald verður því kannski heldur vafasamt. Efvið fœrum okkur aðeins nœr okkur í tíma þar sem við höfum myndir eins og Fiskur undir steini (1974) eftir Þorstein Jónsson og Ólaf Hauk Símonarson og hina alrœmdu heimildarmyndaseríu Þjóð í hlekkjum hugarfarsins (1993) eftir Baldur Hermannsson. Þarna eru tveir höfundar, Þorsteinn og Baldur, sem hafa mjög ákveðna sýn á viðfangsefnið og fara ekki í grafgötur með það að þeir hafa mjög ákveðnar skoðanir á viðfangsefninu. Ef við berum þá saman við þessa forvera þeirra í kvikmyndagerðinni er nokkur grundvallar munur þar á í þessum efnum? Tökum sem dœmi mynd Lofts, Island í lifandi myndum. Þar beitir hann ákveðinni aðferðarfrœði, sem þú minntist á að vœri í anda Ungmenna- félaganna. Sú sýn er mjög ákveðin og sterk. Bjarki: Ég er sammála þér í því að þeir eru að vinna á sömu nótum. Þeir Þorsteinn, Olafur Haukur og Baldur láta samt skoðanir sínar sterkar í ljós, enda er erfíðara að setja fram gagnrýni heldur en að benda á það jákvæða. En það er skyldleiki með þessum myndum þó aðrar dragi fram allt það jákvæða en hinar það neikvæða. I þessu samhengi er auðvitað spennandi að skoða viðbrögð almennings. Fiskur undir steini og Þjóð í hlekkjum hugarfarsins kölluðu á gríðarlega sterk viðbrögð og höfundar voru sakaðir um fölsun af verstu gerð. Á meðan eru allir sáttir við myndir sem sýna hlutina eingöngu í jákvæðu Ijósi. Þetta er auðvitað ósköp eðlilegt enda erfiðara að taka gagnrýni en hóh. Ilin sterku viðbrögð endurspegla hins vegar að gagnrýnar heimildarmyndir eiga ekki upp á pahborðið hjá íslendingum. Sigurjón: Þetta vekur þá spurningu hvaða erindi heimildarmyndir eiga við okkur. Eiga þœr það erindi að flytja lofgjörð og mœra allt hið góða eða eiga heimildarmyndir að vera á þeim nótum að spyrja krefjandi spurninga og koma við sem flesta? Hvert finnst þér vera erindi heimildarmyndarinnar í dag? Bjarki: Ég held að heimildarmyndin sem slík geti gengt mjög mikilvægu hlutverki. Sjónvarpið er sá miðih sem hefur mest áhrif á samfélág okkar og þar eru fréttir mjög fyrirferðarmiklar. Fréttir matreiða veruleikann á mjög ákveðinn og einhhða hátt. Ég held að við hhðina á öllum þessum gífurlega fréttaflutningi þá geti heimildarmyndin verið mikilvæg og jafnvel ákveðið mótvægi. Heimildarmyndin á að skoða veröldina með öðrum hætti, meira fræðilega, abstrakt og allt þar á milli. í dag er allt of algengt að svokallaðar heimildarmyndir séu í raun löng fréttainnslög en með þeim hætti ná þær ekki að gegna hlutverki sínu. Hér reynir á dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvanna að móta stefnu. Ef við veltum fyrir okkur hvaða hvatir það eru sem ættu að knýja kvikmyndagerðarmenn til að búa til heimildarmyndir, þá finnst mér háleitasta markmiðið vera að bregða nýju ljósi á veröldina. Það getur verið sögulegur atburður, fólk og fyrirbæri. Kvikmynda- gerðarmaðurinn á að nota heimiídarmyndina til að setja fram nýja sýn. Viðtalið var að stofni til tekið í sal Sjónvarpsins og birt í Mánudagsviðtalinu 29-9.1997. Viðtalið er talsvert lagfœrtjrá þeirri útsendingu. BÖÐVAR BJARKI: „Sú togstrejta sem hefur átt sér stað í semim tíðina um skkreininsu á heimildarmvndinni snvst að memhluta tilum meðhöndlun eða nájgun kvikmvndaserðarmannsins á raunveruleikanum. Þesar fiallað er um raunveruleikann bá er serð ákveðin krafa um sannleika os bað er fvrst os fremst mis- munandi viðhorf til hans sem elur af sér ólíka aðferðafræði.“ Lanú&synir 5

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.