Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 75

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 75
INGJALDSHÓLL Það teygist jökull upp í heiðið hdtt og himinn tjaldar léttum skýjahjúp, en litlir bdtar lengst í norðurátt þeir líða yíir Breiðafjarðardjúp. Þar mœnir kirkja yfir byggð og ból sem blessun guðs um land og víðan fjörð. Hún stendur þama efst á Ingjaldshól og yfir hérað heldur trúan vörð. Og sagnir geyma sögur þeirra enn, er sátu þennan foma höfuðstað því flest hið gamla ennþá muna menn og margir bera hljóðir tryggð við það. Við tignum Ingjalds fremd að festa bú við fœtur hrauns og nœrri jökulrönd. Það gilti eitt: hann átti sterka trú á örœfanna mátt og fögur lönd. Er aldan þylur hátt við Hellissand við heyrum Víglund kalla: Þrautin deyr. Og þegar geislar kvöldsins kyssa land á Ketilríðar ástir mixma þeir. Ef gerist hafsins kylja köld og breið og knýja bátar móti þungum sjó að sjá til kirkju Hólsins léttir leið, svo leggur inn í hjörtun frið og ró. Ragnar Ágústsson.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.