Litli Bergþór - 01.07.2017, Qupperneq 36

Litli Bergþór - 01.07.2017, Qupperneq 36
36 Litli-Bergþór Brúarfoss í Brúará hefur hlotið mikla frægð á netinu og er meðal annars á lista yfir það áhugaverðasta sem hægt er að skoða á ferðasíðunni TripAdvisor. Mikil sprenging hefur því orðið í ásókn að þessum fossi, sem fyrir stuttu var lítt þekktur ferðamannastaður og ekki einu sinni merktur á korti. Miklar skemmdir hafa vegna þessa orðið á skóglendi í kringum Brúará og áður fáfarnir skógarstígar breyst í moldarsvað. Nú hefur Rúnar Gunnarsson á Efri-Reykjum fengið 1.300 þúsund króna styrk til að útbúa bílastæði og leggja stíg meðfram ánni að fossinum. Sú leið er nokkuð lengri, eða um þriggja km löng, en á móti fá göngugarpar að sjá tvo aðra fossa á leiðinni að Brúarfossi, Hlauptungufoss og Miðfoss og mikla náttúrufegurð. Rafmagn í jörð. Áætlað er að leggja 19 km háspennustreng í jörð frá Einholti að Brattholti vegna endurnýjunar loftlínu- kerfis á veitusvæðum RARIK árið 2017. Þessar jarðstrengs- lagnir voru boðnar út í lokuðu útboði þann 6. mars sl. Sala Laugarásjarðarinnar? Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti 7. desember, 2016 vilja til að selja sinn hlut í Laug- arásjörðinni, sem er í eigu sveitarfélaganna í uppsveit- um Árnessýslu, sem standa að Laugaráshéraði. Oddviti og sveitarstjóri Bláskógabyggðar munu afla gagna vegna þessa og ræða við forsvarsmenn hinna eignaraðilanna. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hrunamannahrepps er eignarhaldinu nú skipt Leiklistarval í Bláskógaskóla: Talið f.v. Sólmundur Magnús Sigurðsson, Rósa Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður S. Ásberg Sigurjónsson, Þorfinnur Freyr Þórarinsson, Ólafur Magni Jónsson, Soffía Margrét Sigurbjörnsdóttir, Katrín Hildur Eyjólfsdóttir (fyrir framan), Jóna Kolbrún Helgadóttir, Diljá Björg Matthíasdóttir, Unnur Kjartansdóttir (fyrir framan), Guðný Helga E. Sæmundsen, Hildur Anna Sigurbjörnsdóttir. Hlauptungufoss. Kannski getur enginn selt Laugarás? með þessum hætti: Bláskógabyggð 33,2% Hrunamannahreppur 30% Skeiða- og Gnúpverjahreppur 24,9% Grímsnes- og Grafningshreppur 11,9%. Árið 1922 var kr. 10.000 úthlutað á fjárlögum til Sýslunefndar Árnessýslu til kaupa á Laugarásjörðinni. Hún var síðan keypt af Guðmundi Þorsteinssyni fyrir kr. 11.000. Enn hefur blaðamönnum Litla-Bergþórs ekki tekist að komast að því hvenær, eða með hvaða hætti hrepparnir sem nú teljast eiga jörðina, eignuðust hana, en rannsókn á málinu stendur yfir. HS Orka hefur fengið framkvæmdaleyfi til að undirbúa virkjun í efri hluta Tungufljóts – Brúarvirkjun, sem er 9,9 MW vatnsaflsvirkjun. Þyrluflug. Sveitarstjórn veitti í byrjun maí tímbundið leyfi fyrir lendingarsvæði fyrir þyrlu sunnan þjóðvegar í landi Úthlíðar II. Kristín Hreinsdóttir sagði á vordögum upp starfi sínu sem skólastjóri Bláskógaskóla í Reykholti. Starf skólastjóra var í kjölfarið auglýst og bárust sjö umsóknir. Til þess valin nefnd tók

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.