Kennarablaðið - 01.07.1900, Side 7

Kennarablaðið - 01.07.1900, Side 7
•151 að þau voru útlistuð á þann hátt, að hér um bil allir, sem viðstaddir voru, gátu tekið undir og sagt: Sá straumur, sem hófst meðal vor, þegar Grundtvig kom fram með háskólahug- mynd sína, hann heldur enn áfram og vér viðurkennum í hví- vetna, að vér fylgjum honum. Ég gat þess í upphafi, að árferðið var ilt, þegar hugmynd- in vaknaði fyrst, og óg hefi tekið það fram,1 að hagur þjóðar vorrar var afar-þröngur, þegar þessi hugmynd breiddist mest xit og komst til verulegra framkvæmda. Éað er nógu fróð- legt að bera saman þessi tvö ártöl, 1814 og 1864; það er hálfrar aldar tímabil á milli þeirra. Mér dettur í hug, að þeg- ar Grikkjaherinn fámenni stóð andspænis herfylkingum Persa í Laugaskarði, þá sagði einn meðal Grikkja: „Éegar Persar ráða til atlögu, munum vór eigi sólina sjá fyrir örvadrífunni" ; en þá svaraði annar: „Inndælast er að berjast í forsælunni." Já, bezt er að berjast í forsælunni; það hefir reynsian sýnt og sannað. Éegar skuggarnir falla á iífsleið einstaklingsins eða þjóðarínnar, þá herða menn upp hugann, ef til vill betnr en nokkuru sinni áður. Það er ilt, ef svo skyldi vera, að skugg- arnir væru nauðsynlegir til þess að ýta undir oss; en ég ímynda mér, að þeir, sem hér eru saman komnir, muni taka undir það, að enda þótt skuggarnir kunni að verða misdimmir hér á Norðurlöndum, þá er því þó þannig varið með oss alia Norðurlandabúa, eins og allar aðrar smáþjóðir nú á tímum: vér hljótum að finna það, að vér verðum að berjast í skugg- anum í vissum skilningi. Það eru sterk öfl, sem láta til sín taka nú á dögum, og smáþjóðirnar hafa því fulia ástæðu til að sameina sig, og einnig fulla ástæðu til að finna til þess, að þær standa i skugganum og verða því alvarlega, að taka sér fram um það, er þeim má að haldi koma. Enginn má dragast aftur úr, allir verða að fylgjast að. Éað er þessi hugsun um lifið í skugganum, sem hefir vakið lýðháskólahug- myndina, vakið hugmyndina um það að efla menningu þjóðar- innar í heild sinni með því að opna augu hennar fyrir forn- um sögum og skáldskap. Og þessari hugsun getum vér vei hallast að enn í dag og reynt hver með öðrum að framkvæma

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.