Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 39
Carat/acredo gullsmiðir , Hátún 6A , S: 577-7740 , www.carat.is , www.acredo.is Að velja giftingarhring er eitt af hjartfólgnustu augnablikum lífsins því þá velja hjónaefnin sér hringa sem þau ætla að bera út lífið,“ segir Haukur Valdimarsson, gullsmiður í Carat/acredo. Haukur starfar við hlið dóttur sinnar, gullsmiðsins Rakelar Mistar, en saman sérhæfa þau sig í trúlof- unar- og giftingarhringum og hvers kyns demantaskarti. „Við Rakel höfum yndi af því að vera einn hlekkur í keðju þeirra gleðilegu tímamóta sem hjónaband er. Ástin svífur yfir vötnunum og tilhlökkunin leynir sér ekki,“ segir Haukur, en þau Rakel veita persónu- lega og þægilega þjónustu þar sem hver og einn fær þann tíma sem hann þarf við valið. „Við bjóðum líka upp á ákveðna upplifun og erum með tvær starfs- stöðvar þar sem fólk getur látið fara vel um sig og skoðað úrvalið, bæði í tölvum og á staðnum þar sem eru yfir 200 sýnishorn til að skoða og máta,“ útskýrir Haukur. Heillandi heimur hringa Carat var stofnað árið 2000 og rak lengst af verslun í Smáralind. Árið 2015 flutti Carat sig um set yfir í Hátún 6a og hóf um leið samstarf við þýska skartgripaframleiðandann Acredo sem sérhæfir sig í gimstein- um og stórglæsilegu eðalskarti. „Okkur fannst vanta meiri fjölbreytileika í landslagið,“ segir Haukur. „Með Acredo opnaðist risa- stór gluggi með áður óséðum mögu- leikum og útfærslum. Á heimasíðu okkar, acredo.is, má sjá stórkost- legt úrval hringa og þar getur fólk fiktað sjálft í forriti til að setja saman draumahringana og valið mismun- andi þykktir og breiddir, demanta og liti á gulli, svo sem hvítagull, rauðagull, rósagull og platínu.“ Þegar útlit hringanna hefur verið ákveðið í hönnunarforriti Acredo fara þeir í pöntunarferli hjá Carat/ acredo og er hver hringur sérsmíð- aður. „Acredo hefur slegið í gegn hjá íslenskum pörum,“ upplýsir Haukur. „Þetta er heillandi heimur að stíga inn í og möguleikarnir endalausir að velja og setja saman útlit hringanna sjálf. Hver einasti hringur er sniðinn eftir óskum hvers og eins, og sannar- lega engin lagervara sem er sótt upp í hillu.“ Demantar hæstmóðins Demantar eru hæstmóðins í giftingarhringum nú. „Demantar halda alltaf sínu og fara aldrei úr tísku,“ segir Haukur en níutíu prósent giftingarhringa frá Carat/acredo eru með demöntum í hring brúðar. „Oftar en ekki er nú bætt við grennri hring á fingur hennar sem er alsettur demöntum, og nú er líka vinsælt að setja jafnvel þrjá hringa á fingur brúðarinnar.“ Carat/acredo er með allar stærðir eðalsteina og þar á meðal glæsilega litaða demanta. „Þannig eru svartir demantar nú í tísku hjá körlum og koma virkilega flott út í hring. En þótt demantur sé konungur eðalsteinanna er ánægju- legt að segja frá því að verðið er einfaldlega frábært í samstarfi við Acredo,“ segir Haukur. Að velja sér hring á acredo.is er þægilegt. Verð á hringum birtist samsíða hringavali og breyting á verði fylgir jafnóðum og útliti, lögun og efniviði hrings er breytt. „Það er hentugt að geta strax séð kostnaðinn og mikil hagræðing í að geta skoðað úrvalið í ró og næði heima. En hvort sem fólk hefur undirbúið sig heima eða ekki tökum við jafn vel á móti öllum og bjóðum upp á kaffi, sódavatn og jafnvel kampavín ef stemningin er þannig. Það er stór ákvörðun að velja réttu hringana og okkar innlegg í þá fögru minningu er að veita góðan tíma og ómótstæðilegt úrval,“ segir Haukur. Feðginin Haukur og Rakel Mist smíða einnig sína eigin fögru hringa, bæði með klassísku útliti og grófari séríslenskri áferð. Einnig hvers kyns sérsmíði að óskum viðskiptavina. Skoðið töfrandi úrval trúlofunar- og giftingarhringja á carat.is og acredo. is. Carat/acredo er í Hátúni 6a. Sími 577 7740. Vefverslun er á carat.is. Ástin svífur yfir vötnunum Það er ævintýri að velja saman giftingarhringa hjá Carat/acredo. Það er ýmist hægt að gera í faðmi elskunnar heima í stofu eða með fulltingi gullsmíðafeðginanna Hauks og Rakelar Mistar. Feðginin Haukur og Rakel Mist smíða einnig sína eigin fögru hringa, bæði með klassísku útliti og grófari séríslenskri áferð. Einnig hvers kyns sér- smíði að óskum viðskiptavina. MYND/STEFÁN Carat/acredo leggur mikið upp úr umbúnaði hringanna og afhendir þá í glæsilegum öskjum með aukahólfi fyrir hringana sem er hentugt fyrir ferðalög. MYND/STEFÁN KYNNINGARBLAÐ 15 F Ö S T U DAG U R 2 3 . M a R S 2 0 1 8 BRúÐKAUp 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -C 2 9 0 1 F 4 8 -C 1 5 4 1 F 4 8 -C 0 1 8 1 F 4 8 -B E D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.