Helgarpósturinn - 21.12.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 21.12.1979, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 21. desember 1979 SPILAÐ OG SPAUGAÐ MEÐ LÍFIÐ íLÚKUNUM Guörún Egilson Spilaö og spaugaö. Meö lifiö f lúkunum Rögnvaldur Sigurjónsson leikur af fingrum fram f gamni og al- vöru. AB 1978 og 1979. Spil og spaug með lífilúkum Þaö orö leikur á, aö Rögn- valdur Sigurjónsson sé meö skemmtilegri og frásagnarglaö- ari samkvæmismönnum. Sjálf- ur hef ég naumast nema traust- ar heimildir og endursagnir fyrir þvi. En samkvæmt þeirri lýsingu þótti mér fyrirfram ólikleet. aö Guörúnu Egilsson tækist aö ná fram þessari mynd fagnaöar- hróksins. Slíkur maöur er oftast mjög spontan og þarf helst nokkra áheyrendur til aö fá not- iö sin. Góöur sögumaöur fer t.d. sjaldan eins meö sömu söguna tvisvar. ööru máli gegnir, ef á aö setja sig i frásögustellingar á tveggja manna tali og vera beö- inn um aö segja nú eitthvaö skemmtilegt. Menn skulu þvi ekki búastviö hláturskviöubók frá upphafi til enda. Stundum heppnast þó aö sýna þetta, t.d. þegar skáldiö sproksetur hinn „andlausa tekniker” I troöfullum strætis- vagni I Reykjavlk, en þó enn meir i baráttunni viö aö komast inn i samskonar almennings- farartæki I Leningraö. Sumir halda, aö þaö sé um ýkjur aö ræöa, en tilþekkjendur vita, aö þvi fer fjarri. Þaö er hinsvegar margt fleira gott viö þessar endurminningar. Þær segja ósköp blátt áfram og tilgeröarlaust frá lifsstriöi Is- lensks listamanns, sem stund- um er á „heimsmælikvaröa”, sigrum og ósigrum. Og færa hann nær lesendum og hlustend- um. Fólki hættir til að lita á menn eins og Rögnvald sem einhverja fila- beinsturnbúa, sem stöku sinn- um láti svo litiö aö stiga fram og spila fyrir útvalda. Menn ættu ekki aö þurfa aö vaöa i þeim svima eftir lesturinn. Þaö tekur óhemjutima aö æfa undir einn konsert. Og hér er maöur sem þarf aö vinna fyrir sér. Þaö ger- irhann ekki meö tónleikahaldi á lslandi, heldur meö kennslu, sem honum finnst út af fyrir sig ekkert leiöinleg. En þaö togast sifellt á I honum löngunin til aö hætta sér út i samkeppnina á al- þjóöavettvangi, sem virtist blasa viö honum eftir sigurinn mikla i Washington 1945, og hinsvegar vissan um þá harö- neskju og streitu sem iþvi er samfara. Fæstir hafa heldur vitaö fyrr um þann krankleika sem iöng- um hefur hrjáö pianósnilling- inn: einhvers konar tognun i handlegg, sem hann varö fyrir 18 ára gamall i sundknattleik, og I ofanálag æöaveiki frá barn- æsku. Sumum kann aö þykja nóg um, hversu fjölyrt er um viötök- ur áheyrenda, spenninginn eftir aö sjá krltlk og viökvæmnina fyrir henni. En þarna opinber- ast einmitt einlægni Rögnvalds. Hann er ekkert aö leyna sinum ofur mannlega hégómaskap né heldur aö afsaka þau axarsköft, sem hann gerir. Þaö er einnig mikil heiörikja yfir viöhorfum hans i sambandi viö listrænar hömiur I austri og vestri. Auövitaö er hann and- vlgur hinum stjórnskipuöu list- rænu fjötrum I Sovétrlkjunum. En hann bendir á, aö rússneskir tónlistarmenn hafi aö mörgu leyti betri aöstööu en kollegar þeirra á