Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 18
Það er orðið brýnt að fara í úrbætur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum Hafn- arfjörð. Reykjanesbrautin er þjóðbraut sem liggur til og frá alþjóðaflugvelli lands- ins og eina leiðin þaðan inn á höfuð- borgarsvæðið. Umferðarþungi á Reykjanesbraut hefur aukist mikið á undanförnum árum. Mikil uppbygging hefur verið í nýjum hverfum innan Hafnarfjarðar sem liggja sunnan Reykjanesbrautar og frekari uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Fyrirtæki hafa verið að koma sér fyrir á því svæði sem eykur enn á umferð. Þá hefur stóraukinn ferðamannastraumur einnig haft gífurleg áhrif á umferðarþróun, að ógleymdum þeim fjölda fólks sem ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna vinnu. Íbúar í gíslingu Á álagstímum eru íbúar ákveðinna hverfa nánast í gíslingu. Reykjanes- brautin klýfur bæinn í tvennt og slysahættan þegar íbúar þurfa að þvera brautina til að sækja verslun og þjónustu er mikil. Þá eru einnig brögð að því að ökumenn reyni að losna við umferðarhnúta á brautinni og fari í gegnum íbúðarhverfi sem við hana liggja. Þar er hámarkshraði víða 30 km/klst. enda leik- og grunn- skólar í grennd. Allt þetta skapar mikla hættu. 42% slysa á götum Vegagerðarinnar Í úttekt sem gerð var af verkfræði- stofunni Eflu og liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50% frá árinu 2010 og er áætlað að þar fari yfir 45.000 bílar að meðaltali á dag. Í sömu úttekt kemur fram að 42% allra umferðarslysa í sveitarfélaginu á árunum 2010-2016 urðu á götum sem eru í eigu Vega- gerðarinnar. Brýnast er að ljúka tvöföldun á kaflanum frá Kaldárselsvegi að gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Ekki síður mikilvægt er gera endurbætur á tvennum gatnamótum á vegkafl- anum frá Kaplakrika að Lækjargötu. Gert er ráð fyrir bráðabirgðafram- kvæmdum við þau gatnamót en öllum er ljóst að þær duga ekki til og mikilvægt að huga strax að framtíðar- lausn á þessum gatnamótum sem eru meðal slysamestu gatnamóta höfuð- borgarsvæðisins. Ákall eftir samgönguáætlun Það þarf að marka heildarstefnu fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar þar sem tíma- setningar verði ákveðnar og fjármagn tryggt. Það er því afar brýnt að ráðherra komi fram með samgönguáætlun sem fyrst og að hún liggi fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningar. Það er ótækt að ríkisstjórnin sýni ekki á spilin varðandi samgöngur í landinu fyrir þann tíma. Umferðaröryggi á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð Pennavinur minn Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stanga-veiðifélags Reykjavíkur, stritast enn við í andófi sínu gegn uppbygg- ingu atvinnutækifæra og verðmæta- sköpunar í fiskeldi á Íslandi, í grein sem hann skrifaði hér í Fréttablaðið 21. mars. Þrátt fyrir þrákelknina verður honum lítt ágengt í málflutningi sínum. Það er athyglisvert að Jón Þór skautar bæði fimlega og sam- viskusamlega fram hjá því að fisk- eldi á Íslandi er byggt á vísindum og þekkingu. Sýnt hefur verið fram á í áhættumati Hafrannsóknastofnunar að möguleg áhætta af erfðablöndun sé bundin við þrjár ár, en ekki allt landið, eins og telja mætti af skrifum Jóns. Hann víkur að Noregi, þar sem fisk- eldi er m.a. stundað í nálægð við veiði- ár og árósa, ólíkt því sem hér tíðkast og Hafrannsóknastofnunin hefur bent á. Í Noregi eru þó villilaxastofnarnir þeir