Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 6
www.apotekarinn.is - lægra verð REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afslátt ur* * 2MG og 4MG 204 stk pakkningum. Gildir af öllum bragðtegundum. Nicotinell reyklaus 5x10 apotekarinn copy.pdf 1 30/04/2018 10:43 StjórnSýSla „Það er algjört grund- vallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Frétta- blaðinu í gær um erlend ferðaþjón- ustufyrirtæki og undirboð á vinnu- markaði. Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þing- inu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætl- anir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum. Forsvarsmenn íslenskra ferða- þjónustufyrirtækja sem Frétta- blaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskatt- stjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá emb- ætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum. „Embættið er með vettvangseftir- lit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort við- komandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferð- um, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspi- redbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyr- irtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðu- maður ferðaþjónustu hjá Íslands- stofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starf- semi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks. adalheidur@frettabladid.is Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. Talsmenn íslenskra fyrirtækja segja eftirlitið eingöngu beinast að íslenskum aðilum. Loftárás Sádi-Araba í Sana Forsetahöllin í Sana, höfuðborg Jemen, er rústir einar eftir loftárás Sádi-Araba í borginni í gær. Að minnsta kosti sex eru látnir og þrjátíu særðir. Samkvæmt AP-fréttastofunni voru allir hinna látnu óbreyttir borgarar. Á blaðamannafundi í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, sagði Turki al-Maliki ofursti að forsetahöllin hefði verið skotmark vegna þess að þar hefðu háttsettir uppreisnarmenn úr röðum Húta haldið til. NORDICPHOTOS/AFP Það er algjört grund- vallaratriði að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála viðSkipti „Félag atvinnurekenda mótmælir þessum áformum ráðu- neytisins harðlega,“ segir í bréfi félagsins til Kristjáns Þórs Júlíus- sonar landbúnaðarráðherra vegna áforma ráðherrans um að „skerða einhliða tollfrjálsa innflutnings- kvóta fyrir kjöt“. FA vísar í frétt á vef ráðuneytisins um að ráðherra ætli að fara að til- lögu starfshóps frá 2016 um að „við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar“. FA segir að í tollasamningi Íslands og ESB sé hvergi kveðið á um að inn- flutningskvótar fyrir kjöt miðist við kjöt með beini. Algjörlega for- kastanlegt sé að ráðherra áformi „að hafa af neytendum stóran hluta þess ávinnings, sem í samningnum felst“, eins og segir í bréfi FA. – gar Segja ráðherra skerða kjötkvóta Kristján Þór Júlíusson landbúnaðar- ráðherra. FRéTTAblAðIð/ERNIR 8 . m a í 2 0 1 8 Þ r i ð j U D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 4 -F 8 6 8 1 F B 4 -F 7 2 C 1 F B 4 -F 5 F 0 1 F B 4 -F 4 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.