Vesturlöndum, þar sem allt sé uppfullt af bisniss. Þar gefist t.d. efnilegum einleikur- um meiri tækifæri til aö spreyta sig en fyrir vestan, þar sem risafyrirtæki ráöi lögum og lof- um i múslkheiminum og hleypi ekki lltt reyndum mönnum út I hringiöuna, nema þau þykist sjá sér gróöavon I aö leggja I þann óhemju auglýsingakostnaö, sem óhjákvæmilegur sé. Þetta er nokkuö annár tónn en hjá þeim einóöu flóttamönnum, sem vond samtök eru stundum aö fá hingaö til þjónkunar viö vondan innanlandsmálstaö. Þaö er aö visu engin furöa, þótt menn ærist af þvi aö lenda I tannhjólavél skrifræöisins þar eystra ásamt mannfyrirlitning- unni, sem einna helst minnir á Jón Baldvin. En þeir eru truflaöir engu aö slöur. Fordómaleysiö og mannvin- áttan eru hinsvegar aöall Rögn- valds,og smámyndir af þeim fjölda fólks, sem fyrir kemur i bókunum, eru allar heldur mannbætandi. En umfram allt eru þetta opinskáar, hraöar og lifandi minningar, sem birta llt- inn en skemmtilegan geira af llfi tónlistarmanna. ABj ÆVI SEM EKK/ FYRN/ST Einar Laxness: Jón Sigurösson forseti 1811-1879. Yfirlit um ævi og starf i máii og myndum. Söguféiag 1979. Á aidarártiö Jóns Sigurössonar, 7. desember siöastliöinn, kom út hjá Sögu- félagi bók um hann efdr Einar Laxness. Hún er tæpar 200 tvidalka siöur, en mjög mynd- skreytt, liklega meir en helm- ingur rýmisins undir myndum, svo aö meginmáliö er eins og bók af styttra tæinu. Eftir þvi sem ég get frekast um dæmt, f jallar Einar Laxness um Jón forseta af fylistu þekk- ingu og yfirsýn. t stuttum inn- gangskafla er iýst leiötogahlut- verki Jóns og ástandi tslands fram á hans daga. Þá er ævisaga Jóns I fimm köflum meö þáttaskilum 1840,1848, 1851 og 1859. Um leiö er rakinn þráöur islenskrar stjórnmála- sögu i nær hálfa öld. önnur viöfangsefni Jóns eru þar, þegar æsku-og námsdrum hans sleppir, meira I skugga, en úr þvi er bætt meö tveimur siöustu köflunum um fræöistörf Jóns, heimili og einkahagi, margvis- lega fyrirgreiöslu hans viö tslendinga og vitnisburö samtimamanna um hann lifs og böinn. Bók Einars er ekki rannsóknarrit, heldur byggir hann mest á könnun annarra, einkum Pált E Ólasonar og Lúöviks Kristjánssonar.en þó er hann sögusviöinu kunnugur, hefur t.a.m. samiö rækilega ævisögu Jóns Guömundssonar ritstjóra, og hefur fyllilega sjálfstæöar skoöanir á hlutunum. Markmiö hans er aö skrifa hóflega stutt yfirlit um ævi Jóns sem sé vei abgengilegt þeim sem lttiö þekkja tU efnis- ins fyrir. Þetta tekst i aöal- atriöum vel. Um áherslur og viöhorf má svo aö sjálfsögbu deila. Einar er ákaflega hrifinn af Jóni, sem er svo sem engin furöa.en mér finnst hann halda þeirri skoöun sinni aö lesand- anum óþarflega ótt og titt meö hverskyns áhersluoröum, sagn- fræöingur þarfaö kunna, eins og skáldsagnahöfundur, aö dyijast svolitiö á bakviö frásögnina til aö gera lesandann ekki leiöan á sér. En Einar feralls ekki i fetur meö þaö sem umdeilanlegt er I fari Jóns og ferli, gagnrýnir hann Uka fyrir þaö sem hann teiur ástæbu til, einkum kapp hans I kláöamálinu, s vo aö efnis- meöferöin er hreint ekki jafn-einhliöa og