Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 10

Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 10
I nýútkominni bók sinni, Laun- synir orðanna (Bjartur, 1998), fjallar Einar Már Guðmundsson rithöfundur meðal annars um kynni sín af Friðrik Þór Frið- rikssyni leikstjóra og samstarf þeirra á sviði handritsgerðar. Við birtum hér þá tvo kafla sem fjalla um þetta efni. Birt með leyfi höfundar. © Einar Már Guðmundsson, 1998. Jólapóstkassinn yrsta samstarfsverkefni okkar Friðriks Þórs FFriðrikssonar var ekki að semja kvikmyndahandrit að Börnum náttúrunnar, heldur smíðuðum við jólapóstkassa við þriðja mann. Það var fyrir jólatrésskemmtun í Vogaskóla, barna- og gagnfræðaskólanum sem við gengum báðir í. Okkur var falið þetta verkefni af bekkjarsystkinum okkar og þó að póstkassi þessi væri ósköp venjulegur pappakassi, einungis skreyttur jólapappír og bómull og með rifu fyrir bréf, er hann ákaflega hátíðlegur í minningunni. Ekki síst stundin þegar búið var að stilla honum upp á skólaborðið og krakkarnir í bekknum hópuðust í kiúngum hann og biðu dularfull á svip eftir skilaboðum hveri frá öðru: strákarnir í hvímm nælonskyrtum og svörtum terlynbuxum en stelpurnar í litskrúðugum kjólum og með slaufur í hárinu. Það er erfitt að hengja ártöl á æskudagana vegna þess hve auðveldlega þeir renna saman, einsog atriði úr óhkum kvikmyndum, en að öllum líkindum höfum við verið tíu ára. Dimmir desemberdagarnir flutu yfir höfðum okkar, krapið á götunum glitraði í mánaljósinu og grænleit höfuð ljósastauranna röðuðu sér meðfram gangstéttum, einsog aukaleikarar, undir stjörnudýrð himinsins. Ekki hafði ég neina hugmynd um það þá að mörgum árum síðar kæmi Friðrik Þór að máh við mig og bæði rnig að aðstoða sig við að koma lítilli sögu niður á blað, en þar með var enn ein póstkassasmíðin hafin, ekki með aðstoð jólapappírs og bómullar, heldur tölvu sem vistaði hin myndrænu skjöl hugans eitt af öðru í kjallara við Grettisgötuna þar sem ég hafði um hríð vinnuaðstöðu. Sjálfur kjarni myndarinnar, dauðinn og hin eilífa heimþrá, lá Ijós fyrir. Sá kjarni hafði lengi búið með Friðriki Þór, setið í sál hans og oft þegar hann hallaði sér aftur, með hálflukt augu, sá hann sum atriðin ljóslifandi fyrir sér. Vitaskuld voru mörg Ijón í veginum, en þau voru eitt af öðru skotin niður með tökuvélum hugans. Fyrir mig sem rithöfund var þetta afar lærdómsrík veiðiferð, því að þegar komið er út í kvikmyndahandrit gildir ekki lengur það frjálsræði sem aldagömul sagnahstin hefur fært okkur rithöfundum upp í hendur. í skáldsögu getur setning um veðrið eða hugleiðing úr sálardjúpunum brúað bilið á milh atvika. AlUr shkir mæUkvarðar eru horfnir þegar kvikmyndahandrit er annars vegar. Engu að síður lýtur kvikmyndin lögmálum sagnaUstar og ski-áir sig þannig inn í sagnahefð. MiUjónir doUara og ótal tæknibreUur bjarga ekki lélegri sögu; ekki frekar en að api breytist í mann þó að hann setji upp hatt. Stundum var spurt: Hver ætli hafi áhuga á kvikmynd um gamahnenni sem strjúka af eUiheimih til að komast í heimahagana og deyja þar? Og ef stóð á svari sögðu menn: Það kemur enginn að sjá þessa mynd, og af svipbrigðum þeirra mátti ráða að þeir örvæntu um okkar hag, því að þetta voru góðgjarnir menn og skynsamir sem Utu raunsæjum augum á kvikmyndahúsamarkaðinn þar sem ötulustu bíógestirnir eru unghngar, mættir til að horfa á afþreyingar- og spennumyndir. Eftir á að hyggja, og nú þegar Börn náttúrunnar hafa ferðast einsog jólapóstkassi víða um heim og fengið kveðjur frá ótrúlegustu stöðum, áht ég engan kvikmyndagerðarmann geta fengið betra veganesti en einmitt setninguna: Það kemur enginn að sjá þessa mynd, því að sú setning segir kvikmyndagerðarmanninum aðeins að hann sé kominn inn á leiksvæði hins óþekkta og geti hugsað óháð þeim formúlum sem mönnum eru lagðar upp í hendurnar og sagðar eru vera þær einu sem gilda. BÖSNNÁTTÚRUNNAR: „Sjálfur kjami myndarinnar, dauðinn og hin eilífa heimþrá, lá Ijós fyrir. Sá kjami hafði lengi biíið með Friðriki Þór, setið í sál hans og oft þegar hann hallaði sér aftur, með hálflukt augu, sá hann sum atriðin Ijóslifandi fyrir sér.“ 10 Lanú&synir

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.