Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 6
Æðsti yfirmaður kosn- ingamála í Colorado hefur gripið til þess ráðs að fá sér lífverði Konur flytja nær 2 árum fyrr út en karlar. © GRAPHIC NEWS 49,9 JÚLÍ **S&P Global Eurozone Composite Output mælir hagvísa í framleiðslu- og þjónustugeirunum, byggt á gögnum frá meira en 5.000 fyrirtækjum. Heimildir: Reuters, Trading Economics, S&P Global Mynd: Liza Summer (Pexels) 60 70 50 40 30 20 10 2018 2019 2020 2021 2022 Allt undir 50 gefur til kynna samdrátt. HagkerŸ taka a¡ur við sér þegar takmörkunum vegna Covid er a£étt. Jan. 2020, Covid-19: Miklar og langvarandi lokanir he¤ast vorið 2021. Feb. 2022: Innrás Rússlands í Úkraínu. 1. sept.: Rússar skrúfa fyrir Nord Stream 1 gasleiðsluna til Evrópu. 48,9 ÁGÚST Svartsýni sem birtist í nýlegum könnunum bendir til þess að efnahagslægð sé óum£ýjanleg á evrusvæðinu í kjölfar mikillar hækkunar framfærslukostnaðar. Efnahagslægð voŸr yŸr EvrópuRússar hafa skrúfað fyrir gas til Evrópu til að bregðast við viðskiptaþvingunum Evrópu- sambandsins vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Orkukrepp- an stefnir háleitum umhverf- ismarkmiðum ESB í hættu. thp@frettabladid.is ORKUMÁL Fram undan er erfiður vetur í Evrópu. Vegna viðskipta- þvingana sem settar hafa verið á Rússa sökum innrásar þeirra í Úkra- ínu hafa þeir skrúfað fyrir f lutning á gasi til Evrópu og því þurfa ríki að horfa til annarra leiða til að full- nægja orkuþörf álfunnar. Árið 2020 voru um 40 prósent gass sem notað var í Evrópu frá Rússlandi og samkvæmt Eurostat eru um 70 prósent raforkufram- leiðslu í Evrópusambandinu (ESB) með jarðefnaeldsneyti. Hlutur kola í orkuframleiðslu jókst um 10 til 15 prósent í fyrra þegar gas var af skornum skammti vegna mikilla kulda í Evrópu og gera má ráð fyrir að aukningin verði enn meiri á þessu ári. Stærstu kola f r a m leiðendu r á l f u nna r, Þýskaland og Pólland, auka hana nú og Austurríki og Holland ætla að gera slíkt hið sama. Þjóðverjar, sem reitt hafa sig á ódýrt rússneskt gas til að knýja iðnað landsins, endurræsa nú kolaver til að bæta upp fyrir gasskortinn. Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands, vill auka gasframleiðslu í Norðursjó til að tryggja orkuöryggi. Ursula von der Leyen, forseti framk væmdastjórnar Evrópu- sambandsins, lýsti því yfir í gær að komið yrði á „lögbundnum takmörkunum á raforkunotkun á álagstíma“ til að „fletja kúrfu“ raf- orkunotkunar í ríkjum ESB. Í fyrra lýsti sambandið því yfir að það yrði kolefnishlutlaust árið 2050 og í maí var hulunni svipt af REPowerEU, aðgerðaáætlun ESB í grænni orkuframleiðslu. Mark- miðið er að 45 prósent orku í sam- bandinu verði framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. „Efnahagur byggður á jarðefnaelds- neyti hefur náð hámarki,“ sagði von der Leyen í fyrra. Nú þegar skrúfað er fyrir gasið er erfitt að standa við þessi markmið. Evrópa stendur frammi fyrir því að þurfa að mæta orkuþörf strax og því þarf að horfa til aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis. Samkvæmt hugveitunni Ember Climate stefnir í að stjórnmála- menn í Evrópusambandsríkjum eyði um 50 milljörðum evra í fjár- festingar í vinnslu jarðefnaelds- neytis, stjórnmálamenn sem lýstu því yfir fyrir ári að framtíðin væri græn. Auk þess verður ráðist í björg- unaraðgerðir af svipaðri stærð og eftir fjármálakreppuna 2008 til að hlífa neytendum við miklum hækk- unum rafmagnsreikninga. Ríkin átta við Eystrasaltið ætla að stórauka raforkuframleiðslu með vindorku og vinna meira saman að því markmiði. Á fundi ríkjanna í lok ágúst fullyrti von der Leyen að mæta mætti allri orkuþörf ríkjanna með vindorku árið 2030. „Eins lengi og við treystum á jarðefnaeldsneyti erum við berskjölduð,“ sagði danski forsætisráðherrann Mette Fredrik- sen. Aukin vindorkuframleiðsla á næstu árum leysir þó ekki vandann sem nú steðjar að. Hagsmunaaðilar og stjórnmála- menn