Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 28

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1975, Page 28
31 KIRKJUSAGA Þá hljóp hann upp ok kallaðist eigi mundu bíða innar þriðju. Fór Arngeirr þá heim“. Frásögn þessi er að líkindum öðrum þræði þjóðsaga, það er að segja hinn dulræði þáttur hennar. En þessi frásögn sýnir tvennt. Annars vegar andúð heiðinna manna á kirkju- byggingunni, hins vegar þá helgi, sem hvílt hefur yfir þess- um helgidómi í vitund kristinna manna. Tryggð manna við kirkjuna sýnir bezt hinn hái aldur hennar. Mátt hefði ætla, að áhuginn fyrir viðhaldi hennar hefði dofnað, þegar risnar voru af grunni veglegar kirkjur í næsta nágrenni á bisk- upssetrinu heima á Hóíum. Brynleifur Tobíasson segir í sinni merku bók „Heim að IIólum“ eftirfarandi orð: „Heimildum ber saman um að Þorvarður hafi reisa látið kirkju að Ási (Neðra-Ási) og er það sjálfsagt fyrsta kirkjan, er smíðuð er hér á landi eftir það að kristniboð hófst hér.“ Þetta er sennilega ekki með öllu rétt. Fyrsta kirkjan mun sennilega hafa verið reist á suður- landi lítið eitt fyrr en kirkjan í Neðra-Ási var byggð. Ég er þó ekki svo fróður í þessum efnum, að ég geti fullyrt um þetta. Hitt mun rétt og ljóst, sem Brynleifur segir í sömu bók. Kirkjan í Ási í Hjaltadal var miðstöð kristninnar í landinu eftir kristniboð Þorvaldar og þýzka biskupsins. Ef til vill var það öðrum þræði þess vegna, sem hún stóð svo lengi og var mönnum svo kær. Þess vegna fölnaði ekki ljómi þessa gamla helgidóms í vitund manna, þótt hann stæði í návist bjarmans frá dómkirkjum Hólastaðar. Þorvarður Spak-Böðvarsson skapaði sér öruggan sess í kirkjusögu þessa lands. Hann gerði það meðal annars með kirkjubyggingu sinni í Neðra-Ási en einnig með þátttöku í úrslitabaráttunni milli heiðni og kristni á Þingvöllum árið 1000. Heiðnir menn hétu fast á goðin. Völdu þeir tvo menn úr fjórðungi hverjum að fórnfæra goðunum, til þess að þeir létu ekki kristni ganga yfir landið. Kristnir rnenn fóru liins vegar þess á leit, að tveir menn úr fjórðungi hverj- um skyldu gefa sig Kristi að sigurgjöf og helga líf sitt Guði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.