hin lofgeröar- fulla framsetning bendir til. Þaö er helst þegar ræöir um réttar- grundvöll sjáifstæöisbarátt- unnar, sem Jón vildi leggja meö eins konar sagnfræöilegum rökstuöningi, aö túlkun Einars veröur einhliöa, lesandinn hlýtur aö fá þá hugmynd aö öll önnur sjónarmiö hafi verið beinlfnis röng, en ég hygg aö kollegar Einars myndu ekki allir taka undir svo eindregna niöurstööu, jafnvel þótt mál- staöur Jóns hafi reynst gagn- legur fyrir framgang barátt- unnar. Einar hefur vandaö texta sinn, en gætir sín ekki viö ofhlöðnum setningum eins og: „1 kjöifar þess gerist hann forystumaöur islenskrar þjóöfi'elsisbaráttu og mótar þær stjórnarfarskröfur fyrir landa sina, sem undirokaöur lýöur setti á oddinn á svipuöum tima á meginlandi Evrópu, en reistar eru á fullkominni þekkingu á söguiegum forsendum þeirrar sérstööu sem Islensk réttinda- barátta hvlldi á.” Textinn er prýddur mörgum vel völdum tiivitnunum I bréf og önnur samtimaskjöi. Bókinni fylgja rita-, mynda- og nafnaskrár. Ég drap áöan á myndskreytingu bókarinnar. Myndir eru yfirieitt tvær til fjórar áhverri opnu. Mester um mannamyndir, myndir flestra sem viö sögu koma, svo og margar myndir, liklega allar sem finnast, af Jóni sjálfum. Einnig eru stabamyndir, þar á mebal ótrúlega margar gamlar myndir frá bústaö Jóns og umhverfif Kaupmannahöfn. Þá eru margar myndir af hei mildart ext um, bréfum, skjölum, bókarsiöum o.þ.h., og finnst mér þær mjög skemmti- lega valdar. Myndgæöin eru aö visu misjöfn, prentun yfirleitt svolltíögrá og fáeinar myndir verulega klessulegar, sjálfsagt teknar upp úr illa prentuöum bókum eba blööum. Þó hygg ég myndglaöir bókamenn fái hér nokkuö fyrirsinn snúö. Sérstak- lega hefur vel tekist til um umbrot bókarinnar, svo ab hinar mörgu og misstóru myndir, oft meb aliiöngum texta, fara ágætlega innan um meginmáliö. jjgjj Svo einfalt — ensvodýrtogsvoflókið — Rætt við Alistair Powell, leiktjalda smiðinn, sem setur upp jólasýningu þfóðleikhússins, Orfeus og Evridis Jólasýning Þjóöleikhússins i ár er óperan Orfeus og Evrfcdis, eftir Gluck, eins og fram hefur komiö I fréttum. Leikstjóri er Engiend- ingurinn Kenneth Tillson, en leik- tjaldasmiöur Skotinn Alistair Powell. Alistair Powell er nú gestur Þjóöleikhússins I þriöja skipti, en hann vann hér áöur viö upp- setningu á ímyndunarveikinni eftir Moliere og Kátu ekkjunni eftir Lehar. Hann er skoskur en hefur nú um nokkurra ára skeið unniö I Noregi, slöast viö Trönde lag Teater I Þrándheimi. Hann hefur gert leikmyndir vlöa um lönd: Starfaöi tvö ár i Varsjá og önnur tvö ár I hjá Royal Shake- speare Company I Lundúnum. Þá hefur hann starfaö I Astraliu, Bandarikjunum og á Noröurlönd- unum. I Noregi hefur hann unniö meö þremur islenskum leikhús- mönnum, Birni Björnssyni, Hauki Gunnarssyni og Benedikt Arnasyni. Hann og Kenneth Till- son hafa unniö talsvert saman áöur. Helgarpóturinn hitti Powell aö máli þegar hann var aö vinna viö uppsetningu verksins i Þjóöleik- húsinu, og spuröi fyrst um upp- setningu Orfeus og Evridis. „Eg vil leyfa mér ab vitna I Svein Ein- arsson”, sagöi