Helgarpósturinn - 31.01.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 31.01.1985, Blaðsíða 19
MATKRAKAN Leggjum ekki niöur rófuna! Ég var rétt nýsloppin undan kuldabít inn á Gaukinn sl. laugardagskvöld þegar glæsi- kona nokkur svífur á mig og segir: „Þú sem ert alltaf að spara. Horfðirðu á sjónvarpsfrétt- irnar í kvöld? Við liggjum uppi með gulrófu- birgðir til tveggja ára. Kílóið kostar ekki nema 16 kr. Við verðum að éta þetta mann- eskja.“ Það tók mig andartak að átta mig á hver hún var þessi aðsópsmikla hagsýna húsmóð- ir, hún hafði nefnilega breytt um háralit frá því ég sá hana síðast, var nú komin með, jú reyndar, gulrófulitt hár, en ég þekkti röddina. Þarna var komin Kolbrún Halldórsdóttir leikkona, að auki landsfræg fyrir grænmetis- át. ,,Ef þú ert í vandræðum með uppskriftir, þá vil ég benda þér á að það er hægt að nota rófur í alla rétti í staðinn fyrir „sweet potatoes". Ég lærði það í Ameríku." Síðan tók Kolla til við að romsa upp úr sér rófuuppskriftum með leikrænum tilþrifum og vakti það talsverða athygli viðstaddra kráargesta sem enn höfðu athygli aflögu á annað borð. Og jú, jú, mikið rétt, ég minntist þess að hafa borðað „sweet potatoes" í ólíklegasta samhengi í Suðurríkjunum. Þar eru þær not- aðar í pæa, búðinga, eggjakökur, brauð og kex, svo eitthvað sé nefnt. Iðulega kryddað- ar á svipaðan hátt og epli: Með kanil, engifer, negul og múskati, jafnvel með líkjörum og búrbónviskýi. Mjög ljúffengt. En mér hafði ekki hugkvæmst að láta íslenskar gulrófur hlaupa í skarðið fyrir amerískar „sweet potatoes" og hafði því fram að síðustu helgi einkum notað þær á hefðbundinn hátt í salöt og stöppur. En strax á sunnudaginn tók ég til við að prófa nýja rófnarétti og bráðum koma upp- skriftir að tveimur slíkum auk þess sem minnt verður á rófnasalat og risotto. Við höf- um ekki efni á að láta þetta safa- og C-víta- mínríka rófufjall tréna á slíkum dýrtíðartím- um (þegar blómkál frá Kaliforníu er t.a.m. selt á 500 kr. kílóið!). Verst að margir íslendingar eru fordóma- fullir gagnvart rófum, þykja þær ekki nógu „fínar". Kannski eru þetta gömul áhrif frá Dönum sem nota rófur fyrst og fremst sem dýrafóður. En þess ber að geta að danskur jarðvegur er rófum fremur óhagstæður, og þær geta aldrei orðið eins safaríkar og hér. — En ekki er allt sem sýnist, hvorki varðandi rófur né aðra jarðneska ávexti. Fyrir framan Kölska er Kristur eins og nafntogaður maður komst að orði. Rósir eru ekki ávallt rauðar, né blóð barasta rautt (t.d. í tíðahringleikahús- inu, svo dæmi sé tekið). í vísindum gefa menn sér gjarnan forsendur og komast að niðurstöðu í samræmi við þær. 1 þessu sam- bandi má nefna hinn svokallaða Rosenthal- effect, þar sem vísindamenn fengu sömu teg- und tilraunadýra til rannsóknar (upphaflega rottur). Gæði þeirra voru hin sömu, en mönnunum sem skipt var í tvo aðskilda hópa var tjáð að hér væri annars vegar um léleg- ustu tilraunadýr að ræða, hins vegar þau frá- bærustu. í samræmi við meintar forsendur voru niðurstöður rannsóknarhópanna gjör- ólíkar. Meðvituð um þetta lét ég tvo ágæta vini mína bragða á sömu