Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 22

Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 22
Áslaug Saja Davíðsdóttir lítur á vörur sínar sem eins konar framlengingu á upp- lifun okkar í náttúrunni sem við berum með okkur í dag- legu lífi. Hún hélt sýningu á Ljósanótt í Reykjanesbæ um síðustu helgi. starri@frettabladid.is Það er íslensk náttúra, með sínum sterku línum, formum, litum og gróðri, sem einkennir helst vör­ urnar frá SajaArts en það er Áslaug Saja Davíðsdóttir sem er á bak við vörumerkið sem inniheldur meðal annars trefla, klúta, töskur og kodda. „Núna er ég helst að vinna með skófir og lyng sem er einmitt heiti nýju línunnar minnar, þar sem gulir, grænir og svartir tónar eru einkennandi. Þessir litir eru sóttir til litsterkra skófa á fjöru­ klettum og lyngsins umhverfis og við strendur landsins. Alla daga tek ég inn litbrigði daganna, náttúr­ unnar, fegurðar hluta, litasamsetn­ ingar og ég nota mikið ljósmyndun til að fanga áhrif og form. Ég er einnig áhugasöm um japanskar blekteikningar og finnst mjög gaman að mála með bleki en ég er expressjónísk í munsturgerðinni frekar en formföst.“ Góðar viðtökur á Ljósanótt Áslaug hélt sýningu á hönnun sinni á bæjarhátíðinni Ljósanótt sem fór fram í Reykjanesbæ um síðustu helgi. „Ljósanótt var mjög skemmtileg og þar kynntist ég fjölda fólks sem vildi forvitnast um nýju vörurnar mínar. Margir gestir keyptu frumgerðir og sýnishorn af klútum, treflum og töskum. Við­ tökurnar hafa verið framar vonum og fólk talaði um sameiginlega ástríðu sína á lággróðri og skófum í náttúrunni og fagnaði því að verið sé að vinna með okkar hrjóstruga land og framleiða vandaðar vörur.“ Byrjaði snemma að skapa Áslaug Saja segist vera náttúru­ unnandi, skapandi frumkvöðull, „sökker“ fyrir fegurð og einstaklega athafnaglöð. „Ég kem úr listrænni fjölskyldu og byrjaði snemma að skapa og framleiða. Leiðin lá í Textíldeild MHÍ, þar sem síðasta árið var tekið í UIAH í Helsinki í Finnlandi. Eftir útskrift hélt ég til Ítalíu þar sem ég vann um sumar í AlOver Studio sem var munstur­ hönnunarstúdíó í borginni Como sem er skammt frá landamærum Sviss og Ítalíu. Á Ítalíu sá ég glæsi­ legt handverk annarra hönnuða verða að fallegum efnum.“ Eftir útskrift árið 1996 hélt Áslaug Saja áfram að silkiþrykkja og mála eigin munstur á efni. „Ég seldi klúta, slæður, kodda og einnig skúlptúr­ púða í Gallerí Listakoti og síðar í Sneglu. Lengi vel seldi ég vinsæla silkiþrykkta boli fyrir konur með litríkum mynstrum en ég hef alltaf verið óhrædd við að nota sterka liti og form. Fyrirtækið Valfoss ehf. hefur framleitt vörur með jóla­ mynstrum eftir mig og er eitt í sölu enn í dag, tæpum fimmtán árum síðar.“ Margt í vændum Fram undan hjá SajaArts er mót­ Alltaf verið óhrædd við sterka liti og form Áslaug Saja Davíðsdóttir er eigandi SajaArts. Hún hannar meðal annars trefla, klúta, töskur og kodda. MYNDIR/AÐSENDAR Snyrtitaska og stórt ullar- og silkisjal. Elegant Lyng- silkislæða og taska í stíl. Málverk sem er frumgerð eins af fjórum mynstrum línunnar Lyng og skófir og tvær stórar snyrti- töskur. Gular skófir á tösku sem hentar í ræktina eða til daglegra nota. Létt Lyng-silkislæða. taka fyrstu sendingar af vönd­ uðum eðalsilkiklútum í byrjun október. „Þeir eru einmitt fram­ leiddir í mekka silkiþrykksins sem er Como á Ítalíu. Svo er áframhald­ andi framleiðsla á fleiri tegundum klúta og taska í stíl og spennandi útfærslur fyrir heimilið. Ég hef þegar hannað viðbót við vöru­ og mynsturlínuna. En fyrst og fremst vil ég að SajaArts verði þekkt fyrir vandaðar og umhverfisvænar vörur. Sjálf lít ég á vörurnar sem eins konar framlengingu á upp­ lifun okkar í náttúrunni sem við berum með okkur í daglegu lífi.“ Hægt er að fylgja SajaArts á Insta­ gram (@saja.arts) og á Facebook (saja design). n 6 kynningarblað A L LT 8. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.