sterkustu í Norður-Atlantshafi, eins og sjá má á skýrslum NASCO og fleiri stofnana. Þetta er raunin á sama tíma og laxeldi hefur margfald- ast í Noregi og er nú um 1,3 milljónir tonna. Í skrifum sínum hengir Jón Þór sig á athuganir sem gerðar hafa verið í nokkrum ám á Vestfjörðum, sem eiga það m.a. sammerkt að vera ekki með eiginlega laxastofna og dregur af þeim athugunum ótæpilegar álykt- anir. Þetta er brothættur grundvöllur að standa á. Nú nýverið hafa birst niðurstöður Kevin Glover, prófessors í Bergen, sem sýna að „við litla eða nokkra blöndun, það er að segja 5-10% eldislaxa, sjáum við næstum engar breytingar á 50-100 árum í stærð smárra og fullorðinna laxa, né hve mikinn fisk áin framleiðir, né heldur breytingar á endurheimtum laxa eftir sjógöngu“. En auðvitað tekur Jón Þór Ólason ekkert mark á svona staðreyndum; þær henta ekki hans málstað. Í hans huga er þetta væntanlega bara bæna- þula og prófessorinn „áróðursmeist- ari“. Andófið gegn atvinnutækifærunum Oft er hnjóðað í heilbrigðiskerfið okkar hér á Íslandi og skilja má af umræðu í fjölmiðlum að það sé á heljarþröm. Og eflaust má betur ef duga skal. En stundum er gott að finna á eigin skinni hvernig staðan er í raun og veru. Ég var heppinn og gæfa mín fólst í því að íslenskt heilbrigðiskerfi er ekki eins laskað og ég hafði mátt ætla. Upphaf sögu þessarar er á laugar- dagsmorgni í byrjun febrúar 2018. Ég vaknaði allhress en fannst þó eins og ég væri eitthvað undarlegur í öðrum kálf- anum. Þetta fannst mér varla geta verið alvarlegt svo ég var í ýmsu stússi og störfum fram eftir degi. Þegar ég kom heim úr vinnu fannst vinkonu minni ástand mitt alls ekki eins og best yrði á kosið og hafði samband við dóttur sína sem er hjúkrunarfræðingur. Hún vildi að ég drifi mig á Læknavaktina, sem ég gerði. Þá var klukkan um sex. Á Læknavaktinni tók á móti mér geðþekkur læknir sem sá strax að rétt væri að skoða þetta betur svo hann skrifaði upp á „aðgöngumiða“ handa mér á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Svo þangað fór ég að bragði, staldraði stutt við á biðstofunni og var brátt kominn í hendurnar á snilling- um sem byrjuðu á því að taka úr mér blóðprufu. Það gekk vel og eftir um 20 mínútna bið kom til mín þægilegur ungur læknir sem sótti einhvers konar skanna til að skoða í mér æðarnar. Að því loknu taldi hann að ég hefði fengið blóðtappa í fótinn en til að fá það stað- fest yrði hann að leita til sérfræðings í þessum efnum. Og ungi læknirinn átti kollgátuna: Ég hafði fengið stíflu í æð í hægra fæti. Eftir skamma stund var búið að finna út hvaða lyf myndu henta mér best í þessum óvæntu aðstæðum mínum. Ungi læknirinn sagðist síðan myndu hringja í mig ef eitthvað væri athugavert við nýrun í mér en það var víst helsta læknisfræðilega áhyggju- efnið þegar þarna var komið sögu. Ég var búinn að fá lyf við heilsu- brestinum kl. 10 um kvöldið, aðeins fjórum klukkustundum eftir að ég steig fyrst fæti inn fyrir fyrstu læknadyrnar þennan daginn og vissi ekkert hvað væri um að vera. Reynsla mín er sú að flæðið gegnum heilbrigðiskerfið virkaði eins og best varð á kosið í mínu tilviki og ekki síst var notalegt að finna hlýjuna og umhyggjuna sem alls staðar mætti mér á þessari vegferð. Og þótt gaman hefði verið að heyra í lækninum aftur er ég ósköp feginn að hann hringdi ekki. Nýrun eru þá í lagi. Ég er einlæg- lega þakklátur forsjóninni og frábæru heilbrigðisstarfsfólki fyrir