víða í álfunni berjast nú fyrir því að gasvinnsla með vökvabroti (e. fracking) hefjist í stórum stíl til að takast á við orkukreppuna. Hún er bönnuð í mörgum Evrópuríkjum en Ungverjar hafa ákveðið að hefja vökvabrotsvinnslu. Bandaríkin stunda vinnslu með vökvabroti af krafti og hafa dregið mjög úr inn- flutningi á olíu þökk sé því. Vökvabrot er gríðarlega meng- andi og í rannsókn Cornell-háskóla frá 2019 kom fram að það væri valdur að meira en helmingsaukn- ingu á útblæstri frá framleiðslu jarð- efnaeldsneytis áratuginn á undan. Dæmi eru um að slík vinnsla valdi jarðskjálftum en hún útheimtir mikið af vatni og mengar grunnvatn sem rannsóknir benda til að auki líkur á hvítblæði hjá börnum. ■ Orkukreppa er í Evrópu thp@frettabladid.is BANDARÍKIN Víða um Bandaríkin er unnið að því að herða öryggisgæslu fyrir kosningar sem fram fara 8. nóvember. Þá verður kosið um öll sæti í fulltrúadeildinni og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni, auk þess sem kosið er um ríkisstjóra í fjöl- mörgum ríkjum. Donald Trump, fyrrverandi for- seti, heldur því fram án nokkurs rökstuðnings að brögð hafi verið í tafli er Joe Biden vann yfirgnæf- andi sigur í forsetakosningunum fyrir tveimur árum og stuðnings- fólk hans trúir lygum hans um að kosningarnar hafi verið ólögmætar. Vegna þessa hafa kjörstjórnir víða um land ákveðið að herða öryggisgæslu af ótta við að einhver úr röðum stuðningsfólks forsetans muni ráðast gegn kjörstöðum og kjörstjórnum. Á skrifstofu kjör- stjórnar í sýslu einni í Wisconsin hefur verið sett upp öryggisgler og myndavélar eftir að reynt var að brjótast inn á skrifstofuna í apríl. Æðsti yfirmaður kosningamála í Colorado hefur gripið til þess ráðs að fá sér lífverði eftir að einn stuðn- ingsmanna Trumps, með tengsl við hægri öfgahópa, sagði að ráða ætti henni bana. Dæmi eru um að með- limir kjörstjórna hafi sagt af sér af ótta við ofbeldi. ■ Öryggisgæsla hert í aðdraganda kosninga Atkvæði talin í Maricopa-sýslu í Arizona. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Portúgalar flytja seinast allra íbúa Evrópusambandsins frá foreldrum sínum, að meðaltali 33,6 ára að aldri. Þar á eftir koma Króat- ar, Serbar, Slóvakar og Grikkir. Þetta kemur fram í nýjum tölum Euro stat, tölfræðistofnunar Evrópusam- bandsins. Athygli vekur að Ítalir eru aðeins í sjöunda sæti sem rímar ekki vel við staðalmyndina. Ítalir eru að meðaltali innan við þrítugt þegar þeir flytja að heiman. Ekki liggja fyrir tölur um Ísland en almennt séð f lytja Norður- landabúar snemma að heiman. Svíar flytja yngstir út, aðeins 19 ára gamlir, en Finnar og Danir 21 árs. Meðaltal Evrópusambandsins alls er 26,5 ár. Karlmenn dvelja mun lengur í foreldrahúsum en konur. Í heildina er munurinn nærri tvö ár. Yngstar flytja sænskar konur út, 18,8 ára, en lengst dvelja króatískir karlar í for- eldrahúsum, til 34,9 ára aldurs. ■ Portúgalar búa lengst hjá foreldrum GarðHÚS á20% afslætti til 15. september Martin 13,6 m2 695.996 869.995 Þú sparar 173.999 Þú sparar 37.657 Sam 2,4 m2 150.628 188.285 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, ræddi í gær við Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, um orkumál í Evrópu. Í færslu á Twitter-síðu sinni skrifaði von der Leyen að Norðmenn hefðu aukið gasframleiðslu sína handa Evrópu og að Noregur væri „sannkallað akkeri fyrir orkuöryggi Evrópu“. Frá því að Rússar skrúfuðu fyrir gasflutninga til Evrópu hefur Noregur tekið fram úr Rússlandi sem stærsti innflytjandi á gasi til Evrópu. Evrópuríkin hafa viðrað möguleikann á því að setja verðþak á gasi til þess að gera orkuverðið viðráðanlegra í vetur. Í viðtali við The Financial Times sagði Støre að Noregur útilokaði ekki slíkar fyrirætl- anir en varaði ESB við aðgerðum sem kynnu að ógna framboðsöryggi í aðdraganda vetrar. Evrópusambandið leitar á náðir Norðmanna 6 Fréttir 8. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.