Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 66

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 66
GuSbrandur SigurSsson, Svelgsó: Séð upp til selja Fomar seltóftir í Helgafellssveit. Þegar siðmenning þjóðanna var komin á það stig, að farið var að gera kvikfjárrækt að höfuðatvinnugrein, varð mönnum það fljótt ljóst, að kjarngróður fyrir búsmala var betri og meiri inn til dala og upp til heiða heldur en niðri á láglendi. Því var það, að tekinn var upp sá háttur í ýmsum fjallalöndum, að hafa búsmalann í seli á sumr- um. Landnámsmenn Islands munu þegar í stað hafa tekið upp þann sið frá Noregi að hafa básmala í seli. Landnáma skýrir þannig frá: „Björn austræni bjó í Bjarnarhöfn á Borgarholti og hafði selför upp til Selja og átti rausnarbú.“ í máldagaskrá fyrir Helgafell frá árinu 1250 segir frá sellandi Helgafells undir Valabjörgum. Fleiri dæmi um þetta er þarflaust að greina. Auðsætt er, að hvorugt þessara sellanda hefur verið við neglur skorið, því að löngu síðar voru Valabjörg gerð að sjálf- stæðri hújörð og sel Björns austræna að tveim sjálfstæðum jörðum. Sennilegt er, að Þórúlfur Mostrarskegg hafi í upphafi tekið Valabjörg fyrir selland, en síðan hafi það fallið undir son hans eða frændur að Helgafelli. Selin hér á landi munu flest hafa verið reist inn til dala, á skjólgóðum og fögrum stað og nálægt rennandi læk, ef kostur var á. Húsaskipun seljanna mun oftast hafa verið þannig: Þrjú hús voru reist lilið við hlið, hvert með sérstökum útidyr-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.