Land & synir - 01.08.1998, Page 6

Land & synir - 01.08.1998, Page 6
MENNINGARSJOÐUI F ú s k e ð a f i AÐLIFA IEIGEV HEIMI EFTIR BÖÐVAR BJARKA PÉTURSSON Úthlutun úr Mmningarsjóði útvarpsstöðva dróst urn margar vikur nú í vor. Engar skýringar voru gefnar á þessari seinkun mdu hefur stjórn sjóðsins yfirleitt látið hagsmuni umsækjmda sig litlu skipta. ígegnum tíðina hefur sjóðurinn verið gagnrýndur harkalega fyrir stefnuleysi og óvönduð vinnubrögð m stjórnmdur sjóðsins taka lítið mark á gagnrýni. Þessi nýjasta úthlutun sannar það. Enn á ný skalþó reyntað böggva, eitthvað hlýtur að láta undan að lokum. Mikilvægi sjóðsins Sá veruleiki sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn búa við, eins og kollegar þeirra víðast hvar í Evrópu, er að þurfa að sækja um styrki til opinberra aðila til framleiðslu kvikmynda. Með orðinu kvikmynd á ég við allar tegundir mynda: bíómyndir, heimiidarmyndir, stuttmyndir, tilraunamyndir og allt þar í kring og inn á milli. Oft hefur verið bent á það að fjármagn sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa aðgang að, sé margfalt minna en í flestum öðrum Evrópulöndum. Beitt hefur verið ýmsum rökum til að fá stjórnvöld til að hækka framlög til kvikmyndagerðar. Rökin eru af ýmsum toga; menningarleg eða hagfræðileg, en árangurinn er lítill sem enginn. Það er nánast hægt að líta á það sem stefnu stjórnvalda að EKKI skuli auka fjármagn í íslenskri kvikmyndagerð. í því ljósi að óskir samfélagsins um innlenda kvikmyndagerð er mjög sterk, og að flest íslensk kvikmyndafyrirtæki búa við raunverulegt fjársvelti, þá hlýtur sú krafa að vera augljós að mótuð sé skýr stefna í umsýslu þess litla fjármagns sem til skiptanna er. Það eru flestir sammála’ því, sem á annað borð vilja auka innlenda dagskrárgerð, að Menningarsjóður útvarps- stöðva eigi rétt á sér og geti verið mjög mikilvægur. Hins vegar hefur stjórn sjóðsins með handahófskenndum vinnubrögðum og skilningsleysi á kvikmyndagerð tekist að gera sjóðinn nánast óvirkan. 6 Laná&synir Nýting fjármagns Það eru einungis tveir sjóðir sem kvikmyndagerðar- menn geta sótt í, sem eru raunverulega ætlaðir þeim: Kvikmyndasjóður íslands og Menningarsjóður útvarpsstöðva. Og þessir tveir sjóðir eru næstum jafnstórir. Þótt ýmislegt megi bæta í úthlutunarkerfi Kvikmyndasjóðs þá verður hann að eiga það hrós að nýting fjármagns er rnjög góð. Það er líklega enginn annar kvikmyndasjóður sem getur státað af því að hver einasta bíómynd sem fengið hefur styrk (og styrknum ekki verið skilað), hefur skilað sér á tjald. Og þetta hefur gerst þrátt fyrir að styrkhlutfall sé iðulega langt undir 50%. Kvikmyndagerðarmenn hafa þurft að undirgangast harðskeyttar reglur varðandi útborganir styrkja þar sem þeir verða að sýna fram á fullnaðarfjármögnun. Jafnframt þessu hefur sjóðurinn staðið fyrir markvissri handritaþróun og styrkt aðrar tegundir kvikmynda (!). Úthlutunarnefndir hafa oft gefið þá yfirlýsingu að þær hefðu viljað styrkja ýmis önnur verk en þau sem fengu styrk, en vegna krafna urn fjármögnun hafi þau ekki verið valin. Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva hefur verið legið á hálsi að allt of lítill hluti styrktra mynda skih sér í sýningu, og að þessar sýningar séu h'tið áberandi. Enda allt annar háttur á úthlutunum styrkja þar. Engar reglur eru til um styrkhlutfall þ.e. ítversu háan hluta af framleiðslukostnaði þeir styrkja. (Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fæst sjóðurinn ekki hl að gefa upp styrkhlutfall þegar verkefni sem hlotið hafa styrk eru kynnt). Umsækjendur hafa því enga möguleika til að stilla upp fjármögnunaráætlunum, enda gerist þess ekki þörf. Sjóðurinn úthlutar iðulega einhverjum allt öðrum (lægri) upphæðum en beðið er um. I flestum (hklega öllum) tilfellum án þess að ræða við umsækjendur. Stjórnin skiptir sér ekkert af því hvernig umsækjandi ætlar sér að fjármagna myndina, hún bara greiðir út upphæðina á bankareikning. ég þekki dæmi um mynd sem átti að kosta 10 milljónir í framleiðslu og sótt var um 6 mihjón króna styrk, Menningarsjóður