Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 65

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 65
BREIÐI'IRÐINGUR 63 á að sletta „útlenzku“, talaði hann um, að svo og svo mikið væri til af „Breiðfirðingi.. „komplett“ og að það mætti telj- ast „kúrant“ vara. Snæbjörn G. Jónsson frá Sauðeyjum var ekki seinn á sér að henda sletturnar á lofti: Ó hvað lífið yrði létt yfirleitt á Fróni, ef þar væri allt komplett, eins og var hjá Jóni. Og þegar Snæbjörn var einu sinni kominn á bak skálda- fákinum Pegasusi, þá var hann ekki alveg á því að fara strax af baki aftur. Næstur á eftir framkvæmdastjóra „Breið- firðings“ talaði Þorbjörn Jónsson frá Ólafsvík. Skýrði hann frá starfi nefndar, sem hann var formaður fyrir og átti að fá útmælt land austur í Ólfusi, sem Breiðfirðingafélaginu hafði eitt sinn verið gefið. Höfðu nefndarmenn lent í ýms- um æfintýrum og þrengingum. Eftir þá ræðu kvað Snæbjörn: Þorbjörn ærið angur ber út af landatjóni. En komplett bæði og kúrant hvað eina hjá Jóni. Og enn sat Snæbjörn sem fastast í söðli skáldafáksins: Víðsýnastur veginn Jón vísar landsins sonum. Þegar yfir fannkrýnt frón flýgur á kúröntonum. /. /. s.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.