Helgarpósturinn - 31.01.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 31.01.1985, Blaðsíða 2
Könnun á fóstureyðingum á Landspítalanum Fyrstu niðurstöður viðamikillar könnunar á fóstureyð- ingum á Landspítalanum allt frá árlnu 1975 voru kynntar í vikunni. Kom í ljós að meirihluti þeirra kvenna, sem leit- uðu fóstureyðinga á kvennadeild spítalans á umræddu tímabili, hafði ekki notað getnaðarvarnir. Þá höfðu um fimmtán prósent kvennanna farið í fóstureyðingu oftar en einu sinni. Verkfall undirmanna á farskipum byrjað Verkfall undirmanna á farskipum hófst klukkan ellefu í gærmorgun, eftir meira en sólarhringslangan árangurs- lausan samningafund hjá ríkissáttasemjara. Undirmenn- irnir gera kröfu um að fá 8% launahækkun umfram samn- linga ASÍ og VSÍ frá síðasta ári. Verkfall þessarar stéttar mun ekki hafa mikil áhrif fyrstu dagana. Þrjú þúsund seiðum slátrað í Sjóeldi Sýktu seiðunum í fiskeldisstööinni Sjóeldi, sem getið var í síðasta fréttapósti, var slátrað. í einu keri stöðvarinnar með þrjú þúsund seiðum höfðu fundist seiði sýkt af nýrnaveiki. Þeim var öllum slátrað. Hjá Sjóeldi eru eftir um tuttugu og fimmþúsund seiði. Samkvæmt niðurstöðum fisksjúkdóma- nefndar er talið öruggast að slátra öllum seiöunum í stöð- inni. Samdráttur í framkvæmdum Landsvirkjunar Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að minnka fram- kvæmdir á þessu ári um kvart milljarð, og verður því það fé sem fer til verka á árinu aðeins 950 milljónir. Þetta er gert vegna þess að endurskoðuð orkuspá gerir ráð fyrir minnk- andi orkuþörf á næstunni. Hugsanlegt er að niðurskurður- inn verði til þess að Blönduvirkjun verði frestað eitthvað. FREJTAPOSTUR Alþýðuflokkur í mikilli sókn Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum DV, NT og Helgar- » póstsins á fylgi stjórnmálaflokkanna hefur Alþýðuflokkur- I inn undir nýrri formennsku Jóns Baldvins Hannihalssonar unnið stórlega á miðað við fyrri kannanir. Flokkurinn j myndi nú fá allt að þrettán þingmenn kjörna, en hefur nú aðeins sex, og yrði við það næststærsti stjórnmálaflokkur I landsins á eftir Sjálfstæðisflokknum. Allir flokkar aðrir en • Kvennalistinn hafa misst fylgi í þessum könnunum, Fram- ■ sókn sýnu mest, og myndi fá eitthvað um átta þingmenn I kjörna, en Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda best sínu fylgi- | Þjóðin vill stjórnina frá! i í tveimur ofannefndum könnunum, Helgarpóstsins og I DV, var einnig spurt um afstöðu fólks til ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar. Niðurstöður þessara tveggja blaða | voru næstum hinar sömu. Af þeim sem tóku afstöðu í þessu efni í könnun HP, voru 54% andvíg stjórninni en 46% fylgj- I andi, en í skoðanakönnun DV voru 53,9% andvíg ríkis- • stjórninni en 46,1% fylgjandi henni. Þá er ljóst af skoðana- könnun DV að meirihluti landsmanna vill að þing verði rofið og efrit verðf til kösniriga á 'allra næstu vikum. Sölusýning í söluskrifstofu ★ Vegfarendur í Lækjargötu hafa kannski tekið eftir mál- verkum í gluggum Flug- leiðaskrifstofunnar þar. Fólk hefur verið að líta inn á skrifstofuna og spyrja um þessar myndir og við getum upplýst hér með að mynd- irnar eru eftir nokkra starfs- menn Flugleiða, en ekki ein- hverjar dularfullar auglýsing- ar, sem fólk er annars vant að sjá í þessum gluggum. „Við erum átta