Helgarpósturinn - 21.12.1979, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 21.12.1979, Blaðsíða 27
Jielgarpósturinn. Föstudagur 21. desember 1979 27 Innan veggja Alþingis hefur siðustu daga verið iðkuð slik sviptingaskák og með svo hraðri atburðarás oft á tlðum að ekki er heiglum hent að fylgjast með þvi sem fram fer á skákborðinu. Þegar þetta er ritað hanga t.d. stjórnarmyndunarviðræður vinstri flokkanna enn á bláþræði en vel má vera að sá bláþráður verði slitinn áöur en skrifin koma fyrir augu lesenda. Engu að siður verður að telja liklegast að Stein- grimur Hermannsson haldi bolt- anum hjá sér fram yfir hátiðar, eins og alit var um pottinn búið eftir viðræðufund vinstri flokk- anna á miðvikudagskvöld. Á þessum fundi gerðist það að alþýðuflokksmennlögðu fram all HÁTÍÐA í SKUGGA SVIPTINGA itarlegar tillögur um efnahags- mál og nauðsynlegar ráðstafanir i veröbólgumálum, sem helstu efnahagsmálasérfræðingar flokksins höfðu legið yfir og samið að mestu aðfaranótt mið- vikudagsins. 1 þessari tillögugerð sigldu alþýöuflokksmenn i flest- um aðalatriðum upp að hlið fram- sóknarmanna nema hvað þeir hertu á flestum aðgerðum I þvi skyni að ná þeim markmiðum til aðdraga Ur verðbólgu, sem flokk- urinn hefur sett á oddinn. Liklega er það tillögugerð alþýðuflokksmanna i kjara- málunum, sem mestum tiðindum sætir. Þar gera þeir ráð fyrir að ekki verði heimilaðar neinar grunnkaupshækkanir i kjara- samningunum eftir áramót og vistöluákvæðin verði afnumin en almenningi að einhverju leyti veitt afkomuuppbót i formi lækk- unar tekjuskatts og aukinna f jölskyldubóta. Aðaltromp- ið i tillögum alþýðuflokks- manna aö þeirra eigin mati eru þó ákvæði um sérstaka lágmarkstekjutryggingu handá hinum lægstlaunuðu sem greidd verði beint úr rikissjóði og er gert ráð fyrir að verja allt að 10 milljörðum króna i þessu skyni. Með þessu móti telja alþýðuflokksmenn sig Eitt eiga keisarastjórn Irans og byltingarstjórn Khomeinis sam- eiginlegt, báöar hafa verið og eruistaðráðnar I aö nota sér út i æsar möguleika á að hækka oliu- verö, án tillits til þess hverjar af- leiðingar verða fyrir atvinnulíf ogfjárhagsa'standum heim allan. A fundum OPEC, samtaka oliuút- flutningsrikja, var það föst regla að fulltrúar íranskeisara og Yamani oliuráðherra Saudi Arabiu tókust á um oliuverð og leituðust við aö safna um sig full- trúum annarra oliurikja. Fulltrúi Irans stefndi ætið að þvi að koma oliuveröinu sem hæst, en Yamani setti sér að halda verðhækkunum sem næst þeim mörkum sem gerameiraenaðkoma á móts við jafnlaunakröfur Verkamanna- sambandsins og tryggja kaup- mátt lægstu launanna meöan aðrir verði að taka á sig kjara- skerðingu. A þessum sama fundi lögðu alþýðubandalagsmenn fram yfir- lýsingu, þar sem fram kemur að þeir telja þau kosningaátök sem átt hafasér stað á þingi að undan- fórnu og eiga þá við manúeringar alþýðuflokksmanna, hafa stefnt vinstri viðræðunum i voða. Yfir- lýsing þessi var reyndar mildari en menn höfðu almennt átt von á, þvi að fyrirfram var búist við þvi að með yfirlýsingunni myndu alþýðubandalagsmenn slita við- raeðunum i ljósi þess sem á undan var gengið innan þingsins. Vitað var að flestir þingmenn flokksins voru þessarar skoðunar fyrr um daginn en það var einkum fyrir tilstilii Guðmundar J. Guðmunds- sonar að ákveðið var að þreyja þorrann enn um sinn. Hins vegar hafa alþýöubanda- lagsmenn ekki hvikað frá fyrri tillögugerö varöandi efnahags- málin og veröbólguaðgerðir. Þeir hafa þegar i viðræðunum lagt fram tillögur sinar i þessum málum á tveimur