Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 11
Eftir aðeins örfáa daga verður kosið í sveitarstjórnir um land allt. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af prúðbúnum frambjóð­ endum, slagorðin vel útpæld og lof­ orðin alltumlykjandi. Það taka allir þátt í þessum leik, enda skiptir máli að ná til eyrna kjósenda og boða fagnaðarerindið. Þegar keppt er um atkvæði kjósenda er vinsælt að lofa öllu fögru, lasta andstæðinginn og kasta reyk sprengjum til þess eins að afvegaleiða umræðuna. Sveitarstjórnarmálin hafa líklega aldrei verið jafn þýðingarmikil og mikilvæg og nú. Fleiri verkefni og víð­ tækari eru nú á ábyrgð sveitarfélaga en áður og því skipta ákvarðanir sem teknar eru í sveitarstjórnum miklu máli fyrir daglegt líf fólks. Því þarf að vanda vel til verka og fulltrúar í sveitarstjórnum verða að vera með­ vitaðir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Það skiptir því miklu máli að í sveitarstjórn veljist einstaklingar sem hafa skýr markmið og stefnu, þora að ráðast í breytingar, taka erfiðar ákvarðanir og klára málin. Þessir sömu sveitarstjórnarfulltrúar verða líka að geta átt í góðu samtali og samstarfi við þingið og þá fulltrúa sem þar sitja. Viðreisn ætlar að tryggja að sú brú verði byggð og notuð í báðar áttir. Þó að Viðreisn sé að bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum höfum við þegar sýnt í verki að Við­ reisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Viðreisn vill frjálslyndar, jafnréttissinnaðar og lausnamið­ aðar sveitarstjórnir um land allt. Við viljum að sveitarfélögin séu vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi. Það eru víða tækifæri til að gera mun betur. Efla þarf menntakerfið, laða hæft fólk til kennslu og tryggja dag­ vistunarúrræði frá því að fæðingar­ orlofi lýkur. Við þurfum að einfalda stjórnsýslu sveitarfélaganna og leggja stóraukna áherslu á rafræna þjónustu. Efla þarf almenningssamgöngur og greiða leið strætisvagna og einkabíls­ ins með fjárfestingu í gatnakerfinu. Tryggja þarf ungu fólki húsnæði við hæfi, hvort heldur sem er með þétt­ ingu byggðar eða þróun nýrra hverfa. Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að stuðla að blómlegri og fjölbreyttri menningarstarfsemi sem auðgar and­ ann og gerir lífið skemmtilegra. Viðreisn setur hagsmuni íbúa í fyrsta sæti en ekki sérhagsmuni flokka eða hagsmunaafla. Þetta er einfalt – að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Þannig mun Viðreisn einnig vinna í sveitar­ stjórnum. Setjum hagsmuni íbúa í fyrsta sæti Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Range Rover Evoque HSE Árgerð 2016, ekinn 40 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 6.990.000 kr. Rnr. 370878. Range Rover Evoque HSE Dynamic. Árgerð 2016, ekinn 29 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.590.000 kr. Rnr. 390239. Jaguar F-pace S Árgerð 2017, ekinn 15 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 11.390.000 kr. Rnr. 103627. Land Rover Discovery 5 HSE Lux. Árgerð 2018, ekinn 3.6 Þ. KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 14.690.000 kr. Rnr. 103631. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari - Komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 2 7 4 J a g u a r n o t a ð ir 5 x 2 0 1 6 m a í Range Rover Sport Árgerð 2014, ekinn 49 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð 9.590.000 kr. Rnr.103622. Land Rover Discovery 4 SE Árgerð 2015, ekinn 72 Þ.KM, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.850.000 kr. Rnr.103623. Jaguar F-pace S Supercharged. Árgerð 2017, ekinn 7 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 13.900.000 kr. Rnr.144409. BMW X5 40e Árgerð 2016, ekinn 19 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 9.990.000 kr. Rnr.144783. Í leiðara Fréttablaðsins á upp­stigningardag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um „öfgaöfl“ sem hafi hreiðrað um sig í íslensku sam­ félagi. Ekki sé öllum jafn vel við að þeir búi í fjölmenningarsamfélagi. Það sé „nöturleg staðreynd“ að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi