Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 11

Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 11
Bakkus konungur TOSHIRO MIFVNE í RASHOMON EFTIR KUROSAWA: „...en ástœðumar fyrir sakí- drykkjunni voru tvter: annars vegar varþað ódýrasti drykkur- inn í ríkinu en hins vegar sáum við það ósþart teygað í bíómyndum Kurosawa.“ ú hugsun að allir kvikmyndagerðarraenn séu þrælar Seinnar forskriftar er misskilningur af sama toga og i l8Mr ef menn tryðu því að öllum rithöfundum væri ætlað V að skrifa reyfara eða semja gamansögur um menn sem vinna þvottavélar í happdrætti; en höfnun á viðteknum formúlum er einmitt eitt megineinkennið jP á frjóustu kvikmyndagerðarmönnum samtímans. jr Leiðin til að segja sögu í kvikmynd tekur auðvitað mið af því ^■■■■■■■■ alþjóðlega myndmáh sem kvikmyndin er; á því er enginn vafl. En á hinn bóginn er hún háð sínum staðbundnu aðstæðum og hlýtur að sækja í þá sagnabrunna sem til staðar eru í hverri þjóðmenningu fyrir sig. Það er hæpið að Evrópubúar geti keppt við hoUývúddframleiðslu Bandaríkjamanna á sviði mynda sem fjalla um mannætur með sálfræðimenntun. Á hinn bóginn eiga Evrópubúar sínar gömlu aðferðir við að segja sögu, sinn bókmenntalega skilning á heiminum. Á meðan sá skilningur einkennir bestu evrópsku myndirnar, á persónusköpun hinnar stöðluðu hollývúddmyndar nútímans sér fremur hliðstæðu í teiknimyndasögum en bókmenntum, þó að auðvitað séu margar undantekningar frá því. Það er auðvitað ekki hægt að fjalla um kynni og samstarf tveggja Reykjavíkurdrengja, sem þekkst hafa síðan í barnaskóla, án þess að minnst sé á Bakkus konung, en svo vildi til að kóngur sá vígði okkur Friðrik Þór saman í hirð sína. Það gerðist á unglingsárunum íyrir skólaball í Vogaskóla. Við keyptum okkur viskýflösku, blönduðum innihaldinu saman við gosdrykkinn Sínalkó og drukkum af stút bak við sjoppu nálægt skólanum. Slík fyrstu kynni gleymast seint, en þó komst sá háttur á að þegar við sem unglingar vorum farnir að sækja skemmtistaðinn Las Vegas við Grensásveg, þá drukku menn gjarnan hver sína flöskuna af japanska hrísgrjónavíninu sakí í myrkrinu á bak við hverfisbakaríið áður en haldið var í dansinn með hinum unghngunum. Sá unglingur sem var fullorðinslegastur í skólanum og nú er einn af yfirmönnum fíkni- efnalögreglunnar, gat verslað drykkina í áfengis- versluninni, en ástæðurnar fyrir sakí-drykkjunni voru tvær: annars vegar var það ódýrasti drykkur- inn í ríkinu en hins vegar sáum við það óspart teygað í bíómyndum Kurosawa. Þá voru myndir utan hinnar amerísku alfaraleiðar afar fátíðar í kvikmyndahúsum borgarinnar. Þó var starfræktur kvikmyndaklúbb- ur á vegum Menntaskólans í Reykjavík og einu sinni í viku, á mánudögum, sýndi Háskólabíó sérstakar úrvalsmyndir. Þarna sá Friðrik Þór myndir eftir meistara á borð við Bunuel, Rocha, Godard, Kurosawa, Wim Wenders, Herzog og fleiri og svo hugfanginn var hanh af kvikmyndum þessara jöfra að hann tók sjálfur að sér að stjórna kvikmyndaklúbbnum sem eftir það hét Kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanna. Þá gat hann bæði valið myndirnar og sýnt þær og séð. Flestar þeirra sá hann mörgum sinnum og þar fór hans raunverulega kvikmyndanám fram; með því að sjá hvernig meistararnir beittu frásagnartækni augans. Þetta er í fullu samræmi við þá kenningu Ernest Hemingways að sjálfar bókmenntirnar séu besti skóh rithöfundanna. Einn höfundur lærir mest af því að lesa aðra. Á sania hátt skerpir kvikmyndagerðarmaðurinn sjón sína. Shkt fæst með innsæi. Kvikmyndagerðarmaðurinn er þannig gangandi bíó. EINARMAROG FRIÐRIK ÞÓR: „Það er auðvitað ekki htegt aðfjalla um kynni og samstarf tveggja Reykjavíkurdrengja, sem þekkst hafa síðan í bamaskóla, án þess að minnst sé á Bakkus konung, en svo vildi til að kóng- ur sá vígði okkur Friðrik Þór saman í hirð sína.“ LuM&syru/ n

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.