vélrituðum siöum, mjög almennt oröaðar og andstæðingum amk. þykir erfitt að henda reiður á þvi hvaö Alþýðubandalagiö raunverulega vilj i. Þaö er orðin nokkuð útbreidd skoðun i þingliði hinna flokkanna að tillögur alþýðubandalags- manna endurspegli glögglega ákveöinn vanda sem flokkurinn á við að striða og er i rauninni hlið- stæður vanda sem Alþýðusam- bandið þarf að glima við — þ.e. mismunandi sjónarmið láglauna- og hálauna samtaka innan verk- lýðshreyfingarinnar. Ýmsir forustumenn hálauna- félaga (sem við skulum kalla svo einungis til aðgreiningar frá svo- nefndum láglaunafélögum) hafa löngum verið áhrifamiklir innan Alþýðubandalagsins og þeir hafa ekki ljáð máls á neinum tilslök- unum varðandi launakröfur og breytingum á gildandi visitölu- kerfi.Menn eru lika yfirleitt sam- mála um að kröfugerö BSRB hafi gert Alþýðubandalaginu verulega óhægt um vik varðandi stefnu- mótun sina i komandi kjara- samningum. Barátta Guömundar J. Guðmundssonar, formanns Verkamannasambandsins, helstu samtaka láglaunahópanna, sýnir þó að amk aö hann er ekki alveg vonlaus um að einhverja mála- miðlun megi finna, ef nógu lengi er þæft. TIÐINDIAF OLIUVIGSTOÐ VUNUM veröbólguþróun á heimsmæli- kvarða setur. A oliuverðlagningarfundi OPEC I Caracas, sem ekki er enn lokiö þegar þetta er ritað, eigast enn viö fylkingar þar sem Yamani er fyrir annarri en Ali Akbar Moinfar, sá sem Khomeini setti yfir oliuiðnað Irans, fyrir hinni. Nú hafa flokkadrættir magnast svo innan OPEC, að bor- in von þykir að nokkur sameigin- leg niðurstaða fáist á fundinum i Caracas. Saudi Arabiu hefur sett oliuveröhækkun mörk sem hún vill ekki hvika frá, nokkur önnur riki, með íran og Libyu i broddi fylkingar vilja svo mikla hækkun að næmi tvöföldun frá viðmiðun- arveröinu sem sett var á siöasta ári. Crtilokaö þykir að nokkur sam- eiginleg niöurstaöa veröi á þess- um fundi samsteypu oliuútflutn- ingsrikja. Blasir þá við ringulreiö sem enginn veit hvert kann að leiða. Möguleikarnir ligg ja á milli oliukreppu og allsherjarsam - dráttar iheimsviöskiptum annars vegar, og hruns OPEC,nái oliu- innflutningsrikin aö koma á hjá sér oliusparnaði hins vegar. Milli þessara öfga liggur trú- lega leiðin, og það sem mestu ræður um þróunina er hvort Bandarikjastjórn nær tökum á innflutningi á oliu og oliunotkun. Þess sjást vaxandi merki að mál þokist i þá átt. Veldur mestu um það atlaga iranskra stjórnvalda gegn bandariska sendiráðinu i Teheran og taka fimm tuga sendiráösmanna i gfslingu. Þess- ar aðfarir hafa kveikt slikt bál þjóöerniskenndar i Bandarikjun- um ogrekasvoá eftir þjóöarsam- stööu, að I fýrsta skipti eru horfur á aö fæi-t sé fyrir bandarisk stjórnvöld aö gripa til ráöstafana sem hafi i' för meö sér slika verð- hækkun á bensíni að verulega dragi úr oliuinnflutningi. Auka- skattur til að hirða I rikissjóð kúf- inn af gróða oliufélaga er kominn langleiðina gegnum Bandarikja- þing, heimild fyrir stjórnina að taka upp oliuskömmtun þokast áfram og fariö er að ræða um þaö i alvöru að leggja á bensínskatt sem nægði til aö draga verulega úr notkun einkabila. Saudi Arabia og bandamenn Við upphaf vinstri viðræönanna nú kom upp sú tillaga að Alþýðu- flokkurinn gengi til tvihliða við- ræðna við Framsóknarflokkinn og þessir tveir flokkar kæmu sér niöur á sameiginlegan grundvöll til aðstarfa á, og Steingrfmi siöan eftirlátið að telja alþýöubanda- lagsmenn inn á þennan sam- starfsgrundvöll. Þessi hugmynd varð þá undir en með tillögum sinum nú má segja með nokkrum sanni að alþýöuflokksmenn hafi leikið þennan