að ekki fór verr í þetta sinn. Er hægt að fara fram á meira? Fjórar klukkustundir meðal fagfólks Svifryksmengun á höfuðborgar-svæðinu hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarið, enda fer hún ekki fram hjá neinum þegar veður er þannig að hún sest fyrir. Sam- kvæmt rannsókn sem verkfræðistofan Efla hefur unnið fyrir Vegagerðina eru 80% af svifryki til komin vegna bíla- umferðar; 49% vegna malbiks og 31% vegna sóts úr útblæstri. Í tilkynningu um skýrsluna frá Vegagerðinni segir að niðurstöðurnar styðji eindregið þann grun að vægi sóts í svifryki hafi vaxið mjög á síðustu árum og að sennilega megi rekja það til mikillar aukningar á bílaumferð og hækkandi hlutfalls dísilbíla. Ástæða er talin til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun. Hér eru margar leiðir mögulegar og engin ein leið sem mun leysa allan vanda. Ein besta leiðin til þess að draga úr mengun af umferð er að styðja mynduglega við umhverfis- vænni samgöngukosti þannig að fleira fólk velji að keyra minna á einkabíl. Þar er gott að byrja á sjálf- um sér og því hefur stjórn Strætó sett metnaðarfullt markmið um að stefnt verði að því að allur vagnaflotinn verði kolefnislaus árið 2030. Það markmið er í fullum farvegi og Strætó hefur fest kaup á 14 rafmagnsvögnum sem senn koma til landsins. Metnaðarfullt verkefni Svo vill til að Sorpa stendur líka í mjög metnaðarfullu verkefni, sem er bygging gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Í stað þess að urða lífrænan úrgang mun hann fara í moltugerð og metangasframleiðslu. Nú þegar er framleitt metangas úr urðuðum úrgangi í Álfsnesi sem er nýtt m.a. af Reykjavíkurborg á sorpbíla, en allur bílafloti sorphirðu borgarinnar keyrir nú á metangasi. Þegar gas- og jarðgerðarstöð hefur verið byggð og komin í rekstur (áætlanir gera ráð fyrir að það verði á næsta ári) mun metanframleiðsla aukast töluvert, og því metani þarf að finna farveg. Þessi markmið, umhverfisvænni Strætó og aukin framleiðsla á metangasi, fara að sjálfsögðu algjör- lega saman. Við viljum endilega halda áfram á þeirri braut að nýta umhverfis vænt metaneldsneyti sem við framleiðum sjálf á okkar eigin bílaflota. Þess vegna hafa Strætó og Sorpa verið að skoða í sameiningu hvernig nýta megi metangas beint og milliliðalaust á strætisvagna í fram- tíðinni með fjárfestingu í leiðslu og áfyllingarbúnaði fyrir vagnana. Þar er verið að skoða ýmis praktísk mál eins og útboðsskilmála Strætó og samkeppnissjónarmið. Allt bendir til þess að þetta sé algjörlega raun- hæfur kostur og þeir metanvagnar sem í notkun eru í dag virka afar vel. Það er frábær framtíðarsýn að í stað þess að grafa niður lífrænan úrgang af heimilum höfuðborgarsvæðisins verði hann nýttur til að knýja strætis- vagna. Það eru engir draumórar held- ur er þessi sýn í raun alveg handan við hornið, ef við höldum áfram að vinna þétt saman að metnaðarfullum umhverfismarkmiðum fyrir höfuð- borgarsvæðið. Metan á Strætó Um áratugaskeið innihélt heil-brigðislöggjöfin ákvæði um að halda heilbrigðisþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Til heil- brigðisþings voru boðaðir stjórnend- ur, fagfólk, fulltrúar félagasamtaka, stjórnmálamenn og fleiri sem létu sig málefni heilbrigðisþjónustunnar einhverju varða. Hélst sú skipan þar til ný heilbrigðislög voru samþykkt á árinu 2007. Heilbrigðisþing voru haldin 1980, 1995, 1999 og 2003. Sambærilegar samkomur voru einn- ig haldnar