Jökull


Jökull - 01.01.2011, Blaðsíða 98

Jökull - 01.01.2011, Blaðsíða 98
Halldór Ólafsson vitað að aftengja sleðann frá Bombanum, því annars hefði hann ekki komið að gagni, og síðan sækja sleð- ann að aðstoð lokinni. Og enn jukust erfiðleikarnir þegar öxull brotnaði í Jaka en þá var kl. 01:30. Voru nú góð ráð dýr, en eftir stutta ráðstefnu var ákveðið að Hörður og Hannes færu niður í Búrfellsvirkjun til að fá öxulinn soðinn saman en Gunnar, Björn, Magnús og Carl yrðu þeim samferða til Jökulheima og sæktu „Gosa“, vísil-snjóbíl félagsins sem þar var geymdur og í sæmilegu standi. Þeir fjórmenningar komu til baka með Gosa og annan vélsleðann kl. 04 um nóttina en höfðu skilið hinn sleðann eftir niður við jökulrönd, svo Hörður og Hannes kæmust upp að Jaka með viðgerða öxulinn. Var nú Gosi hlaðinn eins miklu af farangri og kostur var til að létta Jaka dráttinn upp á Grímsfjall. Þeg- ar loks var lagt af stað á Bombanum og Gosa hafði færið batnað það mikið, að auðvelt var fyrir Bombann að draga sinn sleða. Leiðin upp á Grímsfjall var svo mæld með ísjánni og skiptust þeir Marteinn og Æv- ar á að vera í sérútbúnum mælingasleða, sem ég dró með vélsleðanum. Upp að Grímsvatnaskála komum við loksins kl. 10 á mánudagsmorgni 5. júní og var þá liðinn tæpur einn og hálfur sólarhringur frá því að upphaflega var lagt af stað frá jökulrönd. Hörður og Hannes komu svo upp á Grímsfjall eftir hádegi með viðgerðan Jaka og hinn vélsleðann. Ekki varð þreyttu liðinu mikið úr eldamennsku þegar komið var í skál- ann, heldur borðað snarl áður en lagst var til svefns og sofið í einum dúr til kl. 18. Fyrsta verk Ævars, þegar við höfðum borðað um kvöldið, var að framkalla filmuna úr íssjánni sem tek- in var á leiðinni upp Tungnárjökul, og lofuðu þær mælingar góðu um framhaldið. Upp úr miðnætti fór vorleiðangursfólk á Bombanum ásamt Hannesi, Herði og Sævari á Jaka niður í Grímsvötn til að taka gryfju og gera aðrar mælingar. Við Helgi, Marteinn og Ævar fórum í slóð þeirra skömmu seinna, drógum íssjána með vélsleða og hófum mælingar við brekkufótinn austan Gríðarhorns. Þannig var staðið að verki, að Helgi fór á undan á öðrum sleðanum og lagði línurnar með lórantæki, en við hinir fylgdum eftir og skiptust þeir Marteinn og Ævar á að sitja yfir íssjánni. Gríms- vatnalægðin var þannig mæld nákvæmlega þvers og kruss, rangsælis og réttsælis um nóttina og fram yf- ir miðjan þriðjudaginn 6. júní. Við fórum til þeirra gryfjumanna kl. 09 um morguninn og átum með þeim árbít, en á meðan voru rafgeymar settir í hleðslu inn í Jaka. Ævar varð eftir í Jaka og framkallaði það sem komið var af filmum frá mælingum næturinnar. Við Marteinn og Helgi héldum áfram með íssjármæling- arnar þar sem frá var horfið og vorum að til kl. 14, en fórum þá upp í skála. Þá voru félagar okkar komnir þangað og höfðu lokið við gryfjuna, sem varð 4,90 m. að dýpt. Var nú slegið upp herlegri máltíð til að fagna góðum afköstum síðasta sólarhrings en svo var mann- skapurinn dasaður, að flest vorum við sofnuð fyrir klukkan sjö um kvöldið. Leiðangursmenn komu sér á lappir kl. 06 á miðvikudagsmorgni 7. júní, endurnærðir eftir ellefu klukkutíma svefn. Við höfðum verið heppin með veð- ur það sem af var ferðar en þennan morgun var komin kafaldshríð og skyggni harla lítið. Ævar notaði tím- ann til að framkalla filmuna frá deginum áður, en að því loknu tók hann að huga að heilsufari okkar, en hann er mikill áhugamaður um lækningar og heilsu- vernd. Ævar tók nú fram blóðþrýstingsmæli og mældi blóðþrýsting allra leiðangursmanna, meðan beðið var veðurs til áframhaldandi mælinga. Eftir að hann hafði gengið úr skugga um að leiðangursmenn væru ekki í bráðri lífshættu, fórum við að moka frá hrímuðum skálanum og berja klakann af honum því ætlunin var að bika hann þegar stytti upp. Um hádegið birti til og sól tók að skína svo strax var hafist handa við undir- búning næstu mælingasyrpu. Við í mælingahópnum komumst af stað kl. 16 og vorum með báða vélsleð- ana og Jaka en Hörður ásamt hinum hópnum bikuðu skálann og snyrtu til á fjallinu í góðviðrinu. Það sem eftir lifði dags héldum við okkur niðri í Grímsvötn- um og þéttum netið sem búið var að mæla, einnig var komið fyrir gervitunglatæki við Nagg. Við vorum að þessum mælingum til miðnættis en héldum þá upp á fjall til að taka á okkur náðir. Fimmtudagsmorguninn 8. júní lagði vorleiðang- urshópurinn af stað suður til Öræfajökuls og hugðist ganga á Hvannadalshnúk, en við í mælingahópnum mældum eins stórt svæði og við komumst yfir aust- an og sunnan Grímsvatna. Við lögðum af stað kl. 09 og vorum að allan daginn í frábæru veðri og lögð- umst ekki til svefns fyrr en kl. 01:30 aðfaranótt föstu- 98 JÖKULL No. 61, 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.