Helgarpósturinn - 31.01.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 31.01.1985, Blaðsíða 24
lands, hefði setið „næturfundi" með forsprökkum starfsmannafélaga Ríkisútvarpsins vegna ákæru Þórd- ar Björnssonar ríkissaksóknara á hendur þessu fólki. Það mun rétt vera, að Jónatan hafi setið fundi með fulltrúum starfsmanna RÚV, þótt ekki hafi það verið næturfund- ir. Hins vegar láðist DV að geta þess, að ástæðan fyrir því að Jónatan varð við ósk starfsmannafélaganna um ráðgjöf í málinu er sú að honum þykir hálfpólitísk lykt af málinu öllu, bæði framkomu og yfirlýsing- um ráðamanna í BSRB-verkfallinu og ákæru Þórðar saksóknara. HP hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að Jónatan hafi ofboðið framganga ríkisvaldsins í verkfall- inu og þótt ráðamenn sýna fá- heyrða ósvífni í alis kyns hótunum um kærur, lögsókn o.s.frv. Þessi framganga ríkisvaidsins hafi í raun markað tímamót í sögu verkfalla á Islandi hin síðari ár. Þá er Jónatan ekki síður ósáttur við hlut ákæruvaldsins í málinu og telur að réttast hefði verið að fara venjulega sakamálaleið, ef einhverj- um þótti á sig hailað vegna aðgerða útvarpsmanna. Opinbera ákæru tel- ur hann vægast sagt vafasama. í raun sé ákæran hálfpólitísk aðgerð. Segja fróðir menn, að slík skoðun prófessors í lögum við HÍ sé í raun hæstiréttur um það atriði. Jónatan mun einkum hafa þrennt í huga: 1) útvarpsmönnum var birt ákæra í fjölmiðlum og nutu þar með ekki eðlilegrar réttarstöðu, 2) í fréttatil- kynningu var ákæran spyrt saman við ákæru á hendur ólöglegum út- varpsstöðvarmönnum (DV, Valhall- arútvarp o.fl.) og telur Jónatan þetta vægast sagt ósmekklegt, þótt rétt kunni að vera hjá ríkissaksókn- ara að hagkvæmara sé að senda út eina fréttatilkynningu í stað tveggja og 3) að ekki liggi nægileg efni og ástæður að baki ákærunni til þess að sakfella viðkomandi útvarps- menn, eða með öðrum orðum að ákæran sé út í hött. Þórður Björnsson hefur viður- kennt, að réttast hefði verið að birta ákæruna áður en hún var send til fjölmiðla. Hann hefur líka viður- kennt, að ósmekklegt hafi verið að spyrða saman ákæruna á útvarps- mennina og „ólöglega" liðið. En hann á eftir að viðurkenna þriðja gagnrýnisatriði Jónatans og það alvarlegasta, nefnilega að ákæran sé della. Rök Jónatans munu meðal annars vera þau, að samkvæmt þeirri lagagrein sem ríkissaksóknari styðst við liggi ann- að hvort við varðhald eða fangelsi í allt að 3 ár. Fébætur komi ekki tii álita nema útvarpsfólkið eigi sér einhverjar málsbætur. Ákæra Þórð- ar sé þannig til komin af fljótfærni. Síðustu fréttir herma, að enn sé ekki búið að birta sakborningunum í málinu ákæruna... J _ _ fyrrum aðstoðarmaður Gunnars Thoroddsens heitins forsætisráð- herra, sem starfað hefur um all- langa hríð hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar, hefur hætt störfum þar ný- verið. Eftir því sem HP kemst næst mun ástæðan fyrir uppsögn Jóns Orms vera ágreiningur hans við for- svarsmenn Hjálparstofnunarinnar um ýmis grundvallaratriði er varða þróunaraðstoð og hjálparstarf. Segir sagan, að honum þyki þeir Hjálpar- stofnunarmenn hafa misst sjónar á frumreglum þess göfuga starfs, sem aðstoð við hungraða er... ■ W Hargir eru þess minnugir þegar Megas flutti passíusálmana í Gallerí SÚM 1973 með sínu nefi. Hneyksluðust margir en aðdáendur Megasar höfðu gaman af rokkuðum sálmum Hallgríms Péturssonar sál- uga. Nú hyggst Megas endurtaka leikinn og hefur hljómplötuútgáfan Grammið sótt um leyfi fyrir Megas að flytja sama passíusáimapró- gramm laugardaginn fyrir páska. Leyfisumsóknin liggur nú hjá lög- reglustjóra því bannað er með lög- um að halda skemmtanir eftir klukkan 18 laugardaginn fyrir páska. Hins vegar mun vefjast fyrir yf irvöldum hvort umrædda umsókn beri að líta á sem umsókn fyrir helgitónleikum eða skemmtun. Því má bæta við að á páskadag verður Megas fertugur... l borgarkerfinu og þá einkum á meðal sjálfstæðismannaer talsverð- ur taugatitringur vegna leyfis sem veitt var til byggingar fjölbýlishúss á lítilli lóð í Stangarholtinu. Leyfið var veitt á pólitískum forsendum og töldu sjálfstæðismenn að málið myndi ekki draga slóða á eftir sér. Sú varð hins vegar raunin, því nú munu íbúarnir í grenndinni vera æfir út í Davíð borgarstjóra og Co. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, ef ekki vildi svo illa til að yfirgnæfandi meirihluti íbúanna er sjálfstæðismenn. Nú hafa þeir hótað öllu illu og lýst því yfir, að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn aldrei aftur. Ástæðan fyrir reiði íbúanna helgast aðallega af því, að með fjölbýlishús- inu, sem á að vera 14 metra hátt og 80 metrar á lengd, hverfur allt út- sýni sem íbúarnir höfðu áður. Segir sagan að nú sitji Davíð og féiagar og velti því fyrir sér hvort þeir séu ekki tilneyddir til þess að láta undan hót- unum íbúanna, eins og þeir þurftu að gera vegna byggingarmála í grennd við Gnoðarvoginn á sínum tíma. .. l Sjallanum á Akureyri er bjór- kráin Bikarinn til hliðar við and- dyri. Uppistaðan í bjórlíki Sjallans er pilsner, sem er keyptur frá Sanitas-verksmiðjunni þarna skammt frá á Eyrinni. í umræðunni um bjórinn er þetta dæmi gjarnan nefnt, því áður en Sanitasmenn tappa á pilsnerflöskurnar verða þeir að þynna tilbúinn alvöru bjór niður í „pilsnermörk" til þess að geta selt Sjallanum. En um leið og pilsnerinn er kominn í Sjallann sveitast menn þar við að blanda pilsnerinn og styrkja með brenndu víni til þess að hann nái sama styrkleika og bjór- inn, sem Sanitas þynnti fyrir Sjall- ann... Alltaf er vitleysan nú eins... Reiknivélar Fyrsta flokks vélar á skrifstofuna á góðu verði Teg. 1015 Teg. 1030 Teg. 1230 Teg. 2000 kr.: 3.560 kr.: 4.680 kr.: 5.280 kr.: 7.950 NON HF. Hverfisgötu 105 S. 26235 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.