Muninn - 01.11.1909, Blaðsíða 6

Muninn - 01.11.1909, Blaðsíða 6
2 MUNINN En nú kemur Muninn aftur, og vonar, að viðtökurnar verði betri, enda hefir hann eignast marga vini við fjarveru sína, því mörgum hefir á því tímabili orðið ljóst, að nytsemi hans væri meiri en þeir hugðu. Og nú er það nauðsynlegra en nokkru sinni fyr að Muninn komi fram á sjónar- sviðið. Stúkulífið er svo frámunalega dauft og fundir illa sóttir, að það sætir hreinni furðu, og er það hið mesta nauðsynjamál hverrar stúku, að skerast þar svo í leikinn að úr rakni. Svo, eins og gengið hefir, má það ekki ganga. Og til þess er Muninn kominn. Það er líka sannarlega þörf á því, en aft- ur enginn efi á því, að ef Muninn er hýtt út meðal meðlima stúknanna vel og rækilega, þá verður fundarsóknin betri, því oft laða hagnefndaratriðin meðlimi á fundi, það er því sjálfsagt fyrir stúkurnar að sjá um, að allir meðlimir fái hann sem allra fj^rst. Siðan Muninn kom síðast, hefir risið upp félag á móti stefnuskrá vor templara, félag, er hefir ekkert annað markmið en rífa niður og drekka. Það væri því ástæða til þess að álíta, að áhuginn og fundarsóknin hefði aukist að mun. En því miður virðist svo vera ekki, því að minsta kosti er fund- arsókn mjög ábótavant og fundir yfirleittdaufir. Úr þessu verður að bæta strax, ef vel á að fara. Minnist þess bræður og systur. Reykjavík, 1. Nóv. 1909. Pélur Zóphóníassoiu

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/1285

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.