Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 2
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 GrillbúðinPÁSKATILBOÐ • 4 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveikja í öllum tökkum • Tvöfalt einangrað lok • Stór posulínshúðuð efri grind • Gashella - Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Fáanlegt með niðurfellanlegum hliðarborðum - Nr. 12952 - Svart • Grillflötur 65 x 44 cm 79.900 Verð áður 89.900 • Afl 14,8 KW Fáanlegt með niðurfellanlegum hliðarborðum Frá Þýskalandi Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Nr. 12952 - Án gashellu - Svart Veður Í dag minnir veturinn á sig á Vest- fjörðum, þar gengur í allhvassa norðanátt með snjókomu og frystir. Norðanstrengurinn gerir einnig vart við sig vestast á landinu og eitthvað slæðist með af hvítleitri úrkomu. Í öðrum landshlutum verður veður mun rólegra. sjá síðu 24 Farið yfir ferminguna Séra Dís Gylfadóttir, prestur í Lindakirkju, fór í gær yfir fermingarathöfnina með fermingarbörnum. Dís segir að með því að æfa athöfnina sjálfa sé hægt að koma í veg fyrir óöryggi. Hún segir krakkana æðislega. „Þau hafa verið virk og dugleg í vetur að mæta og taka þátt.“ Fréttablaðið/Vilhelm Hafnarfjörður Björt framtíð og Viðreisn bjóða sameiginlega fram í Hafnarfirði í komandi sveitar­ stjórnarkosningum. Framboðið verður undir merkjum Bjartrar Viðreisnar og hefur listabókstafur Viðreisnar (C) verið valinn fyrir framboðið. Flokkarnir hafa skipað sameiginlega uppstillingarnefnd sem vinnur að því að skipa fólk úr báðum flokkum á lista og er niður­ stöðu að vænta á næstu dögum. Björt framtíð fer ekki fram í Reykjavík í komandi kosningum en samstarf með Viðreisn í öðrum sveitarfélögum hefur verið í far­ vatninu. Flokkurinn fékk tvo full­ trúa kjörna í Hafnarfirði í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokki sem fékk fimm menn kjörna. – aá Björt Viðreisn með C-lista í Hafnarfirði Fjöldi íslandshesta erlendis 1500 1200 900 600 300 0 fjöldi útfluttra hrossa eftir árum 2010- 2017 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 1158 1136 1333 1236 1269 1360 1474 1485 Þrír helstu áfangastaðir íslenskra hrossa árið 2017 Þýskaland Svíþjóð Danmörk 541 261 182 Þýskaland 51.000 Danmörk 38.700 Svíþjóð 31.000 Noregur 13.300 Holland 8.000 Til samanburðar: Ísland 96.000 MEnnInG Settur umboðsmaður Alþingis mælist til þess að bóka­ safnssjóður leysi efnislega úr máli Stellu Blómkvist leiti höfundurinn á ný til sjóðsins. Um árabil hefur einstaklingur skrifað bækur undir dulnefninu Stella Blómkvist. Höfundurinn hefur yfir fjórtán ára tímabil sent erindi til sjóðsins og spurt um rétt sinn til greiðslna á grundvelli laga um bókmenntir. Svar sjóðs­ ins til höfundarins var að til að fá afgreiðslu þyrfti umsókninni að fylgja nafn og kennitala. Í kvörtun höfundarins var því hald­ ið fram að með þess­ ari afstöðu n e f n d a r ­ innar væri h a n n settur í þá stöðu að þ u r f a a ð velja á milli þess að viðhalda nafnleyndinni og lögbundins rétt­ ar til greiðslna fyrir afnot á bókum hans. Settur umboðsmaður taldi skil­ yrði sjóðsins fela í sér of fortaks­ lausar kröfur til sönnunar sem ekki væru í samræmi við lög. Höfundur­ inn gæti mögulega sýnt fram á með öðrum hætti en nafni og kennitölu að hann ætti rétt á greiðslum úr sjóðnum. – jóe Dulnefni Stellu stoppi ekki greiðslur Landbúnaður Alls voru 1.485 hross flutt út á síðasta ári eða rúm­ lega fjögur hross á dag að meðaltali. Til samanburðar fæddust um 3.700 folöld í fyrra samkvæmt uppruna­ ættbók íslenska hestsins. Er þetta fjölgun um nærri þrjátíu prósent frá árinu 2010. Sterk staða krónunnar virðist ekki gera hrossabændum erf­ itt að selja hross út. Þýskaland, Sví­ þjóð og Danmörk eru aðaláfanga­ staðir útfluttra hrossa. Samkvæmt WorldFeng, upp­ runaættbók íslenska hestsins, hefur stígandi verið í sölu íslenskra hrossa erlendis. Fleiri íslenskir hestar eru samanlagt í þremur stærstu íslands­ hestalöndunum en á Íslandi. „Það er mikilvægt fyrir íslenska hrossabændur að flytja út hross. Það bætir stöðu ræktenda og hrossabænda hér á landi. Í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðið hlutfall farið út af kynbótahrossum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda. Landsmót hestamannafélaga er haldið í sumar í Reykjavík. Þessi íslandshestahátíð er haldin annað hvert ár. Að mati Sveins er meira um að vera á landsmótsárum og menn leggja meira upp úr starfinu á þess­ um árum. „Landsmót er auðvitað mikill gluggi fyrir hestinn og hesta­ mennskuna og menn kappkosta að reyna að ná árangri á landsmóti. Landsmót er til að mynda stærsta útihátíð sem haldin er á Íslandi,“ bætir Sveinn við. Mikill fjöldi erlendra gesta mætir á landsmótið hverju sinni. „Góð hross eru að fara út á góðu verði. Góðir gripir geta selst á það Útflutningur eykst þrátt fyrir styrkingu krónu Hestaútflutningur hefur aukist um nærri 30 prósent frá árinu 2010 á sama tíma og folöldum hefur fækkað nokkuð. Formaður Félags hrossabænda segir gott verð fást fyrir góða gripi en bændur hafi fækkað hjá sér eftir nokkurt offramboð. góðu verði að það skili miklum virðis auka til eiganda. Það er í sjálfu sér mjög gott fyrir íslandshesta­ heiminn allan. Íslenski hesturinn er einnig þjóðinni mikilvægur og hefur mikið aðdráttarafl. Það sannast nú best í því að fjölmargir erlendir aðil­ ar hafa beinlínis sest hér að vegna hestsins, eiga hér aðstöðu, húsnæði og jafnvel jarðir, til að stunda sína hestamennsku og ræktun. Það auð­ vitað skilar sér í bættum þjóðarhag,“ bætir Sveinn við. Fæddum folöldum hefur verið að fækka undanfarið og segir Sveinn að markaðurinn sé að ná jafnvægi á nýjan leik eftir líkast til nokkurt offramboð á hestum síðustu ár. sveinn@frettabladid.is Góðir gripir geta selst á það góðu verði að það skili miklum virðisauka til eiganda. Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda Stella Blómkvist er afkastamikill höfundur en enginn veit hver er á bak við höfundarnafnið. 2 3 . M a r s 2 0 1 8 f ö s T u d a G u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T a b L a ð I ð 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -8 2 6 0 1 F 4 8 -8 1 2 4 1 F 4 8 -7 F E 8 1 F 4 8 -7 E A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.