Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 11
--he/garposfurinn-. Föstudagur 10. október 1980 11 ____________________SÖFNUN: Mannkynssaga í merkjum — Símon í Naustinu segir frá vindla- merkjasöfnun sinni „Þetta er eitt af þvi, sem veröur skemmtilegra eftir þvi sem maö- ur stundar þaö lengur,” sagöi Simon Sigurjónsson, best þekkt- ur sem Simon i Naustinu, en hans tómstundagaman er aö safna vindlamerkjum. Simon kveöst alltaf hiröa öll þau merki sem hann kemst i tæri viö og þaö hefur hann gert siöustu þrjátiu árin. „Þetta var ósköp litiö framan af, en þó var ég stoltur af þvi sem þaö var,” sagöi hann. ,,En svo hitti ég á spitala ungan pilt sem safnaöi vindlamerkjum af mikl- um áhuga og þá spratt áhuginn upp aftur hjá mér. Fyrstu árin fékk ég kollega mina erlendis til aö senda mér merki. En þaö er ekki fyrr en slöari árin sem ég kemst i samband viö safnara- klUbba. Sigfús Schopka fiskifræöingur á glfurlegt safn vindlamerkja. og hann benti mér á belgiskan klúbb, sem hannvarog er i. Við erum þar félagar báðir núna og auk þess I ameriskum klúbbi. Hjá þessum klUbbum er gefiö út félagatal og þegar nafn manns er komiö I þaö, þá fer maöur aö fá bréf frá öörum söfnurum. Siöan hef ég haft þó nokkur sambönd viö menn sem vUja skipta á merkjum eöa selja þau.” Simon einbeitir sér aö þvi aö safna serium og á hann nU um 20 þúsund stykki sem öllum er snyrtilega komiö fyrir I vönduö- um möppum. Þær sagöi Simon aö væru þaö dýrasta i þessu hobbýi. Merkin sjálf eru ekki mjög dýr, yfirleitt. Þó getur verö eins ein- asta merkis fariö upp I 200 þúsund krónur, ef þaöer gamalt og fáséö. En möguleikamir eru ótæmandi og einn kunningi Simons kveöst eiga um 200 þúsund stykki, engin tvö eins. Vindlamerkin eru ótrúlega fjöl- breytileg. Þau vekja lika á ýmsan hátt forvitni manns, þvi á sinn veg eru þau eins konar mann- kynssaga i myndum. I safni Sim- ons eru merki meö skjaldar- merkjum fjölmargra þjóöa, þ.á.m. Islands, flugfélagsmerkj- um, þ.á.m. Flugfélgs tslands, borgarmerkjum, þ.á.m. Reykja- vikur. Þarna eru 24 mismunandi myndir af Churchill. Allir forset- ar Bandarikjanna eiga mynd af sér á vindlamerkjum, svo og kóngar og drottningar frá fjölda landa. Hin serian sýnir hártisk- una, nokkrar sýna spil af ýmsum geröum, dagblaöahausa, Flint- stone-fjölskylduna, blóm og lista- verk. Stæröin er lika mjög mis- munandi. „Ég hef veriö aö reyna aö ná öllum merkjunum meö Wilhelm II,” sagöi Simon, „Þau eru alls milli fjögur og fimm þúsund og þykja mjög dýrmæt. Um tima var eitt merki látiö fylgja meö i 10 vindla kössum og ég keypti nokkra þcftt ég reykti ekki þá teg- und sjálfur. Nú oröiö vantar mig aöeins örfá svona merki. Eins hef ég veriö aö safna Agio seriunum sem eru reglulega fallegar, m.a. eru þar myndir af heimsfrægum listaverkum.” Auk þessa eru i safninu merki, sem kannski eru ekki merkileg á heimsmælikvaröa en hljóta aö vera þaö hér á landi. Til dæmis má nefna merki meö undirskrift SÖFNUN: Gleraugu forfeðranna eru enn í fullu gildi — Rætt við Ástu Kristjánsdóttur um söfnun gamalla hluta „Mér finnst hlutirnir hafa sál ef einhver hefur átt þá áöur og þvi eldri sem þeir eru þvi betra,” sagöi Ásta Kristjánsdóttir f viö- tali viö Helgarpóstinn. Asta hefur mikinn áhuga fyrir öliu sem er gamalt, en sem stend- ur beinist söfnunarástrlðan aðal- lega.aöj gömlum gleraugum. „Ég safnaöi fyrst klukkum og var búin að fá minnst eina klukku i hvert herbergi,” sagöi hún. ,,en þaö var of dýrt áhugamál, svo ég varö aö snúa mér aö gleraugum I staöinn. Það byrjaöi meö þvi, aö fyrir 13 árum voru mér gefin gömul gleraugu úr dánarbúi. Siöan hef ég smátt og smátt eign- ast gleraugu af mörgum geröum. Ég safna öllum gleraugum, ef þau á annaö borö eru oröin gömul, en mest hef ég gaman af lonnlettunum.” Og vissulega eru gleraugun I safni Ástu áhugaverð. Þar á meöal eru lonniettur, sem liklega hafa verið notaöar i leikhúsum. Þær smella haganlega inn I mjög fallegt hulstur, sem hefur veriö Eftirþankar Spaöaliturinn i boröinu var pin og kvöl fyrir vestur og þarafleiöandi sjálfsagt hjá suöri aö pi'na hann sem mest meö hinum litunum og fara i gegnum hann i spaöanum. Eins og bent var á hér aö framan heföi þaö veriö rangt aö taka of fljótt á tigul hjónin, þvi þau