Powell. „Sveinn hefur sagt viö mig aö ég sé maka- laus aö þvi leyti aö ég setji upp verk á svo dæmalaust einfaldan hátt en um leiö kosti þaö svo mikiö og sé svo flókið. Uppsetningin á Orfeus og Evrr- dis er einföld, þ.e. aö þaö eru ekki þúsundir manna á sviöinu i einu. Þetta er stór ópera, en sólóist- arnir eru aöeins þrir og i allt eru Alistair Powell: Sextlu lengjur af risaspaghetti. um 40 manns í sýningunni. Sviös- myndin er tiltölulega einföld, en lýsingin flókin”, sagöi Powell. Hann sagöi form sviösmynd- arinnar nálgast þaö aö vera abstrakt, og vfös fjarri hinu hefð- bundna formi siöari hluta barrok- timabilsins. „Ég legg talsvert uppúr því aö söngvararnir hafi frelsi á sviðinu, og þar eru engin tré, eins og gera mætti ráö fyrir. Aftur á móti gefur að llta sextiu lengjur af risaspaghetti”, sagöi Powell og brosti. Þeir sem muna uppsetningu Raiph Koltais á Lér konungi fyrir tveimur árum eöa svo, geta imyndaö sér hvernig þessi ópera kemur til meö aö líta út, enda segist Powell vera af svipuöum skóla. „Eg er mjög ánægður meö aö fá tækifæri til aö gera þessa hluti hérna”, sagöi hann. „Það sem helst stendur Islenskri leiklist fyrir þrifum er peningaleysi, og peningaleysiö gerir þaö að verkum aö tilraunir ýmisskonar fela I sér mikla áhættu. Þiö hafið ekki efni á aö fara nýjar leiöir. Þar er kominn meginmunurinn á islenskri leiklist og leiklist ann- arsstaöar I Evrópu. Þar eru peningarnir, og þar fá hæfileika- mennirnir að gera þaö sem þá listir. Gæöi Þjóöleikhússins, samt sem áður, eru ótviræö. Og leikur- inn er yfirhöfuð meö þvi besta sem þú sérö nokkursstaöar. Upp- setningarnar eru misjafnari, sumar ekkert sérstakar, en aörar stórkostlegar. Ég sá til dæmis Náttbóliö eftir Gorki sjö eöa átta sinnum. Þaö var eins og tónlist i uppsetningu, alveg stórkostlegt. Sömu sögu er aö segja um Iönó, gæöin þar eru yfirleitt mikil. En þar er augljóst vandamál, sem á viö miklu viöar, sem er, aö þegar ekki er fyrir hendi fyrsta flokks leikstjóri, eöa framleiöandi, þá minnka gæöin hratt, þrátt fyrir góöa leikara. Mannfæöin hérna, og þar meö hinn þröngi leikarahópur gerir islensku leikhúsi einnig erfitt fyrir. Þess vegna finnst mér aö þiö ættuö ekki aö binda hiö nýja leikhús ykkar (Borgarleikhúsiö) viö bara annaö leikhúsiö.og örfáa leikara —• það á að vera vett- vangur fyrir alla. „Pool- Theater", þar sem hægt væri aö setja upp söngleiki, óperur og svo framvegis. Leikhús á aö vera breytilegt, og þá er nauðsynlegt aö hleypa sem flestum aö. Nýja Borgarleikhúsiö ætti aö veröa nokkurskonar bræðsluofn fyrir þaö besta hjá islenskum leik- húsum”, sagöi Powell aö lokum. Eins og hann minntist á eru sóló einsöngshlutverkin i Orfeus og Evrjdls aöeins þrjú, — Orfeus, Evrúdis og ástarguöinn Amor. Sigriöur Ella Magnúsdóttir og Sólveig Björling skiptast á um hlutverk Orfeus, Olöf Kolbrún Harðardóttir og Elisabet Erlings- dóttir um hlutverk Evridis og Ingveldur Hjaltested og Anna Júliana Sveinsdóttir skiptast á um hlutverk Amors. óperan verður frumsýnd á annan I jólum. —GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.