Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 6
Framboðslistar í Kópavogi Framsókn 1. Birkir Jón Jónsson 2. Helga Hauksdóttir 3. Baldur Þór Baldvinsson 4. Kristín Hermannsdóttir BF / Viðreisn 1. Theódóra S. Þorsteinsdóttir 2. Einar Örn Þorvarðarson 3. Ragnhildur Reynisdóttir 4. Hreiðar Oddsson Sjálfstæðisflokkur 1. Ármann Kr. Ólafsson 2. Margrét Friðriksdóttir 3. Karen Elísabet Halldórsdóttir 4. Hjördís Ýr Johnson Fyrir Kópavog 1. Ómar Stefánsson 2. Rebekka Þurý Pétursdóttir 3. Hlynur Helgason 4. Valgerður María Gunnarsdóttir Miðflokkur 1. Geir Þorsteinsson 2. Jakobína Agnes Valsdóttir 3. Helgi Fannar Valgeirsson 4. Una María Óskarsdóttir Píratar 1. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir 2. Hákon Helgi Leifsson 3. Ásmundur Guðjónsson 4. Ragnheiður Rut Reynisdóttir Samfylking 1. Pétur Hrafn Sigurðsson 2. Bergljót Kristinsdóttir 3. Elvar Páll Sigurðsson 4. Donata H. Bukowska Vinstri græn 1. Margrét Júlía Rafnsdóttir 2. Amid Derayat 3. Rósa Björg Þorsteinsdóttir 4. Pétur Fannberg Víglundsson Sósíalistaflokkur Íslands 1. Arnþór Sigurðsson 2. María Pétursdóttir 3. Rúnar Einarsson 4. Hildigunnur Þórsdóttir Saari Sósíalistaflokkurinn býður fram í fyrsta skipti til sveitarstjórnar í Kópavogi. Arnþór Sigurðsson stefnir á að ná inn manni og yrði hæst- ánægður með tvo menn kjörna. „Við viljum byggja í anda gömlu verka- mannabústaðanna fyrir efnaminna fólk og viljum eyða biðlistum eftir félagslegu húsnæði,“ segir Arnþór. „Einnig þurfum við að hækka laun í sveitarfélaginu en Kópavogur á ekki að greiða laun sem valda því að fólk er fast í fátæktargildru.“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata, segir húsnæðismál og dag- vistunarmál skipta miklu máli fyrir íbúa í bænum. „Við þurfum að skipu- leggja byggð fyrir alla aldurshópa og helst á áhrifasvæði borgarlínu,“ segir Sigurbjörg Erla. „Einnig viljum við að foreldrar fái heimgreiðslu sem nemur kostnaði við að hafa barn á leikskóla frá 12 mánaða aldri þar til það fær pláss á leikskóla.“ Pétur Hrafn Steingrímsson, odd- viti og bæjarstjóraefni Samfylking- arinnar, segir húsnæðismálin skipta miklu. „Í Kópavogi er lóðum úthlut- að til verktaka sem byggja íbúðir í hagnaðarskyni. Við viljum einnig að lóðum sé úthlutað til húsnæðis- samvinnufélaga og einstaklinga. Enn fremur þurfum við að koma tólf mánaða börnum á leikskóla.“ Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti VG, segir mikilvægt að auka hjól- reiðar. „Við leggjum áherslu á hús- næðismál. Það er þriggja ára biðlisti eftir félagslegu húsnæði. Það þarf að forgangsraða í þágu leik- og grunn- skóla. Einnig erum við í fararbroddi í umhverfismálum.“ Ómar Stefánsson er oddviti fram- boðsins Fyrir Kópavog. „Við ætlum að kaupa íbúðir fyrir félagslega kerfið. „Við ætlum að skipuleggja og úthluta lóðum fyrir húsnæði í Vatns- endahlíð, á Vatnsendahæð og seinni hluta Glaðheimasvæðis. Við ætlum að setja í gang lýðheilsukort fyrir ungmenni 18 til 23 ára ásamt því að lengja sumaropnunartíma sund- lauganna um helgar,“ segir Ómar. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segir eðlilegt að flokkarnir ræði saman að loknum kosningum um myndun meiri- hluta nái flokkarnir til þess fylgi. Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs framboðs Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, er sammála þessari skoðun bæjarstjórans. „Að mínu mati gengur vel í Kópa- vogi, við erum búin með öll verkefn- in okkar í málefnasamningnum frá 2014. Þetta er árangursríkur meiri- hluti og samstarfið hefur gengið vel. Ef við höldum okkar finnst mér rétt- lætanlegt að ræða við Sjálfstæðis- flokkinn,“ segir Theodóra. Í síðustu kosningum fengu Sjálf- stæðismenn fimm menn kjörna í ell- efu manna bæjarstjórn. Samfylking- in og Björt framtíð fengu tvo menn hvor. Vinstri græn og Framsókn hlutu svo sinn mann hvor flokkur. Nú eru hins vegar níu framboð sem bjóða fram krafta sína og því líklegt að landslagið breytist að einhverju leyti í lok mánaðarins. Birkir Jón Jónsson, oddviti Fram- sóknarflokksins, leggur í kosningun- um áherslu á að efla starfsumhverfi kennara í bænum. „Einnig leggjum við mikla áherslu á málefni eldri borgara og þar þarf að taka hressi- lega til hendinni. Framsóknarflokk- urinn vill huga að barnafjölskyldum og forgangsraða fyrir þær.