gulrófubökunni. Annar fékk að vita um hið rétta innihald, en hinn var þess fullviss að hér væri á ferðinni réttur úr hinum bragðgóðu „sweet potatoes", enda sigldur um víða veröld. Og viti menn: Þeim bar síður en svo saman um bragðgæðin. Svo var nú það. Hvað sem þessari tilraun líður þakka ég Kolbrúnu Halldórsdóttur kærlega fyrir ábendinguna og er sammála henni að íslendingar megi ekki leggja niður rófuna. Hér koma svo uppskriftirnar. Gulrófur í salat > Einfaldasta meðlætissalat sem um getur eru rifnar, hráar gulrófur, bragðbættar með hnefafylli af rúsínum og ögn af sítrónusafa, söxuðum hnetum ef til eru. Einnig er gott að blanda appelsínubitum saman við rifnar gul- rófurnar, hræra e.t.v. ögn af púðursykri sam- an við, og bera fram á salatblöðum. Gulrófur o.fl. í risotto Þegar fátt er til ætilegt í kotinu má samt alltaf búa til fyrirtaks risotto, séu hrísgrjón til staðar og eitthvað smávegis af grænmeti. Sjóðið hrísgrjón og saxið eða rífið það grænmeti sem þið hafið við hendina, s.s. eins og rófur, gulrætur, lauk, hvítkál eða púrrur. Hitið í potti slettu af matarolíu og smjörlíkis- klípu, setjið 2—3 tsk af karrýi saman við og látið krauma í 3—4 mín. Léttsteikið græn- metið upp úr þessu, slettið þá smá vatni út í og leyfið grænmetinu að malla í nokkrar mínútur til viðbótar, hrærið þá soðnum hrís- grjónunum saman við og bragðbætið að lok- um með ögn af soyasósu. Krydduö gulrófubaka Deig: 4 dl hveiti 175 g smjör eða smjörlíki 2—3 msk sykur 4—5 msk kalt vatn Fylling: 3 dl soðnar, stappaðar gulrófur 3 egg, hrærð 1 dl púðursykur 1 tsk steyttur kanell eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Vz tsk steytt engifer Vz tsk steyttur neguil 14 tsk steytt múskat 3A tsk salt 3 dl soðin mjólk 1. Setjið ofninn á 190 gr. C og smyrjið form- ið. 2. Blandið hveiti og sykri á borðið. 3. Saxið smjörið/smjörlíkið saman við með hníf og myljið það síðan með fingrunum. Dreypið vatninu yfir og hnoðið deigið snöggum handtökum, svo smjörið bráðni ekki um of og deigið klessist. Geymið deigið í kæliskáp á meðan fyllingin er bú- in til. 4. Blandið saman í stórri skál stöppuðum rófum, hrærðum eggjum, sykri, kryddi og mjólk og hrærið hressilega í þar til allt er vel samlagað. 5. Fletjið deigið út, skerið í kringlótta köku hæfilega stóra til að þekja smurt formið og jaðar þess. Hellið að lokum fylling- unni í deigskelina og bakið í tæpa klukkustund. 6. Kælið bökuna áður en hún er borin fram ásamt þeyttum rjóma. Eftirréttur meö eplum og gulrófum Afhýðið rófur og epli, skerið í þunnar sneiðar. Raðið til skiptis í smurt, eldfast mót, setjið rúsínur og e.t.v. grófsaxaðar hnetur inn á milli og kryddið með kanel. Setjið litlar smjör- eða smjörlíkisklípur ofan á og bakið í otni við 200 gr. C, í u.