Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 3
conur gagnrýna Idavali norrænu itíðarinnar: VIÐ KONUR FA UÖÐ" sem runnin er undan rifjum karla væri ekki allsráðandi. Þessi ljódlistarhátíð færir okkur heim sanninn um það að ef við færum ekki sjálfar af stað myndi aldrei heyrast neitt í okkur.“ — Ætlar þú að mæta? „Eg er að hugsa um að láta það ógert, fyrst svona er að þessu staðið, þótt að sjálfsögðu íangi mann að fylgjast með því sem er að gerast á þessu sviði, bæði meðal karla og kvenna." Ingibjörg Haraldsdóttir: „Karlremba og ihaldssemi" „Mér finnst það mjög alvarlegt mál og alveg fáránlegt að af 27 skáldum séu aðeins tvær konur sem taki þátt í Norrænu ljóðlist- arhátíðinni." — Er þetta tilviljun? „Er þetta ekki bara karlremba og íhaldssemi? Ég sé enga aðra skýringu." — Finnst þér full ástæða til að hvetja konur tii að koma hvergi nærri hátíðinni? „Já, ég hugsa það. Ég ætla a.m.k. ekki að koma nálægt henni. Ég held við konur verð- um að fara að taka þessi mál fast- ari tökum.“ — Kannski með því að halda sérstaka kven-ljóðlist- arhátíð? „Nei, mér finnst aðskilnaðar- stefnan jafn fáránleg hvort kynið ,sem í hlut á.“ Magnea Matthíasdóttir: „Hvet konur til að koma hvergi nærri hátíðinni" „Þetta eru orð í tíma töluð hjá Helgu Kress,“ sagði Magnea Matthíasdóttir, „því þegar kona skrifar er það oftast stimplað kvennabókmenntir sem minnir óþægilega á stimpilinn kerlinga- bækur, sem notaður var hér á ár- um áður um ástarrómana og reyfara. Þetta finnst mér endur- spegla matið á þeim konum sem skrifa." — Ætlar þú að mæta á há- tíðina? „Nei, það geri ég ekki og mér finnst full ástæða til að hvetja konur til að koma þar hvergi nærri. Mér finnst þetta hrein móðgun við allar konur sem skrifa ljóð, bæði á Norðurlönd- um og ekki síst íslenskar konur og hlýtur alfarið að skrifast á reikning þeirra sem að hátíðinni standa. Þetta lýsir hroka og lítils- virðingu sem er sárari en annað, því að maður skyldi nú halda að ljóðið væri hafið yfir slíkt." Knut Ödeaárd, forstjóri Norræna nússins: „Vil ekki tjá mig um málið" Knut Ödegárd, forstjóri Nor- ræna hússins og einn forsvars- manna norrænu ljóðlistarhátíð- arinnar, vildi ekki tjá sig um gagnrýni Helgu Kress dósents á kynjaskiptingu skálda á hátíð- inni, né um málið í heild. „Ég vil ekki tjá mig um málið að svo stöddu,“ sagði Knut Ödegárd við HP. Hvernig nennið þið þessu, strákar? „Nennum þessu?! Þetta er bara svo skemmtilegt! Gaman! Það verður örugglega fokið í flest skjól fyrir okkur þegar við hættum að nenna þessu. Ekki satt?" — Eruð þið kannski að verða einhvers konar Sumar- gleði? „Sumargleði? Já, já. Ég hugsa að við séum heldur glaðari ef eitthvað er. Svona sumargleði-gleði. En auðvitað erum við ekki eins fágaðir í gleðinni og Sumargleðin. Þeir hafa jú aldurinn fram yfir okkur og það vita allir að með aldrinum kemur fágun- in. En ég vona að Raggi Bjarna geti sætt sig við okkur sem sporgöngumenn sína. . . " — Nú spilið þið og skemmtið austur í Atlavík ár eftir ár. Hvers vegna ekki í Galtalæk, já eða Viðey? „Þetta er fallegasti staður á landinu. Og sá besti í góðu veðri. Það er ekki á neinn hallað þótt ég fullyrði það." — Er Atlavíkurhátíðin þá hið íslenska Woodstock; blóm, friður og ást? ,Ja, ef apa þarf slíkt eftir einhvers staðar hér á landi, þá held ég að Atlavík hljóti að vera rétti staðurinn." — Heldurðu að þið Stuðmennirnir verðið þarna ennþá eftir tíu ár? „Já, ætli það ekki bara. í fimmtíu ára áætlun okkar gerum við ráð fyrir því að vera þarna ennþá endrum og eins næstu fimm- tíu árin. Mér þætti heldur ekkert verra þótt við yrðum grafnir þarna í einhverjum skógarlundinum." — Það er valið lið skemmtikrafta og snillinga sem fylgir ykkur austur á land í þetta sinn — svo sem. . . „Fyrst skal auðvitað frægan telja Magnús Þór, Megas, sem gerir sitt debútt í Atlavíkinni. Svo eru það hljómlistarmennirnir frá Senegal, blámennirnir góðu, sem hvarvetna hafa spilað við fádæma hrifningu. HLH-flokkurinn kemur líka, þeir Halli, Laddi og Björgvin. Fásinna heitir upprennandi hljómsveit sem sigraði í hljómsveitakeppni í fyrra. Hljómsveitakeppnin verður auðvit- að haldin að vanda, og ratleikurinn vinsæli. Ævar Kjartansson ætlar að sjá um að koma á laggirnar útvarpsstöð i víkinni — og síðast en ekki síst ætla kraftlyftingamenn að mæta á staðinn og spreyta sig." — En heiðursgesturinn? I fyrra var það stórstirni, bítillinn Ríngó. Hverjum mega Austfirðingar og gestir þeirra eiga von á í ár? „Það er ekki hægt að skýra frá því á þessari stundu. En það verður heiðursgestur. Hann birtist óvænt." — Getið þið fullyrt að Mick Jagger skjóti ekki allt í einu upp úfnum kollinum? „Nei, varla. Hann langaði að koma. Hann kom því bara ekki við." — Nú flykkist æska landsins út á þjóðvegina um helgina, sum ungmennin í fyrsta sinn. Getur þú, gamall skemmtikraftur, gefið æskunni einhver heilræði? „Jú, að hafa með sér Fishermans Friend (Vin fiskimannsins) til þess að láta ekki sitt eftir liggja í fjöldasöngnum. Það eru hálstöflur og fást í flestum apótekum. Ég vil líka ráðleggja fólki að vera vel búið niðrum sig, svo það sé ekki hætta á blöðru- bólgu og slíkum líkamsmeinum." — Þú horfir sumsé björtum augum fram á veginn á helgina? , Já, það fer ekki á milli mála að straumurinn liggur í Atlavík, einsog kaupmennirnir segja. Nú er hið besta veður fyrir austan, þótt þeir séu að spá því að eitthvað syrti í álinn þegar líður á helgina. En við munum gera okkar besta til að bægja því öllu frá." — Það væri sem sagt ráð að skella sér? „Tvímælalaust." Egill Ölafsson er Stuðmaður. Nú dembist enn einu sinni verslunar- mannahelgi yfir landsmenn og enn skemmta Egill og Stuðmennirnir I lundinum góða austur í Atlavík. Egill Ólafsson HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.