Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 40

Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 40
L 1 T L A T f M A R 1 T t Ð gengið í sjóinn, af því að maðurinn hennar eyðilagði heimilið með drykkjuskap. Ungur maður hafði fyrir skömmu drepið sig, vegna vonbrigða í ástamálum. Svona rifjuðust atburðirnir upp fyrir Kristjáni. En þeir höfðu Iítil áhrif í þá átt ^að aftra honum. A fyrstu hjúskaparárum þeirra Katrínar gekk allt ágætlega. Þá hafði hún börnin til þess að vera hjá og hugsa um. En síðan þau komust upp, tók hún meira og meira að sækja sér dægrastyttingar utan heimilisins. Hún hætti að skifta sér af áhugamálum hans eða áhyggjum, en hugsaði í þess stað mest um að seðja skemmtanafýsn sína. Og aldrei kom það til nokkurra mála, að þau fylgdust að — nema í kirkju, þá sjaldan að það kom fyrir. Þrátt fyrir allt voru þessar kirkju- ferðir honum gleðistundir, sem minntu á gamla daga. Ekki var það betra með börnin. Þau voru tvö, Þorkell og Guðrún, bæði undir tvítugsaldri. Stundum hafði hann óskað þess, að hann hefði aldrei átt nein börn. Þorkell hafði tvisvar verið settur í fang- elsi fyrir þjófnað. Kristján hafði oft undr- azt yfir því, hve Iítið Katrínu varð um 38

x

Litla tímaritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.