úthlutaði 2 milljónum. Núna situr kvikmyndagerðarmaðurinn með 2 milljónir inn á bankareikningi og klórar sér í hausnum. Stjórn sjóðsins hefur engan áhuga á annarri fjármögnun. Þetta er mjög bagalegt, vegna þess að sjóðurinn gæti gengt mitólvægu hlutverki við að beina fjármagni (sérstaklega erlendu) inn í kvikmynda- gerðina. Ég þekki fjölda dæma um myndir með vilyrði frá erlendum aðilum sem ekki hafa hlotið brautargengi. Kvikmyndagerðin hefur þannig væntanlega tapað tugum milljóna, ef miðað^ er við árangur Kvikmyndasjóðs, á starfsemi sjóðsins. í framhjáhlaupi má nefna að haldnar hafa verið tvær alþjóðlegar fjármögnunarráðstefnur hér á Iandi sem formaður sjóðsins hefur ekki séð sér fært að mæta á. Þetta er alvarlegt mál sérstaklega í ljósi þess að einhverjar tugir milljóna liggja líka í styrktum verkefnum sem ekki hefur verið lokið. Stjórnsýsla sjóðsins Yflr sjóðnum situr þriggja manna stjóm, formaður er skipaður af ráðherra, einn fulltrúi frá útvarpinu og annar frá einkastöðvunum. Jafnan hefur þótt vera pólítískur blær á þessari nefnd, enda formaður skipaður beint af ráðherra, fulltrúi RÚV af pólitískt skipuðu útvarpsráði og heimildir undirritaðs herma að mikill pólitískur skjálfti hafi átt sér stað þegar nýr fulltrúi einkastöðvanna var valinn í vor. Það er öllum kvikmyndagerðarmönnum hulin ráðgáta af hverju Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur og sjálfstæðis- maður sem enga sérþekkingu hefur á dagskrárgerð, var vahnn í stjórnina. Stjórnin sér sjálf um að setja sér vinnureglur og velur verkefni til að styrkja. Lögfræðistofa sér um móttöku umsókna og útgreiðslu styrkja. Menntamálaráðuneytið er svo yfir stjórninni. Að sumu leyti má þó segja að stjórnin sé eftirlitslaus. Ráðuneytið sér auðvitað um að sjóðurinn starfl eftir lögunum en að öðra leyti skiptir það sér ekki af úthlutunarvinnu enda þætti það óeðlilegt. Á sama hátt hefur útvarpsráð ekki bein afskipti af fúlltrúa sínum enda erfltt að sjá hvernig því yrði við komið. Einkastöðvarnar hafa fram til þessa verið mjög ósamstæður hópur og hafa því ekki mótað opinbera stefnu fyrir fuhtrúa sinn. Stjórnin starfar efdr lögum og reglugerð um sjóðinn sem fjalla almennt um starfsemi sjóðsins. Hún hefur hins vegar ekki mótað neinar ítarlegri úthlutunarreglur þrátt fyrir að ekkert í reglugerð eða lögum um sjóðinn hamh það. Stjómin telur sér ekki heldur skylt að hlusta á eða taka tillit til hagsmunaðila, hvort sem það eru samtök kvikmyndagerðarmanna eða dagskrárdeildir sjónvarpsstöðva. Undirritaður þekkir það frá því að hann var formaður Félags kvikmyndagerðarmanna og átti þátt í ítrekuðum tilraunum til að koma á úthlutunarreglum fyrir sjóðinn. Viðbrögð sjóðsstjórnar voru iðulega á þá lund að kvikmyndagerðarmenn hefðu ekkert með það að gera að segja stjórninni fyrir verkum Þessi lokaða stjórnsýsla leiðir af sér að það er enginn farvegur fyrir umræðu um starfsemi Menningarsjóðsins. Eins og jafnan um starfsemi sjóða af þessu tagi þá þykjast menn sjá ýmiskonar spillingu, úthlutað sé til vina og vandamanna eða að sjá megi pólitískan undirróður í þeim verkefnum sem fá sfyrk. Því verður ekki neitað að umræða af þessum toga hefur verið óvenju áberandi í umfjöllun um Menningarsjóðinn. Hins vegar er mjög erfltt að gagnrýna sjóðinn vegna þess hve stjórnin er einangruð. Hjá Kvikmyndasjóði er stjórn sem skipuð er fulltrúum hagsmunaaðila. Á þeim vettvangi er hægt að bera upp gagnrýni á störf úthlutunarnefndar og koma með tihögur um úrbætur. Þrátt fyrir að úrlausnin sé ekki alltaf eins og menn óska sér, þá fer fram eðlileg umræða og lýðræðisleg afgreiðsla á málum. Síðasta úthlutun Af 39 umsækjendum sem fengu framleiðslustyrki þá fengu 21 eina miUjón eða minna. AUir sem eitthvað vit hafa á kvikmyndagerð vita að þessar upphæðir eru aUt of lágar til þess að standa undir framleiðslu, meira að segja einföldustu kvikmynda. Stór hluti af þessum myndum á því aldrei eftir að klárast, eða f besta (versta) falU eftir að verða einföld hrákasmíð. Eins og áður segir

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.