á árunum 2000 og 2001. Annars vegar snerust þær um gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og hins vegar um menntun heilbrigðis- stétta og mannaflaspár heilbrigðis- þjónustunnar. Vettvangur hugmynda Heilbrigðisþingin voru hugsuð sem eins konar vettvangur ráðgjafar- og umsagnarstarfa á sviði heilbrigðis- mála og um leið grundvöllur stefnu- mótunar og áætlanagerðar til langs tíma. Heilbrigðisráðuneytinu var venjulega falið að undirbúa heil- brigðisþingin, í samráði við Embætti landlæknis, og jafnframt hefur ráðu- neytinu verið falið að fullvinna þau mál sem fram komu á hverju þingi fyrir sig. Í flestum tilvikum vantaði nokkuð upp á að niðurstöðum heil- brigðisþinga væru fylgt eftir í sam- ræmi við þær kröfur sem gera verður um framkvæmd slíkra verkefna. Heilbrigðisþingin Fyrsta heilbrigðisþingið var haldið á haustdögum árið 1980, í embættistíð Svavars Gestssonar, og segir í skýrslu frá þinginu að þátttaka hafi verið mikil og áhugi og metnaður fyrir hönd íslensku heilbrigðisþjónust- unnar hafi einkennt umræðurnar. Annað heilbrigðisþingið var haldið í byrjun árs 1995. Umfjöllunar- efni þingsins var heilbrigðisástand Íslendinga og horfur um heilsufar þjóðarinnar á næstu árum. Á þriðja heilbrigðisþinginu 1999 kom greini- lega fram að í heilbrigðismálum, sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins, væri nauðsynlegt að vinna skipulega að áætlanagerð og setningu markmiða á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Loks var heilbrigðisþing haldið fjórum árum síðar, eða 7. nóvember 2003. Viðfangsefnið var Háskóla- sjúkrahús á Íslandi – Framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð. Aftur á dagskrá Engum vafa er undirorpið að heil- brigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðana- skipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðis- þjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Það er hins vegar umhugsunarefni hvers vegna þessi samtöl hafa ekki skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í hina pólitísku umræðu og ákvarðana- töku. Undantekningin er gerð heil- brigðisáætlunar til ársins 2010 sem samþykkt var af Alþingi á vormán- uðum árið 2001. Spurningin er hvort ekki sé þörf á að taka upp þráðinn að nýju og efna til heilbrigðisþings til að leggja grundvöll að heilbrigðisstefnu til framtíðar og tryggja að ákvörð- unum þess efnis verði fylgt eftir. Heilbrigðisþing aftur á dagskrá Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og 2. varaþing­ maður Sam­ fylkingarinnar í Suðvestur­ kjördæmi Reynsla mín er sú að flæðið gegnum heilbrigðiskerfið virkaði eins og best varð á kosið í mínu tilviki og ekki síst var notalegt að finna hlýjuna og umhyggjuna sem alls staðar mætti mér. Sigurbergur Sveinsson kaupmaður Ingimar Einarsson félags­ og stjórn­ málafræðingur Engum vafa er undirorpið að heilbrigðisþingin hafa verið mikilsverður vettvangur samskipta og skoðanaskipta um heilbrigðismál. Þar voru á dagskrá helstu stefnumál heilbrigðisþjónustunnar og málefni sem hafa verið til umræðu víða um lönd. Einar K. Guðfinnsson formaður stjórnar Lands­ sambands fisk­ eldisstöðva Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarfor­ maður Strætó Halldór Auðar Svansson stjórnarformaður Sorpu 2 3 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -8 C 4 0 1 F 4 8 -8 B 0 4 1 F 4 8 -8 9 C 8 1 F 4 8 -8 8 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.