Saga


Saga - 2011, Page 232

Saga - 2011, Page 232
virðist eiga í ekki síður flóknu sambandi við sannleikann en Collingwood. Hann notar tækni sem gerir honum fært að fanga „öll smáatriði“. Hann leit- ast því við að miðla veruleikanum eins og hann raunverulega er. Engu að síður eru verk hans mjög persónuleg. Einar Falur velur sér sjónarhorn sem við fyrstu sýn kunna að virða hlutlaus en eru, þegar betur er að gáð, upp- full af táknum og merkingu. Einar Falur segir: „Hinn hlutlausi eða algjör- lega hlutlægi rammi er ekki til; sjónarhornið byggist ætíð á huglægu og per- sónulegu vali“ (bls. 96). Þegar hann myndar Tryggva Jóhannsson, bónda á Stóru-Borg, sjáum við ekki aðeins ásjónu Tryggva heldur sjáum við einnig alla þá smáhluti sem mynda umgjörð um líf hans inni á heimilinu: póstkort af drottningu, ljósmynd af hundi, postulínsstyttu, fax af hesti, raka- skemmdir á veggfóðri. Einar Falur stillir Tryggva upp á þann hátt sem hann vill sýna hann. Á sama hátt stillir hann landinu upp, fjöllunum, mýrinni, trjágróðri og manngerðu umhverfi sem skapar óróa í náttúrunni. Líkt og vatnslitamyndir Colling woods eru ljósmyndir Einars Fals persónulegar, á einhvern djúpan og margslunginn hátt, um leið og þær hafa á sér yfirbragð hlutleysisins. Vatnslitamyndir Collingwoods og ljósmyndir Einars Fals eiga margt fleira sameiginlegt en að fjalla um samband mannsins við umhverfi sitt og möguleika hans til að miðla á sannan hátt þeirri upplifun sem hann verður fyrir. Þær fjalla líka um tímann. Collingwood var 42 ára þegar hann lagði af stað í Íslandsferð sína. Sumarið 2009, þegar Einar Falur vann meginhluta þeirra mynda sem eru í bókinni, var hann einnig 42 ára (bls. 72). Það er aug- ljóst að Einar Falur finnur mikinn samhljóm með sjálfum sér og verkum sín- um annars vegar og Collingwood og Íslandsverkefni hans hins vegar. Bókin Sögustaðir er enda byggð upp eins og samtal þeirra á milli. Ljósmyndir Einars Fals kallast á við myndir Collingwoods og í textanum er þetta sam- tal dregið fram; þannig varpar hver tími ekki aðeins ljósi á sjálfan sig heldur einnig þann tíma sem hann á í samræðum við. Einar Falur útskýrir þetta svo: Í ljósmyndaverkum mínum legg ég þriðja tímalagið ofan á hina tvo tíma Collingwoods — og allir þessir tímar taka að tala saman. Verkið Sögustaðir er um þessa þrjá tíma: söguöldina, sem Collingwood vildi sýna, samtíma hans og loks samtíma minn, þegar ég tók ljósmyndirnar, á árunum 2007 til 2009 (bls. 72). Einar Falur dregur upp mynd af ferðalagi Collingwoods um leið og hann sýnir okkur Ísland, okkar nánasta umhverfi, í bæði framandi og kunnuglegu ljósi. Kunnuglegt og framandi á sama tíma, segi ég, því að þótt við séum ef til vill vön að sjá auglýsingaskilti og ryðgað bílhræ í fögru landslagi, þá rat- ar þetta sjónarhorn á veruleikann sjaldan í fjölskyldualbúm eða hefðbundn- ar landslagsbækur. „Ég hef forðast hið söluvænlega landslag“, segir Einar Falur (bls. 96). Þetta sjónarhorn, sem leitast fremur við að draga fram það sem fellur ekki að hefðbundnum hugmyndum um landslag, er þó að vinna ritdómar232 Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 232
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.