Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 39

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 39
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 37 Norsk stjórnmál Magnús Þór Hafsteinsson Norska hægristjórnin vann nauman varnarsigur og heldur velli Erna Solberg, formaður Hægriflokksins (sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins) og forsætisráðherra Noregs síðastliðin fjögur ár, verður áfram við stjórnvölinn þar í landi. Minnihlutaríkisstjórnarsamstarf Hægri- flokksins við hinn frjálshyggjusinnaða Framfaraflokk, með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og frjálslynda flokksins Vinstri, hélt naumlega velli í norsku þing- kosningunum sem fóru fram 18. september síðastliðinn. Þetta kosningabandalag hlaut 88 þingsæti og hefur þannig aðeins þrjú sæti umfram þau 85 sæti sem þarf til að mynda meirihluta á norska Stórþinginu. Stjórnarandstaðan, það eru vinstriflokkarnir og Miðflokkurinn (systurflokkur Framsóknar á Íslandi), hlaut alls 81 þingsæti. Þetta eru, auk Miðflokksins, Verkamannaflokkurinn (systurflokkur Samfylkingar), Sósíalíski vinstri- flokkurinn (systurflokkur Vinstri grænna), Umhverfisflokkur Græningja (sem ekki á jafningja sinn á Íslandi) og kommúnista- flokkurinn Rautt (sem svipar líklega mest til Alþýðufylkingarinnar). Önnur minni framboð í Noregi hlutu ekki brautargengi og voru langt undir einu prósenti. Til dæmis fékk norski Pírataflokkurinn aðeins 0,1%. Erna Solberg hefur sannað sig sem þjóðarleiðtogi sem veldur því að stjórna jafnvel þó að stundum þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir. Hún virðist einnig njóta lýðhylli. Þrátt fyrir að hún fari í fararbroddi borgaralegra afla er hún afar blátt áfram í fasi og hún kemur úr röðum alþýðufólks í Björgvin á vesturströndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.