Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 36

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 36
34 BREIÐFIRÐINGUR Þeim hjónum varð 6 barna auðið, en tvö þeirra létust á bernskuskeiði, Unnur og Guðmundur. Hin fjögur eru öll etin á lífi og búsett í Reykjavík. Þau eru: Sigríður, gift Egg- erti póstmanni, frænda sínum, Péturssyni; Gunnar, starfs- maður hjá Morgunblaðinu, kvæntur Sigurlaugu Guðmunds- dóttur; Þuríður, gift Magnúsi Finnssyni starfsmanni í Sæl- gætisgerðinni Freyju; Margrét, gift Lúðvík Guðmundssyni, stórkaupmanni. Hávaðalaus var vinur minn, Eggert, í lífi sínu og dagfari, og hávaðalaust hvarf hann úr heimi þessum. ólajur Jónsson frá Ellidaey. Vorvísur Tekur fönn af tindunum, tórnar grænka í rindunum, syngur í sumarvindunum, í svölum niðar lindunum. Ljúft er kvak í lóunum og langvellið hjá spóunum, kvæðamergð hjá kjóunum kveður við í flóunum. Hlusta ég eftir hljómunum af hreinu fuglarómunum, yndi er mér að ómunum og anganinni af blómunum. I»óra M. Stefánsdóttir.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.