leik. Steingrims biður nú það verkefni aö fá alþýöubandalagsmenn til liös við ýmiss sameiginleg grundvallar- sjónarmið Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Fæstir ætla að honum takist það — og af vinstri stjórn verði i þessari umferð. Hvað siðan tekur við er engin leiö að fullyrða um. Ljóst er að Geir Hallgrimsson fær umboðið næst en hann mun i þessari fyrstu umferð varla þurfa aö taka sér langan tima til að athuga stjórnarmyndunarmöguleikana — eftir yfirlýsingar Alþýðu- bandalagsins og Steingrims Hermannssonar um að samstarf viö Sjálfstæðisflokkinn komi ekki til greina. Raunar er á ýmsum áhrifamönnum framsóknar aö heyra að þeim þyki Steingrlmur hafa verið óþarflega djarfmæltur og fljóthuga i þessum yfir- lýsingum, og einn þeirra komst einnig svo að oröi, að það vekti nokkra furðu ýmissa fram- sóknarmanna að Steingrimur skyldi i engu i yfirstandandi viðræðum hafa ráðfært sig við Ölaf Jóhannesson, þráttfyrir alla hans reynslu i samningum af þessu tagi. Sjálfstæðisflokkurinn á þar af leiðandi ekki margra kosta völ i þessari fyrstu lotu sinni, ef marka má framangreindar yfirlýsingar A hinn bóginn er það sjálfstæöis- mönnum og kannski einkanlega Geir Hallgrimssyni kappsmál að komast I rikisstjórn. „Menn skora ekki mörk nema þeir hafi boltann” sagði t.d. einn þeirra. Einnig benda menn á aö fyrir tfCffQOtí- IfilQ I yfirsýn cg[pOt§ ui hennar i OPEC vilja forðast hólmgöngu milli oliuútflutnings- rikjanna og oliuinnflutningsrikja, og þvi miða verNiækkun oliu viö verðbólgustigiö. Fyrir fundinn i Caracas ákváöu þessi riki verð- hækkanir frá árs gömlu við- miöunarverði sem nema þriðj- ungi að jafnaði. Með þessum hætti hugðust hófsemdarrikin ákveöaniöurstöðu fundarins fyrir fram, og girða fyrir að þau riki sem vilja þrýsta oliuverði eins hátt og með nokkru móti er unnt heföu sitt mál fram. Þriðjungur af oliuframleiðslu rikjanna i OPEC er frá Saudi Arablu, og þessi mikla markaös- hlutdeild hefur gert Yamani fært hingað til að móta niöurstöðurnar á verðákvörðunarfundum. En I þetta skipti neituöu önnur oliuút- flutningsriki, sér I lagi Iran og Libýa að sæta verðinu sem Saudi Arabia tilkynnti fyrir fundinn i Caracas, en það nemur 24 dollur- um fyrir hvert oliufat hráoliu. Alsir og Nigeria tóku svipaða af- stöðu. Þessi lönd eiga þaö sameigin- legt, að ollan sem þau flytja út er Geirsjálfan sé það nánastpólitisk nauðsyn að ná stjórnartaum- unum á nýjan leik i þvi skyni að styrkja stööu sina innan flokks- ins. Nokkra athygli hafa vakið greinar helstu stjórnmálasér- fræöinga Morgunblaðsins, Styrmis Gunnarssonar og Björns Bjarnasonar um „sögulega mála- miðlun” — samstarf Sjálfstæðis- flokksog Aiþýðubandalags. Báðir eru þeir Styrmir og Björn I hópi „pragmatistanna” i flokknum, talsmenn sveigjanlegrar hug- myndafræði i anda Ólafs Thors og Bjarna og þegar þess er gætt að annar þeirra sérstaklega hefur ágætt „stjórnmálasamband” við ýmsa áhrifamenn I Alþýðubanda- laginu, þá eru þessi skrif áreiðan- lega ekki út i hött. Hins vegar er ljóst að áöur en Alþýöubanda- lagið getur mætt til sliks leiks . þarf töluvert mikið vatn enn að renna til sjávar og að skapast vissar pólitiskar forsendur — neyðarástand getum við jafnvel kallað það, hugsanlega meö verk- föllum, stöðvun fiskiskipaflotans og hvers kyns óáran í atvinnu- vegunum. A meðan situr starfsstjórn Alþýðuflokksins. Alþýðuflokks- menn viðurkenna fyrstir manna að þeir eru i töluvert tvibentri að- stöðu. Þeir eygja auövitaö þann möguleika að ekki er útilokað að hvorki gangi né reki I