þ.b. 45 mín. Berið fram heitt eitt sér eða með sýrðum rjóma eða þeyttum. IÞROTTIR Vondir leiðbeinendur „fþróttir eru hentug leið að ákveðnu marki, sem markað hefur verið fyrirfram. Reyndar notum við allar heppilegar leiðir að þessu marki og íþróttirnar eru sú besta og ör- uggasta. Fyrir utan að efla hinar félagslegu hliðar stuðla íþróttirnar einnig að líkamleg- um þroska. Þannig er útilokað að reka íþróttahreyfingu sem er án sálar. Slík hreyf- ing stenst aldrei til lengdar." Sá sem svo mæl- ir er Siguröur Geirdal, framkvæmdastjóri Ungmennafélags íslands. í síðasta íþróttapistli fjallaði ég um orsakir þess að börn og unglingar hætta að stunda íþróttir og vitnaði til norskrar rannsóknar á þessu sviði. Hér á eftir er ætlunin að halda áfram þessari umfjöllun og skoða sálarlíf íþróttahreyfingarinnar. Leitað verður fanga á heimaslóðum enda er varasamt að túlka niðurstöður erlendrar könnunar sem ein- hvern mælikvarða á það hvernig þessum málum er háttað hérlendis. Jóhannes Atlason, íþróttakennari og knattspyrnuþjálfari, hefur langa reynslu í þessum málum, sem íþróttamaður, kennari og leiðbeinandi. Við skulum gefa honum orðið: „Ég held að það sé víða pottur brotinn í þjálfun yngri flokkanna. En það er geysi- legur munur á milli félaga hvernig þau standa að þessum málum. Það hafa orðið miklar framfarir hjá stærri félögunum á meðan önnur og minni félög hafa staðið í stað og sums staðar hefur gæðum þjálfunar- innar hrakað mjög. En hvernig heldurðu að það sé að fá 60 áhugasama stráka á æfingu? Eins og í annarri kennslu er hætt við að at- hyglin beinist fyrst og fremst að þeim sem eru bestir og hinir lenda hálfpartinn utan við kjarnann." Fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur hér ákveðnar skoðanir: „Það er óvæginn og harður samkeppnisandi innan íþróttanna þannig að börn og unglingar lenda oft í því að vera útskúfuð af „vinum“ innan íþrótta- hreyfingarinnar. Ég hef verið í hópi þar sem strák var úthýst vegna þess að hann var oft íI skítugum fötum. Það var gert grín að þessu. í þessu umhverfi eru menn alltaf að leika ein- hverja kalda karla og ég hef það á tilfinn- ingunni að ástandið versni stöðugt. Þá vil ég benda á að æ sjaldgæfara er að finna sérstak- ar „týpur“ í íþróttafélögunum. Það er ein- ungis viss „kategóría" af t.d. knattspyrnu- mönnum sem þolir þetta umhverfi. Ef ein- hver sker sig úr, til dæmis varðandi klæða- burð eða hegðun, er sá hinn sami orðinn að félagslegu vandamáli í hópnum, hann er út- skúfaður og fældur í burt. Þetta eru menn- irnir sem oft geta gert hið óvænta. En þess ber einnig að geta, að umburðarlyndi gagn- vart þessum „týpum" er mjög misjafnt eftir félögum. Ég veit að það eru margir sem eiga slæmar minningar frá veru sinni í íþrótta- félagi, en ástæðurnar fyrir því geta verið mýmargar." Innan íþróttahreyfingarinnar er ábyrgðin fyrst og fremst hjá þjálfurum og leiðbein- endum. Yfirleitt veljast hæfir menn til þess- ara starfa, en jafnframt eru til mýmörg dæmi sem sanna hið gagnstæða. Ég læt nægja að nefna eitt atvik. Fyrir nokkrum árum fylgd- ist ég með leik tveggja knattspyrnuliða í fjórða flokki. Stór og stæltur strákur í öðru liðinu hagaði sér vægast sagt ruddalega, reif kjaft við allt og alla og m.a. sparkaði niður leikmann í liði mótherjanna þegar dómarinn sá ekki til. Viðkomandi þjálfari fylgdist með öllu saman, en hafðist ekkert að. Hann lét sér nægja að öskra öðru hvoru með alvöru- þunga: „Berjast, berjast!" Jóhannes Atlason: „Ég þekki dæmi um