Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 31

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 31
BREIÐFIRÐINGUR 29 staða, þannig flytur kynslóðin frá einni til annarrar áhrif þau, er þær verða fyrir. Hvort mun það tilviljun ein, að sá maður, er á frumhugmyndina að því að reisa þann minnisvarða, er hér er afhjúpaður í dag, er elzti bóndinn í Dalasýslu, 80 ára að aldri. Hvort mun það tilviljun ein að maðurinn, sem bar fyrst þá hugmynd fram á opinberum vettvangi, er elzti innfæddi bóndinn í Saurbæjarhreppi? Það eru til á prenti tvær setningar hafðar eftir Olafs dalshjónunum, sem geyma fá orð, en segja mikla sögu: Þegar Torfi var kominn á efri ár, ritaði hann vini sínum á þessa leið: „Eg hef lengst af hagað mér eins og barn, aldrei komið auga á torfærurnar fyrir því, sem ég áleit þarft að fá framgengt og aldrei munað eftir sjálfum mér.“ Ef byggir þú vinur og vogar þér hátt og vilt að það skuli ekki hrapa, þá leggðu þar dýrustu eign sem þú átt og allt sem þú hefur að tapa. Slíkt er hlutskipti hins óeigingjarna áhugamanns og brautryð’anda. Víðskyggn og vígdjarfur eygir hann fram- tíðarlandið í bjartri baksýn ofar öllum ójöfnum, sem á leið- inni leynast, þeim er horfir hátt. Það er ekki undarlegt, þó að slíkum mönnum hvarfli sú spurning, er þeir sjá ævisól sína lækka á lofti og eru ekki með öllu ugglausir um framtíð áhugamála sinna, hvort þeir hafi ekki misnotað kraftana og hvort þeim hefði ekki verið betur varið eingöngu í þágu innsta hrings ættingja og vina. En: „Þeim, sem ævinnar magn fyrir móðurlands gagn hafa mestum af trúnaði þreytt,

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.