stjórnar- myndunartilraunum og að þvi komi að einhverjir hinna flokk- anna neyöist til að veita þeim hlutleysisstuðning af hreinni ábyrgðartilfinningu til að unnt sé að ná fram nauðsynlegum þing- ræðislegum aögerðum gegn þeim vanda sem við veröur að etja. En hitt kann lika að koma til að slik- ur stuðningur fáist ekki og þá sitja kratar i súpunni, þegar ósköpindynja yfir þar til hugsan- leg utanþingsstjórn verður kvödd til. Eftir Björn Vigni Sigurpálsson auöunnari og bensinrikari en sú sem kemur úroliulindum Arabiu- skagans. Hún er þvi sú eftirsótt- asta ámarkaðnum, ogi þvi liggur bakhjarlinn sem hækkunarrikin telja sig hafa til að taka upp baráttu viö stórframleiöandann Saudi Arabiu. Oliugæði Afriku- rikjanna þriggja og lrans eiga að þeirra dómi að vega upp fram- leiðslumagn Arabiurikjanna. Óvissa um oliuverð og átök á oliumarkaði hafa þegar orðið til þess að gullverð þýtur upp dag frá degi og nálgast veröiö á gullúnsunni nú óðfluga 500 doll- ara. Hækkunin á gullveröi sýnir, hversu álagið er mikið á peninga- kerfiö. Það á þó enn eftir að auk- ast, því enginn vafi er á að oliu- verð hækkar sem nemur þeirri hækkun sem Saudi Arabia hefur ákveöið, og þar með vex greiðslu- afgangur oliuútflutningsrikjanna að sama skapi. Rikin sem i hlut eiga hafa sjálf engin tök á aö koma þessum f jármunum i lóg og hafa lagt þá inn i banka I Evrópu og Ameriku sem siðan hafa endurlánað féö rikjum sem búa við greiðsluhalla en hann stafar einkum af hækkun oliuverösins. Stærstu lántakendur eru i hópi þróunarlanda. Nú nýskeð kvaö Morgan Guaranty Trust^einn þeirra bandarisku banka sem mest hafa látið að sér kveða á þessum lána- markaöi, uppúr með aö einka- bankarnir væruekkifærir um það öllu lengur, að annast ráðstöfun á varasjóðum oliuútflutningsrikj- anna. Haldi einkabankarnir áfram að lána þróunarlöndum með laka fjármálastjórn, kemur fyrr eða siðar að þvi aö rikis- gjaldþrot veröur hjá stórián- takanda og þá skapast hætta á keöjuverkandi bankahruni.. Rimmer de Vries, einn af banka- Eftir Magnús Torfa Ólafsson stjórum Morganbankans, leggur þvi til að seðlabankar taki að sér að varðveita fé oliuútflugnings- rikjanna, og endurláni það siðan Alþjóða gjaideyrissjóönum. Sú stofnun hefur heimild til að setja lántakendum reglur um fjár- málastjórn sem skilyröi fyrir lán- um. Meö þessu móti yröi i einu dregið úr likum á rikisgjaldþroti hjá þróunarlöndum og fleiri, myntir en Bandarikjadollar, svo sem vestur-þýskt mark, sviss- neskur franki og japanskt jen, gerðar aö viöurkenndum gjald- ey r is s jóðsgj ald miðli. Enn er óvist, hvernig Alþjóða gjaldeyrissjóöurinn og aðrir aö- ilar sem hlut eiga að máli taka þessari uppástungu Morganbank- ans. Hins vegar hefur Alþjóða- bankinn hafist handa að beita að- stöðu sinni og fjármagni til að ráða bót á oliukreppunni. Er nú aö hlaupi af stokkunum áætlun bankans um lánveitingar i stór- um stil til aö standa straum af olíuleit og aukinni olfuvinnslu i þróunarlöndunum. Sérfræöingar telja, að 40 af hundraði af likleg- um oliusvæðum séu enn ókönnuö i Asiu, Afriku og Rómönsku Amertku. Að þessum svæöum beinist athygli Alþjóðabankans. Hann mun veita lán með vægum kjörum til fátækra landa til að koma af stað oliuleit og oliu- vinnslu. Gert er ráö fyrir að rikin sem I hlut eiga leggi einnig fé af mörkum og leitist við aö taka upp samvinnu við reynd oliufélög. Þeir sem fyrir þessar áætlun standa gera sér i hugarlund að nýir oliufundir geti haft veruleg áhrif á þróun oliuverös fram að aldamótum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.