þetta. Eitt sinn blöskraði mér alveg framkoma íþróttakennara nokk- urs sem þjálfaði strákalið. Þarna var nánast verið að kenna strákunum að rífast í dómar- anum og um leið verið að ala á ranghug- myndum varðandi tilgang þess að stunda íþróttir. Mér hefur ávallt fundist framkoma liðsins lýsa þjálfaranum betur heldur en ein- staklingunum sem liðið skipa." Sigurður Geirdal bendir á að skortur á hæf- um leiðbeinendum sé verulegur, enda séu menntunarmál íþróttahreyfingarinnar í ólestri. „Á mörgum stöðum úti á landi er þetta tilfinnanlegt vandamál og á reyndar ekki síður við um íþróttakennslu. Margir krakkar þar fá ekki nauðsynlega undirstöðu og þegar þeir koma í æðri skóla í stærri bæj- um forðast þeir íþróttirnar og missa þar með af stærsta félagslega þættinum í skólunum." Að þjálfurum og leiðbeinendum undan- skildum eru foreldrar sá hópur sem mest áhrif hefur á íþróttaiðkun barna og unglinga. Jóhannes Atlason bendir reyndar á að flestir eftir Ingólf Hannesson foreldrar láti sig litlu varða þetta tómstunda- gaman barnanna og það hafi oft komið upp tilvik þar sem foreldrar gerðu sér enga grein fyrir hæfileikum eigin barns á þessu sviði. Én landsliðsmaðurinn fyrrverandi, sem vitn- að var til hér að framan, hefur einnig aðra sögu að segja: „Ég man vel eftir foreldrum sem gerðu óeðlilega miklar kröfur til barna sinna. Börnin voru hreinlega brotin niður með of miklum væntingum, þau áttu að vera best í öllum íþróttum. I minni íþrótt man ég eftir að foreldrar eins stráksins fylgdust með öllum leikjum hans. í leikhléi komu þau og fundu að við strákinn, rifust í honum og æstu hann upp. Síðan hnykktu þau á með því að segja yfir hópinn: „Og taka þessa gemlinga svo, berjast!" Strákurinn hætti alfarið í íþrótt- um fáum árum seinna. Það verður ekki fjallað um þessi mál svo að ekki sé minnst á áhrif fjölmiðla. Vestur- þýskur félagsfræðingur, Gerd Hortleder, hef- ur sýnt fram á fylgni á milli fjölda sjónvarps- tækja og meðlimafjölda vestur-þýska íþrótta- sambandsins. Hugsanlegt er að þetta gildi einnig hér. Hvað um það, fjölmiðlarnir búa til ákveðna mynd af íþróttum og íþróttamönn- um, sem börn og unglingar upplifa einatt sem eftirsóknarverða. íþróttafréttir snúast að mestu leyti um nöfn (einstaklinga) og töl- ur (árangur) og greypa í huga manna að þetta sé það sem mestu máli skiptir varðandi íþróttir. Nóg um fjölmiðla að sinni. Sú mynd af íþróttum sem dregin er upp hér að framan er fremur dökk vegna þess að þetta er sú ásjóna íþróttahreyfingarinnar, sem aldrei er minnst á, nokkurs konar „tabú". Síðustu orðin hefur Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Isiands. „Fyrir nokkru var ég á ferð í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og kom við á Laugum. Á íþróttavellinum voru þrír strákar að leik, ég gekk til þeirra og tók einn strákinn tali. Þið æfið af krafti? — Já, já. Hvað eru margar æfingar í viku? Ja, svona tvær til þrjár. Og er gaman? — Nei, en ég mæti alltaf þrátt fyrir það. Ef ungmennafélagið væri ekki með þessar æf- ingar þá hittust krakkarnir í dalnum aldrei." HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.