þurfti e.t.v. aö nota sem innkomu fyrir suöur. En eftir aö svinan meö laufa gosann tókst, varö allt ljóst. — oOo — Amerikaninn Julius Rosen- blum, fæddur I New Orleans, var framkvæmdastjóri alheims brid gesambandsins WBF, 1970—’76. Hann haföi ásamt eiginkonu sinni Natalie, sem einnig er heimskunn sem bridgespilari, heimsótt flest af þeim 63 löndum sem voru innan sambandsins. Hann kom aö sjálfsögöu til Monte Carlo á Ólympiuleikana 1976, en veiktist þar. Fékk mjög alvarlegt hjartaáfall. Hann var strax settur á sjúkrahús, en þar var ákveöiö aö senda hann til New York, þar sem hann gat fengiö bestu læknismeöferö sem völ var á. Vinur Rosenblum, bresk- ur læknir og bridgespilari, bauöst þá til aö fylgja honum til New York svo aö hann gæti fylgst meö heilsu hans á leiöinni vestur. Þegar Rosenblum frétti þetta, spuröi hann strax: „Hver verður fjórði maður?” látiðhanga viöúlnliöinn svipaö og blævængur. Elstu gleraugun eru um 100 ára gömul og engin þeirra eru yngri en 40—50 ára. Þeim er það öllum sameiginlegt aö þau eru mjög sterk. Sennilega hefur fólk ekki notaö gleraugu i gamla daga, nema full ástæða væri til. Einum gleraugum i safninu hefur þó ekki veriöætlaö að bæta sjónina. Þetta eru sólgleraugu, mjög skemmti- leg, en varla hafa þau prýtt eig- andann. ..Ée hef fengið flest gleraugun aö gjöf, en þó hef ég keypt nokk- ur, aöallega úti i Danmörku,” sagöi Asta. „Þau eru hreint ekki dýr. Það virðist aöallega vera lit- iö á gleraugu sem hvert annaö rusl. Þaö má fá ágætis gleraugu fyrir 20 krónur danskar.” En gleraugun eru ekki einu gömlu hlutirnir á heimili Astu. Raunar eru nýlegir hlutir þar sjaldséöir. I eldhúsinu eru gömul straujárn og fjöldi blárra emeleraðra iláta. Lampar, skrautmunir og húsgögn eru lika yfirleitt komin talsvert til ára sinna. Meira aö segja bækurnar bera aldurinn meö sér, þ.e.a.s. þær sem helst eru haföar frammi viö. „Ég hef ekki komið i húsgangnaverslun 1 mörg ár,” sagöi Asta. „Ég kaupi allt á forn- sölum. Þaö er ekki þaö, aö mér finnist ekki margt af þvi sem framleitt er i dag fallegt. Mig langar bara ekki til aö eiga þaö. Ég vil helst hafa hlutina hundraö ára eöa eldri. Og þaö er ótrúlegt hvaö maöur getur fengiö fyrir lit- inn pening, ef maöur fylgist vel meö.” Sem dæmi þar um má nefna, aö nýlega haföi Asta upp á litlum skáp, sem eitt sinn tilheyröi Jóni Þorlákssyni ráöherra Fyrirþenn- an skáp gaf hún 28 þúsund krónur. Og sumt fær hún fyrir ekkert. Vinir og ættingjar vita hvaö gera má viö gamalt dót, sem finnst á háaloftum og i kjöllurum Þannig hefur Asta fengiö flesta mahoni- myndarammana, sem hún hefur mjög gaman af, en eru nú ófáan- legir. Fyrir örfáum árautgum voru þeir til i tugatali á öllum heimilum, en var svo fleygt eins og hverju ööru drasli. Þó leynist alltaf einn og einn i litiö notuðum geymslum. _ SJ JOKER v/HLEMM Leiktækjasalur -- -------------- 00 Thors Thors og nöfnum séra Bjarna ogGuðmundarVilhjálms- sqnar fyrrum forstjóra Eimskips. Þarna er lika mynd af Bjarna frá Vogi og hefur hún verið i merki á vindlakassa, en Simon á þó nokk- uö af slikum merkjum. Vindla- kassarnir sjálfir eru viöa safn- gripir. Sfmon fékk sendan einn frá Ameriku og er sá yfir 100 ára gamall, en annars segist hann ekki hafa pláss fyrir þess háttar safn. Þaö er lika nóg aö gera viö að sinna vindlamerkjunum. Simon skráir hvert einasta merki og heldur þessu öllu i mikilli reglu. „Ætli þaö fari ekki svona klukkutimi á dag áriö i kring I þetta” sagöi hann. „Varla minna”. Söfnunaráráttan hefur lengst af fylgt Simoni. Hann safnaöi einu sinni frimerkjum og eins hefur Rakatæki Aukið vellíðun og verndið heilsuna. H. G. Guðjónsson Stigahlíð 45—47 Sími 37637. Sfmon meö brotabrot úr safni slnu. hann safnað vinbókum og kokteil- bókum. „En ég er alveg hættur þvi núna. Það veröur allt aö vikja fyrir vindlamerkjunum.” BlLATEPPI Amerísk teppi í alla bíla. Sjáum um ísetningu eða sníðum eftir máli. f Lf'MÁ' mk IPT? wí Sýningarbill á staönum 5 litir Svart Rautt Gult Brúnt Rauðbrúnt Tilbúin teppi í Lada sport sem þú getur sjúlffur) sett L Sendum í póst- kröfu. Höfum einnig teppi í báta. Erum í sama húsi og BHasala Eggerts. Teppaþjónustan hf. Auðbrekku 44-46. Sími 45592.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.