“ Theodóra er stolt af verkum meiri- hlutans og telur mikilvægt á næsta kjörtímabili að unnið verði áfram að þeim verkefnum sem núver- andi meirihluti hefur lagt áherslu á. „Við þurfum að halda áfram að reka Kópavog af ábyrgð og leggjum áherslu á að halda áfram með þau íbúalýðræðismál sem við höfum hafið hér í Kópavogi,“ segir Theo- dóra. „Einnig þurfum við að setja meira fjármagn í skólana okkar.“ „Við höfum þá sýn í Miðflokknum í Kópavogi að í bænum verði lægstu skattar á höfuðborgarsvæðinu en besta þjónustan. Við ætlum að lækka fasteignaskattinn og útsvarið fer niður í 13,5%,“ segir Geir Þor- steinsson, oddviti Miðflokksins. „Bærinn var rekinn með miklum hagnaði í fyrra sem þýðir að skattar eru bara of háir. Svo ætlum við að færa fjármuni í vasa bæjarbúa og slá á frest á meðan einhverjum fram- kvæmdum eins og brú og borgar- línu.“ CHAR-BROIL GÆÐAGRILL CHAR-BROIL TITAN GASGRILL Grillflötur 670x485 mm 3 brennarar 189.000 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Grillflötur 470x470 mm 2 brennarar 69.900 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Grillflötur 670x470 mm 3 brennarar 109.900 KR. CHAR-BROIL BIG EASY Steikarofn, reykofn og grill 54.900 KR. Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu. Rekstrarland er opið alla virka daga kl. 8–17. Fæst í Rekstrarlandi og útibúum Olís um land allt. Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Sími 515 1500 rekstrarland.is GÓÐUR MATUR OG GLEÐI VIÐ GRILLIÐ P IP A R \T B W A • S ÍA SveitarStjórnarkoSningar kópavogur2018 Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is Íbúar í Kópavogi 1. janúar 2014 32.308 1. janúar 2018 35.970 Skuldir á hvern íbúa 1.248.348kr. Skuldahlutfall nú* 156% Skuldahlutfall árið 2014 186% *Samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi Úrslit sveitarstjórnar- kosninga 2014 Meirihlutinn vill starfa saman áfram Nái núverandi meirihluti nægu kjörfylgi vilja flokkarnir halda áfram samstarfi að loknum kosningum. Dagvistunarúrræði barna og húsnæðismál eru ofarlega á baugi. Formaður bæjarráðs segir að meirihlutanum hafi tekist að ljúka öllu sem var í málefnasamningi. Í kópavogi er lóðum úthlutað til verk- taka sem byggja íbúðir í hagnaðarskyni. við viljum einnig að lóðum sé úthlutað til húsnæðissamvinnufélaga og einstaklinga. Pétur Hrafn Steingrímsson, oddviti og bæjarstjóraefni Samfylkingarinnar Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir menntamálin verða að vera ofarlega í komandi kosningum og á næsta kjörtíma- bili. „Við ætlum að leggja áherslu á menntamálin. Við spjaldtölvu- væddum grunnskólana hjá okkur og það hefur komið betur og betur í ljós hversu skynsamlegt það var,“ segir Ármann. „Varðandi leikskólana leggjum við áherslu á að bæta starfs- umhverfið og ætlum að leggja 300 milljónir sérstaklega í það verkefni. Svo munum við setja okkur það markmið að taka inn börn á leik- skólana við tólf mánaða aldur.“ Vinstri græn 1 fulltrúi Framsókn 1 fulltrúi Björt framtíð 2 fulltrúi Samfylkingin 2 fulltrúar Sjálfstæðisflokkurinn 5 fulltrúar 9,6% 11,8% 15,2% 16,1% 39,3% Næst besti flokkurinn 3,2% Píratar 4% Dögun og umbótasinnar 0,8% 1 6 . m a Í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R6 F R é t t I R ∙ F R é t t a B L a Ð I Ð 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 8 -2 C E C 1 F C 8 -2 B B 0 1 F C 8 -2 A 7 4 1 F C 8 -2 9 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.