starfs- menn Flugleiða sem komum vikulega saman og málum. STAFF er með fleiri klúbba, sumir eru í skák, aðrir í fót- bolta eða badminton — en við sem sagt málum," segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, sem vinnur á Lækjargötuskrif- stofunni. „Valtýr Fétursson kemur og leiðbeinir okkur. Við málum flest með olíu en einn er bara í vatnslitum. Þetta eru alls konar myndir, landslag, abstrakt og upp- stillingar og myndirnar eru allar til sölu. Þær kosta 3—5.000 krónur. Okkur fannst gluggarnir svo tómlegir svona flenni- stórir og myndirnar verða þarna þangað til félagið þarf að skella næstu auglýsingu í þá," segir Hrafnhildur.* Efnahagstiilögur stjórnarinnar brátt lagðar fram Efnahagstillögur ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar verða lagðar fram á fundi í sameinuðu þingi á morg- un, föstudag, en þessa plaggs hafa menn lengið beðið af eðli- legri forvitni um það hverju eigi að breyta svo blessuð þjóð- arskútan náist á réttan kjöl á ný. Ljóst þykir að helstu breyt- ingar tillagnanna verði skattamál og endurnýjun og endur- mat á löggjöfinni er lýtur að þeim, en hverjar þessar breyt- ingar verða nákvæmlega, kemur sem sagt í ljós á morgun. íslendingar eiga sterkasta mann i heimi Kraftajötunninn Jón Páll Sigmarsson vann það frækna afrek á dögunum að sigra á erfiðu móti í Svíþjóð sem skera átti úr um það hver væri sterkasti maður heims. Lagðar voru hinar ótrúlegustu þrautir fyrir kappana sem skráðu sig til mótsins, svo sem að henda stórum trjábolum og draga vörubíla nokkurn spöl, en Jón Páll lék sér að þessu og sigr- aði sinn helsta keppinaut, Geoff Capes frá Bretlandi, örugg- lega. Fréttapunktar • Þingmenn komu til starfa á ný á föstudag eftir sex vikna jólaleyfi. • Drekkhlaðin hjálparvél á vegum Hjálparstofnunar kirkj- unnar lenti í Eþíópíu á þriðjudag. • Sextíu ára afmælismót Skáksambands íslands verður haldið um miðjan febrúar, með sterkum skákmönnum á borð við Spassky, Hort og Larsen. • Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri var útnefndur besti leik- stjóri Svíþjóðar 1984 af Sænsku kvikmyndaakademíunni á mánudagskvöld. Sjá nánar í Listapósti. • Mikil en árangurslaus leit hefur staðið alla síðustu viku að ungum manni sem hvarf á Willys-jeppa frá heimili sínu sunnudaginn 13. janúar. • Handknattleiksliðin FH og Víkingur komust bæði áfram í f jögurra liða úrslitin, FH sem deildarmeistari, en Vikingur sem bikarmeistari. • íslenska landsliðið í handknattleik vann sinn fyrsta leik á opna franska handboltamótinu sem hófst í gær. Það voru Ungverjar sem lágu fyrstir fyrir okkur með fjögurra marka mun. • Töluverðar deilur hafa staðið um innkaupsverð á olíu- skipinu Kyndli sem OLÍS og Skeljungur voru sameiginlega að festa sér í vikunni, en ýjað er að því að kaupverð skipsins frá útlöndum hafi verið alltof hátt. • í ráði er að hefja kennsluútvarp frá Akureyri í haust, en hugmyndin er að þetta verði opinn skóli fyrir alla lands- menn. • Samband íslenskra samvinnufélaga hefur hafið sölu á skuldabréfum á almennum markaði, að heildarupphæð fimmtíu milljónir. • Stuttar fréttir á klukkustundar fresti munu bráðlega heyrast á rás 2. Bókin lifir! Jólaverslun vafann tók, ég veit að bókin lifir. En hver hún er sú blessuð bók er best að þegja yfir. Niðri 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.