Fréttablaðið - 26.05.2018, Side 110

Fréttablaðið - 26.05.2018, Side 110
Elskulegur mágur minn og föðurbróðir okkar, Sigurður Björgvin Björgvinsson Eyravegi 5, Selfossi, sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði 19. maí verður jarðsunginn frá Selfosskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 13.30. Friðsemd Eiríksdóttir Þórður Þórkelsson Sigurvin Þórkelsson Sveinbjörn Þórkelsson Eiríkur Þórkelsson Kristrún Þórkelsdóttir Helga Þórkelsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ólafs Andréssonar bónda, Húsagarði í Landsveit. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi. Einnig þökkum við öllu því heilbrigðisstarfsfólki sem á einn eða annan hátt sinnti honum í veikindum hans, fyrir góða umönnun og hlýhug. Ólafía Sveinsdóttir Dýrfinna Björk Ólafsdóttir Markús Óskarsson Gunnlaugur Sveinn Ólafsson Ingunn Björg Arnardóttir Andrés Guðmundur Ólafsson Kristín Sveinsdóttir Ragnheiður Árbjörg Ólafsdóttir Eiríkur Ari Valdimarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Kristín Þórðardóttir frá Árbakka, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 8. maí. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 28. maí klukkan 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Eirar, eir.is. Þór Kröyer Martína Sigursteinsdóttir Benedikt Kröyer Kristín Sölvadóttir Þorsteinn Kröyer Ólafía Halldórsdóttir Iðunn Kröyer Eymundur Hannesson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Þorsteinn Stephensen, starfsmaður hjá GJ Trav­ el, heldur upp á fimmtugs­ afmælið sitt í dag og það er vegleg dagskrá sem bíður. Allt frá unga aldri hefur Þor­steinn Stephensen haft brennandi áhuga á bílum. Það var því mikill fengur fyrir Þorstein á sínum tíma þegar hann fékk starf á verkstæðinu hjá Guðmundi Jónassyni að loknu námi við Öskjuhlíðarskólann um miðjan níunda áratuginn. Þorsteinn hefur alla tíð unað hag sínum vel hjá fyrirtækinu og hann segir að þar sé gott að vera en fyrir dyrum eru stór tímamót í hans lífi. „Ég er að verða fimmtugur,“ segir Þorsteinn glaðbeittur og er hinn kátasti með þau tímamót enda ekki ástæða til annars. Hann minnir þó á að afmælisdagurinn sjálfur sé ekki fyrr en 28. maí en hins vegar verði ekki beðið með veisluhöldin lengur en til dagsins í dag. Afmælinu ætlar Þorsteinn að fagna með ættingjum og vinum á þann hátt sem hann hefur gert á fimm ára fresti allt frá því hann varð þrítugur. „Ég ætla að fara í stóra reisu, við förum í rútu­ ferð á Eyrarbakka, en svo um kvöldið verður veisla heima hjá Siggu systur minni í Mosfellsbænum. Þetta verður full rúta af fólki og auðvitað er rútan frá Guðmundi Jónassyni,“ segir Þorsteinn og er glaður og þakklátur með veglegt framlag vinnuveitandans til stórafmæl­ isins. Á Eyrarbakka á að gera sér glaðan dag, skoða Húsið, Sjóminjasafnið og Kirkjubæ en síðan verður haldið í kaffi­ samsæti að hætti Þorsteins að Byggðar­ horni. Aðspurður um hver ætli nú að taka að sér það verkefni að keyra alla ættina, þá stendur ekki á gráglettnu svari: „Kyn­ tröllið,“ segir hann og glottir og vinnufé­ lagarnir skemmta sér yfir stríðninni. „Hann heitir Árni Björn,“ bætir Þor­ steinn við og það leynir sér ekki að við­ komandi bílstjóri er í miklum metum hjá afmælisbarninu. Hann bætir líka við að það hafi alltaf verið gott að vera innan um bílstjórana og kallana á verk­ stæðinu hjá Guðmundi Jónassyni. „Það hefur alltaf verið gaman að vinna hérna og ég ætla að halda því áfram.“ Utan vinnutíma þá er helsta áhuga­ mál Þorsteins að fara í bíó en hann er duglegri en flestir ef ekki allir við að sjá það sem rekur á fjörur íslenskra kvik­ myndahúsagesta. „Ég fer alltaf í bíó á fimmtudags­, föstudags­, laugardags­ og sunnudagskvöldum. Ég fer lang oftast í Háskólabíó og það er alltaf gott að koma þangað. Mikið af skemmtilegu fólki sem er að vinna þar og fínar myndir. Uppá­ haldsmyndin mín núna er Dauði Stal­ íns. Það er rosalega skemmtileg mynd. Svo finnst mér líka gaman að sjá myndir sem eru með góðri tónlist því það er líka gaman að hlusta á tónlistina,“ segir Þor­ steinn sem hikar ekki við að sjá góðar myndir oftar en einu sinni, ekki síst ef tónlistin er góð. Þorsteinn hefur ákaflega gaman af tónlist og uppáhaldshljómsveitin er The Shadows sem hann sá og heyrði í bæði þegar hún kom hingað auk þess að hafa elt þá alla leið til Brighton. „Það var rosalega gaman. En ég er líka að fara með föður mínum til Englands í afmælisferð núna í júní og það verður mjög gaman. Í ágúst ætlum við svo að fara til Spánar en þangað förum við á hverju ári. Það er svo heitt og notalegt á Spáni. Mér finnst best að liggja bara á ströndinni eða við sundlaugina og hafa það gott.“ Aðspurður um það hvort það sé eitthvað sem hann vilji koma að í lokin segir Þorsteinn að hann sé mest spenntur fyrir rútuferðinni og að hann vilji þakka þeim sem að henni koma. „Ég ætla að segja takk við systur mínar, Siggu og Herdísi, og líka takk við Árna Björn og alla aðra. Ég hlakka mikið til.“ magnus@frettabladid.is Kyntröllið keyrir rútuna Þorsteinn fyrir framan eina af rútunum í vinnunni hjá GJ Travel þar sem hann hefur starfað frá því 1985. FréTTablaðið/SiGTryGGur ari Árið 1973 voru oft hörkuátök á mið- unum við Ísland því Bretar vildu ekki una útfærslu landhelginnar í fimmtíu sjómílur. Þennan dag kom varðskipið Ægir að togaranum  Everton að taka inn vörpuna á Sporðagrunni nyrðra, um tuttugu sjómílum innan fiskveiði- markanna. Togarinn hlýddi ekki fyrirmælum varðskipsins um að stansa heldur lagði á flótta og ákvað skipherrann á Ægi, Guðmundur Kjærnested, að skjóta  á togarann, fyrst púðurskotum og svo föstum skotum. Endaði það með því að skotið var gat á skrokk  togarans neðan sjávarmáls og kom strax mikill leki að honum. Breskir togarar umkringdu Everton og Ægir var líka á staðnum enda leit um tíma út fyrir að togarinn mundi sökkva. Það gerðist þó ekki. Viðgerðarmenn frá freigátunni Jupiter og dráttarbátnum Statesman þéttu skotgötin. Mennirnir um borð voru aldrei í lífshættu enda varaði Guðmundur togaraskip- stjórann við sérstaklega áður en hann skaut og ráðlagði honum að láta alla skipverja fara aftur á skipið. Þ ETTA G E R Ð I ST 2 6 . M A Í 1 9 7 3 Ægir skaut á togarann Everton  2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R58 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð tímamót 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E A -1 9 F C 1 F E A -1 8 C 0 1 F E A -1 7 8 4 1 F E A -1 6 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.