Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 50
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is • Ný og endurbætt formúla • 50 SPF • Vatnsfráhrindandi Það getur verið skemmtilegt að elda með krökkunum og búa til eitthvað sem þeim þykir virkilega gott. Hér er uppskrift sem vann til verðlauna í Svíþjóð sem barnvænlegur matur. Rétturinn kallast á sænsku Köttfärs Africana eða afrískur hakkréttur og var upp- skriftin gefin út í bókinni Barnens bästa fest. Afrískur hakkréttur Í þessum rétti mega börnin velja sér meðlætið sjálf. Setjið í skálar niðurskornar paprikur, agúrkur, banana, nektarínur, kókosflögur, kasjúhnetur og kirsuberjatómata eða annað sem börnunum finnst virkilega gott. 1 kg nautahakk Smjör til steikingar Salt og pipar Sósa 4 dl þeyttur rjómi 1,5 dl chili-sósa 4-5 msk. karrí Borið fram með kínóa, hrísgrjón- um, pasta eða í tortilla-kökum. Hitið ofninn í 250°C. Brúnið nautahakkið í smjöri á heitri pönnu og bragðbætið með salti og pipar. Setjið hakkið í smurt eld- fast mót. Hrærið chili-sósu og karríi saman við vel þeyttan rjómann. Breiðið blönduna yfir nauta- hakkið. Bakið í ofni í um það bil 12 mínútur. Borið fram með áður upptöldu meðlæti eða öðru eftir smekk. Sænskt og ítalskt í leik saman Litlar kjötbollur með spagettí og tómatpastasósu segja Svíar að sé blanda af sænsku og ítölsku eld- húsi. 500 g nautahakk 100 g fransbrauð, dagsgamalt 1 glas af mjólk 2 egg 1 búnt blaðsteinselja 3 hvítlauksrif 1 tsk. salt ½ tsk. pipar 100 g parmesanostur Tómatsósa 2 dósir niðursoðnir tómatar í bitum 1 dl jómfrúarolía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 tsk. salt Parmesanostur Ferskt basil Leggið brauðið í mjólkina svo það verði mjúkt. Rífið niður parmes- anost. Hakkið laukinn smátt ásamt hvítlauknum. Brúnið laukinn í olíunni. Bætið tómötunum út á pönnuna, saltið og setjið síðan parmesanostinn saman við. Látið malla í góða stund. Blandið öllu sem á að fara í nautahakkið í skál og hrærið með höndunum þar til þið getið mótað bollur á stærð við golfbolta. Steikið bollurnar á annarri pönnu á öllum hliðum og setjið þær síðan út í tómatsósuna. Látið allt malla í 40 mínútur. Gott er að dreifa smá fersku basil yfir í lokin. Sjóðið pasta á meðan eftir leið- beiningum á umbúðum. Setjið spagettíið síðan saman við tómat- pastasósuna og kjötbollurnar á stórt fat. Hamborgarar fyrir káta krakka Flestir krakkar eru fyrir ham- borgara. Það er auðvelt að útbúa þá heima með góðu nautahakki. Setjið salt og pipar í deigið. Mótið hamborgara. Krökkum finnst míní-hamborgarar mjög góðir og þess vegna er upplagt að útbúa þá frekar. Leyfið krökkunum að velja sjálf grænmeti með hamborgurunum en gott er að steikja hamborgarann fyrst og setja síðan ostsneið á hann. Það er hægt að velja mis- munandi kál, papriku eða hvað annað til að setja ofan á borgarann. Kalda hamborgarasósu er hægt að útbúa með því að blanda saman sýrðum rjóma, smá sinnepi, hunangi, límónusafa og tómat- eða chili-sósu. Bragðbætið með salti og pipar. Skemmtilegur krakkamatur Börn ættu að læra að meta allan mat og forðast matvendni. Foreldrar vilja að börnin borði hollan og góðan mat. Þegar matur er unninn frá grunni getur maður sjálfur stýrt hollustunni. Góður mat- ur þarf síður en svo að vera óhollur. Leyfið börnunum endilega að hjálpa til í eldhúsinu. Litlir hamborgarar eru heppilegir fyrir börn. Childs Farm hefur nú sett á markað nýja og endurbætta útgáfu af sólarvarnarkreminu sínu og bætt við sólarvörn í sprey- formi og roll-oni í sólarlínuna. Allar sólarvarnir Childs Farm hafa háan varnarstuðul, 50 SPF, og hrinda frá sér vatni. Þær eru sér- staklega þróaðar fyrir viðkvæma húð og börn sem eru gjörn á að fá exem. Rakagefandi formúlan er létt og smýgur því hratt inn í húðina svo auðvelt sé að bera hana á óþolinmóða og leikþyrsta gorma. Græðandi við sólbruna Einkenni sólbruna koma yfir- leitt ekki í ljós fyrr en skaðinn er skeður og því lengur sem sólbruni er skilinn eftir ómeðhöndlaður, því dýpra ná skemmdirnar niður í húðlögin. Eftir fjör í sólinni getur húðin því þurft á smá áfallahjálp að halda og þá er gott að bera á hana Childs Farm After Sun, sem gefur mikinn raka, kælir og græðir. Allt í einni flösku Á sumrin leggja margir leið sína með börn í sund og þá er fleira en sólin sem getur haft áhrif á viðkvæma barnshúð, en það er nefnilega klórinn. Sum börn, og jafnvel fullorðnir líka, þola illa klór. Margir upplifa mikinn sviða og kláða á meðan aðrir fá þurrku- bletti. Childs Farm mætir þörfum þeirra með 3 in 1 Swim, sem er sjampó, hárnæring og sturtusápa, allt í einni flösku og þvær burt allar klór- leifar og skilur húðina eftir mjúka og vel lyktandi. Eins og aðrar vörur Childs Farm innihalda sólar- vörurnar hvorki paraben, steinefna- olíur, SLS né tilbúin litarefni. Áhyggjulaust æskufjör í sólinni með Childs Farm Allir foreldrar vilja vernda húð barna sinna gegn skaðlegum geislum sólar. Á norðlægum slóðum er einkar mikilvægt að bera vel af sólarvörn á börn áður en þau fara út í sumarsólina að leika sér enda er húð þeirra sérstaklega viðkvæm fyrir sólbruna. Childs Farm er með svör við því öllu. Það er dásam- legt að leika sér frjáls úti í sumri og sól en þá er mikilvægt að bera sólarvörn á viðkvæmt hörund barna. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . m A í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RSumAR & BöRN 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -8 1 A C 1 F E A -8 0 7 0 1 F E A -7 F 3 4 1 F E A -7 D F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.