tveir borgarfulltrúar náð inn með málflutningi sem hafi „beinst gegn múslimum“. Brýnir Kolbrún fyrir frambjóðendum að taka stöðu með „mannúðinni“. Fagna beri nýjum íbúum, en ekki óttast þá. Varað við öfgaöflum Ummælin sem Kolbrún telur beinast gegn múslimum voru höfð eftir mér í blaðaviðtali 23. maí 2014. Í viðtalinu kvað ég rétt að afturkalla úthlutun Reykjavíkurborgar á lóð undir mosku í Sogamýri. Í því sambandi vitnaði ég til Sádi­Arabíu og var haft eftir mér: „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“ Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að Sádi­Arabar hafa verið öðrum þjóðum duglegri að styrkja byggingu moska í Evrópuríkjum þar sem breidd er út öfgakennd útgáfa af íslamstrú. Flestir skildu orð mín sem varnaðarorð. Varnaðarorð sem í ljós kom að voru á rökum reist. Ég hafði ekki verið nema örfáa mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því að sendiherra Sádi­ Araba hefði tjáð honum að Sádi­ Arabar hygðust leggja fé til byggingar mosku í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa orðið „hissa og svo lamaður“ og brýndi fyrir Íslendingum að vakna til vitundar um vandann sem fylgdi öfgafullri íslamstrú. Hafi Kolbrún talið að ég væri einangruð með for­ setanum í afstöðu minni ætti hún að fylgjast betur með, því Sádi­Aröbum er í evrópskum fjölmiðlum lýst sem útflytjendum öfgakenndrar útgáfu af íslamstrú. Í leiðara Kolbrúnar virðist því sem tilgangurinn helgi meðalið. Annað er ekki hægt að segja þegar fundið er að því að varað sé við upp­ gangi erlendra öfgaafla sem sækja hingað. Trúarleiðtoginn Es Satty Að undanförnu hefur Evrópa kynnst öfgaöflum sem oftar en ekki eru fóstruð í moskum víðs vegar um álfuna. Síðasta sumar var Kolbrún ein þeirra sem leitaði skjóls í verslun í Barcelona þegar íslamistar óku sendiferðabíl á fótgangendur með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust. Í ljós kom að höfuð­ paurinn, Marokkómaðurinn Abdel­ baki Es Satty, hafði gerst trúarleið­ togi í mosku á Spáni þar sem hann heilaþvoði trúbræður sína. Þannig þakkaði hann Spánverjum fyrir að samþykkja hælisumsókn sína. Almenningur gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir mönnum eins og Es Satty. Kolbrún blandar þeirri hættu hins vegar saman við það sem hún kallar „þróunina“ í átt til fjöl­ menningarsamfélags. Takmarkalaus mannúð Krafan um takmarkalausa „mannúð“ í málefnum hælisleitenda felur í raun í sér kröfu um landamæralaust Ísland. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að landamæralaus Evrópa er öryggislaus Evrópa. Þrátt fyrir stór­ auknar fjárveitingar til löggæsluyfir­ valda í evrópskum samfélögum hefur komið í ljós að almenningur treystir ekki yfirvöldum til að mæta hryðju­ verkaógninni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort kjósendur þeirra frambjóðenda sem boða takmarka­ lausa mannúð vilji virkilega sjá hér þungvopnaða lögreglumenn á götum úti. Ég hef ekki áhuga á að búa í slíku samfélagi og efast um að kjósendur geri það. Slík samfélög öryggisleysis eru hins vegar nöturleg staðreynd í þeim Evrópuríkjum hvar stjórn­ málamenn hafa sýnt takmarkalausa „mannúð“. Í mínum huga er það þá mannúð stjórnmálamanna á kostnað öryggisleysis almennings. Öryggið fæst a.m.k. ekki með því að stjórn­ málaleiðtogar gangi saman fylktu liði í nafni frelsis og mannúðar. Mér líkar þess vegna ekki leiðari Kol­ brúnar. Skal ósagt hvort hann helgast af skilningsleysi eða því að leiðara­ höfundurinn sé einfaldlega eins og stjórnmálamennirnir sem skortir kjark til að segja það sem almenn­ ingur vonast til að heyra. Mannúð felst líka í því að huga að börnum, öryrkjum, öldruðum og öðrum sem þurfa á stuðningi okkar að halda. Hættulegur leiðari Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir oddviti Borgar- innar okkar – Reykjavík S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 1 6 . M A í 2 0 1 8 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 8 -0 5 6 C 1 F C 8 -0 4 3 0 1 F C 8 -0 2 F 4 1 F C 8 -0 1 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.