Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 39

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 39
L I T L A T / M A R I T I Ð legum skóm eöa miöa að kvikmynda- sýningu. Hafði hann ekki unnið baki brotnu 511 þessi ár? Hafði hann ekki neitað sér um flest og reynt að spara sem mest, til þess hann að gæti keypt húsið, sem þau bjuggu nú í? Ekki var það hans sök, að hann vann ekki fyrir meira kaupi. Og enn hvíldi nokkur skuld á húsinu, er hann var að rembast við að ljúka sem fyrst. Nú minntist Kristján þess, að fyrir skömmu sat hann á kaffihúsi með nokkr- um félögum. Þeir fóru að tala um, hve það væri orðið algengt, að fólk fyrirfæri sér. Þeir voru sammála um, að slíkt væri óeðlilegt og heimskulegt. Einn þeirra sagði, að enginn vissi nema enn örðugra reyndist að vera hinumegin. Síðan höfðu þeir farið að minnast á ýmislegt þessu viðvíkjandi. Fullorðinn maður hafði nýlega fundizt dauður í fjörunni. Sagt var, að hann hefði drekkt sér vegna peningavand- ræða. Ung stúlka fór sömu leiðina, vegna þess, að hún var vanfær. Það hafði bor- izt út, að kvongaður maður ætti barnið. Fyrir nokkrum árum hafði kona ein 37

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.