Kennarablaðið - 01.07.1900, Page 11

Kennarablaðið - 01.07.1900, Page 11
155 2. Að hann kenni auk kristindóms og lesturs: skrift, reikn- ing og réttritun. 3. Umsóknarbréfum um styrk til sveitakennara skal jafnan fylgja nákvæm skýrsla um kensluna (tölu nemenda, hvað hverjum þeirra hafi verið kent, og hve lengi hver þeirra hafi notið kenslunnar), svo og vottorð hlutaðeigandi prests um framfaril' nemendanna og enn fremur meðmæli hlutað- eigandi sýslunefndar. Umsóknarbréf um styrk úr landssjóði til sveitakennara eiga að vera stýluð til lapdshöfðingja og send stiftsyfirvöldun- um svo tímanlega, að þau séu komin til þeirra fyrir iok júní- mánaðar ár hvert, og eiga þeim að fyigja nákvæmar skýrslur og vottorð um öll þau atriði, sem tilgreind eru hór að framan. II. Skilyrði fyrir styrkveiting úr landssjóði til barnaskóla. 1. Að kentsé auk kristindóms og lesturs: skrift, reikningur, réttritun, meginatriði landafræðinnar, einkum íslands, og helztu grundvallaratriði náttúrufræðinnar (svo sem um byggingu líkama mannsins, ioft, hita og þyngd), sarn- kvæmt reglugjörð, er stiftsyfirvöldin samþykkja. 2. Að skclinn standi ekki skemur en 6 mánuði, og að minsta kosti 12 nemendur njóti þar t.ilsagnar allan skóla- tímann og gangi undir árspróf í öllum þeim námsgrein- um, sem skylt er að kenna samkvæmt reglugjörð skól- ans. 3. Að við lok hvers skólaárs sé haldið opinbert próf yfir börnum þeim, er kenslúnnar hafa notið. Prófdómendur sóu hlutaðeigandi sóknarprestur og annar maður, er sóknamefndin kýs, ogtaki þeir tii spurningarnar viðprófið. 4. Að skólinn njóti jafnmikils styrks annarsstaðar fráogþess, er honum veitist úr landssjóði. 5. Styrkbeiðslum frá skólunum skal jafnan fylgja nákvæm skýrsla um árspróf skólans, svo og endurrit af síðasta ársreikningi um tekjur hans og gjöld. Umsóknarbréf um styrk úr landssjóði til barnaskóla eiga að- vera stýluð til landshöfðingja og send stiftsyfirvöldunum

x

Kennarablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.