Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 14
lendinga er nú farið að vekja mikia athygli og áhuga víða erlendis. Hafa fjölmargir erlendir áhugamenn og sérfræðingar um áfengisvandamál- ið heimsótt landið á undanförnum árum til að forvitnast um starfsemi SÁÁ. En stærsta og viðamesta heim- sóknin var þó fyrr í vikunni þegar 15 manna þingnefnd sænska þings- ins kom sérstaklega til íslands til að kynna sér nýjar aðferðir íslendinga við alkóhólisma og einnig til að kynna sér rekstur íslenskra heilsu- gæslustöðva. Nefndin er saman sett af öllum flokkum sænska þingsins og fjallar sérstaklega um heilbrigð- ismál í þinginu. í þessari heimsókn skoðaði nefndin skrifstofu SÁÁ og sjúkrastöðina að Vogi, svo og með- ferðarheimilið Von, sem rekið er fyrir skandinavíska alkóhólista og heimsótti heimili Edwalds ,,Lilia“ Berndsen á Ránargötunni. Þessi heimsókn er fyrir margra hluta sak- ir merkileg, en kannski fyrst og fremst vegna þess að hún markar sennilega tímamót í sögu áfengis- meðferðar í Svíþjóð. Sænskir lækn- ar og aðrir einstaklingar hafa haft mikinn áhuga á að hefja meðferð eftir SÁÁ-aðferðinni en skort til þess fé og stuðning þingsins. Munu sænsku þingmennirnir hafa orðið svo hrifnir af starfi SÁÁ á íslandi að víst er talið að nefndin muni beita áhrifum sínum í sænska þinginu um mótun nýrrar áfengismeðferðar- stefnu. Það sem vakti þó kannski mesta hrifningu sænsku þingmann- anna var að Stefán Benediktsson BJ hélt langa og mikla ræðu á Vogi meðan á heimsókn þeirra stóð, und- ir heitinu „SÁÁ frá sjónarhóli stjórn- málamanns." Munu augu Svíanna hafa opnast enn meira fyrir hlut- verki pólitíkusa í meðferð alkóhól- ista. . . v egna hinna annarlegu af- greiðsluhátta dómsmálaráðuneytis- ins og Jóns Helgasonar dóms- málaráðherra á vínveitingaleyfum hafa skapast pólitísk straumhvörf hjá eigendum veitingahúsa. Við fréttum að nýlega hafi þrjár fjöl- skyldur, sem allar reka veitingastaði á Reykjavíkursvæðinu, gengið í Framsóknarflokkinn. Ástæðan er litur Framsóknar er talinn munu auka möguleikana á endurnýjun vínveitingaleyfa. . . Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem aetlar framúr þarf aö gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf aö hægja ferö. Stefnuljósin er sjálfsagt aö nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiöir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. yUMFEROAR RÁÐ FREE STYLE FORMSKUM L'OREAL SKÚMihárið? Já — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL og hárgreiðslan verður leikur einn. SYNINGAR Árbæjarsafn Sumarsýningin er farandsýning frá þjóð- minjasafni Grænlendinga og lýsir græn- lensku bátunum „qajaq" og „umíaq". Hún er hingað komin á vegum Útnorðursafnsins, en svo nefnist samstarf nokkurra menning- arsögulegra safna í Færeyjum, á Grænlandi og á íslandi. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins frá kl. 13.30 til 18 alla daga nema mánudaga. Ásgrímssafn Sumarsýning: Úrval verka Ásgríms. Opið alla daga nema laugardaga kl. 13.30 — 16. Galierí Borg Pósthússtræti 9 Á sumarsýningu gallerísins gefur að líta um 100 myndverk, aðallega grafík, pastelmynd- ir, vatnslitamyndir og teikningar eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar, einnig list- muni úr keramiki og gleri. Þessi fjölbreytta sýning verður opin í júlí og ágúst virka daga frá kl. 12 til 18, og mun taka einhverjum breytingum frá degi til dags. Gallerí Borg verður lokið um helgar í júlí og ágúst, nema með sérstöku samkomulagi við einstaklinga eða hópa. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Sumarsýning fram í miðjan ágúst. Þetta er sölusýning og á henni eru grafíkmyndir, keramík, glermyndir, vatnslitamyndir, textíl o.fl... Opið kl. 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Kynning á myndverkum og slæð- um Aðalheiðar Skarphéðinsdóttur textíl- hönnuðar, frá 22. júlí. Kjarvalsstaðir viö Miklatún Norræn vefjarlistarsýning 3.-8. ágúst í öllu húsinu. Þetta er farandsýning, kemur hingað frá Noregi og lýkur í Svíþjóð á næsta ári eftir viðkomu á öllum hinum Norðurlönd- unum. Á sýningunni hér verður eitt útiverk, textflverk eftir Þórdísi Sigurðardóttur, sem ekki getur þó fylgt farandsýningunni milli landa vegna erfiðleika varðandi flutning og uppsetningu. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Lokað til 17. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar Hnitbjörgum við Njaröargötu Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safnsins er opinn daglega frá kl. 11—17. Listasafn íslands Við Suðurgötu í tilefni 100 ára afmælis Listasafns íslands var efnt til sýningar í safninu á verkum fjög- urra frumherja í íslenskri málaralist; þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónsson- ar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S. Kjarvals. Sýningin er opin fyrst um sinn um helgar frá 1:30 til 22 en virka daga frá kl. 1:30 til 18 og stendur til ágústloka. Norræna húsið I kvöld, fimmtudaginn 1. ágúst kl. 20.30, heldur dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, fyrirlestur er nefnist „Úr kirkjusögu íslands" og verður fluttur á sænsku. Þessi sumardag- skrá, „Opið hús", er aöallega ætluð norræn- um feröamönnum og er á dagskrá á hverjum fimmtudegi. íslendingar eru engu að síður velkomnir. Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsen „Heyrið vella á heiðum hveri", með sænsku tali. Aðgangur er ókeypis. Bókasafn og kaffistofa verða opin til kl. 22.00. Föstudaginn 2. ágúst kl. 17 verður opnuð í Norræna húsinu sýning á verkum skoska myndlistarmannsins Jimmy Boyle og skjól- stæðinga hans úr „The Gateway Exchange" sem er opin vinnustofa fyrir ungt fólk, sem ýmist er nýkomið úr fangelsi, nýsloppið und- an oki eiturlyfja, eöa þarf á endurhæfingu að halda af öðrum ástæðum. Jimmy Boyle, stofnandi þessarar miðstöðvar, er fyrrver- andi refsifangi. Sýningin er sett upp í tenglsum við VI. nor- ræna námsþingið í listmeðferð og er um leið framlag til alþjóðaárs æskunnar. Hún verður opin daglega kl. 14.00—19.00 til 11. ágúst. Föstudaginn 2. ágúst kl. 20.30 heldur Jan Thomæusteiknikennari frá Svíþjóð fyrirlest- ur og sýnir litskyggnur á vegum Teikni- kennarafélagsins. Hann er þekktur braut- ryðjandi listmeðferðar á Norðurlöndum og hefur skrifað margar bækur um skapandi myndlist. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. í anddyri Norræna hússins er sýning á Ijós- myndum Augusts Strindberg. Henni lýkur 8. ágúst. Nýiistasafnið Vatnsstíg 3b Sýning á landslagsmálverkum hollenska listamannsins Coos Overbeeke sem öll eru máluð á þessu ári. . . og nokkuð aflöng. . . Hún verður opnuð annað kvöld, föstudag kl. 20, stendur til 4. ágúst, kl. 16—22 virka daga og 14 — 22 um helgar. Þjóðminjasafn fslands I Bogasal stendur yfir sýningin Með silfur- bjarta nál, íslenskar hannyrðakonur og handverk þeirra. Á sýningunni eru hannyrði íslenskra kvennar undanfarinna alda. Opið kl. 13.30 — 16 daglega. Gallerí Salurinn Vesturgötu 3 Teiknisýningin Kynlíf íslenskra karlmanna. stendur til 7. ágúst alla daga nema mánu- daga frá kl. 13 — 18. Slunkaríki fsafirði Ljósmyndasýning Svölu Jónsdóttur til 2. ág- úst. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O iéleg Háskólabíó Vitnið (The Witness) ★★★ Handirit: Earl W. Wallace/Villiam Kelley. Kvikmyndataka: John Seale. Tónlist: Maur- ice Jarre. Leikstjóri: Harrison Ford, Kelly Mc- Gills, Josef Sommer, Lukas Haas, Jan Rub- es, Alexander Godunov og fl. Að mínu mati er Feter Weir einhver mesti snillingur kvikmyndagerðarmanna í heimin- um í dag, og meistaraverkið Vitnið er fagur vitnisburður um leikstjóra sem heldur öllum sínum einkennum og hefðum heimalands- ins, þótt hann bregði sér til Ameríku og geri kvikmyndir. - IM. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Nýjabíó ★★ Að vera eða vera ekki (To be or not to be) Nýjasta Mel Brooks myndin, þar sem hann fær til liðs við sig í aðalhlutverkin eiginkonu sína Anne Bancroft, Tim Matheson, Charles Durning og síðast en ekki síst José Ferrer. Leikstjóri Alan Johnson. Tónlist: John Morr- is. Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Einnig kl. 3. um helgina. Regnboginn Glæfraför (Uncommon Valor) Meðal leikenda er Gene Hackman. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. Fálkinn og Snjómaðurinn (The Falcon and the Snowman) ★★★ Fálkinn og Snjómaðurinn er bæði spenn- andi og skemmtileg mynd, og það er ekki síst að þakka afbragðsleik þeirra Penn og Suchet, að ógleymdu vönduðu handverki, sérstaklega klippingu. -iM. Sýnd kl. 3.05, 5.30 og 9.05. Bönnuö innan 12 ára. Löggan í Beverly Hills (Beverly Hills Cop) ★★★ Bandarísk, árgerð 1984. Aðalhlutverk Eddie Murphy Þrælgóður að vanda. Leikstjóri Martin Brest. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Stjörnuglópar Sýnd kl. 3, 5, 7,9 og 11.15. Tortímandinn ★ James Cameron notar hér fáar en fjöltroðn- ar leiðir í framsetningu efniviðarins, sem leiðir til vægast sagt einhæfra átaka sem aft- ur byggjast á þessu þrennu: Eltingaleik, oltn- um bflum og skothríðum. Ekki þar fyrir að Schwarzenegger fer það djöfulli vel að leika vélmenni. - SER. Sýnd kl. 9.15 og 11.15. Bönnuö innan 16 ára. Korsíkubræðurnir Bráðfjörug, ný gamanmynd með hinum vin- sælu Cheech og Chong sem allir þekkja úr „Up the Smoke" (i svælu og reyk). Aðalhlutverk: Cheech Martin og Thomas Chong. Leikstjóri: Thomas Chong. Sýnd kl. 3.15, 5.15 og 7.15. Bönnuð innan 16 ára. Bíóhöliin Salur 1 ,,Grand View USA" Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis (Vistaskipti). Leikstjóri: Randall Kleiser (Grease, Blue Lagoon). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Víg í sjónmáli A View to Kill ★★ Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Salur 3 Allt í klessu (Scavenger hunt) Grínmynd með úrvalsleikurm sem koma öll- um í gott skap. Aðalhlutverk: Richard Mulligan, Robert Morley, James Coco, Arn- old Schwarzenegger, Ruth Gordon o.m.fl. Leikstjóri: Michael Schultz. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Salur 4 Hefnd busanna (The Revenge of the Nerds) Salur 5 Næturklúbburinn (The Cotton Club) ★★★ Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Sagan endalausa Sýnd kl. 2.30 um helgina. Einnig eru 2.30 eða 3 sýningar á myndunum um helgina. Laugarásbíó Salur A Myrkraverk (Into the night) ★★ Handrit: Ron Koslow. Tónlist: Ira Newborn. Kvikmyndataka: Robert Paynter. Framleið- endur: George Folsey/Ron Koslow. Leikstjóri John Landis. Aðalhlutverk: Jeff Goldblum, Michelle Pfeiffer, Richard Farnsworth, Irene Papas, Kathryn Harrold og fl. Þessi blanda gerir áhrofandann afskipta- lausan gagnvart framrás myndarinnar og lokalausn; eiginlega er manni orðið alveg sama um persónurnar, vegna þess að heild- arstemmning myndarinnar er öll í brotum. En hvað um það, Myrkraverk er klikkuð og skemmtileg, þótt ekki væri annað en að sjá stórstirni í aukahlutverkum (David Bowie, Dan Ackroyd, Vera Miles, og leikstjórana Roger Vaddim og Paul Mazursky). Svo því ekki að kæla niður sumarhitann í svölum sal Laugarásbíós, spenna á sig öryggisbeltin og fljúga inn í klikkaða nótt Landis og félaga? Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. _ |jy| Bönnuð innan 14 ára. Salur B Ævintýrasteinninn (Romancing the Stone) ★★★ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur C Djöfullinn í fröken Jónu Bresk mynd um kynsvall í neðra, en því mið- ur er þar allt bannað sem gott þykir. Sýnd. kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Austurbæjarbíó Salur 1 Sveifluvaktin (Swing Shift) Gáfaða Ijóskan Goldie Hawn í aðalhlutverki. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Raunir saklausra (Ordeal by Innocence) ★★ Handrit: Alexander Stuart eftir sögu Agöthu Christie. Tónlist: Dave Brubeck. Framleið- endur: Meneham Golan/Yoram Globus. Leikstjóri: Desmond Davis. Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Faye Dunaway, Chris- topher Plummer, lan McShane, Sarah Miles, Diana Quick, Anette Crosbie, Michael Elpick o.fl. Ég verð að viðurkenna eitt strax: Ég hef aldrei verið yfir mig hrifinn af Agöthu Christ- ie... En sennilega er ég bara vondur leyni- lögreglumaður. . . Enskt og bandarískt stjörnulið prýðir hlutverkaskrána, en allt kemur fyrir ekki, þessi formúla gengur því miður ekki upp, og myndin verður bæði stemmnings- og spennulaus. En kannski mætti segja að þetta væri saklaus skemmt- un. - IM. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Blade runner Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16. ára. When The Raven Flies (Hrafninn flýgur) Bönnuö innan 12 ára. Sýnd kl. 7. Tónabíó Hefndin „Utu" Nýsjálensk kvikmynd, endursýnd. Sýnd kl. 5 og 7. Purpurahjörtun (Purple Hearts) Leikstjórn: Sidney J. Furie. Aðalhlutverk: Cheryl Ladd, Ken Wahl, Stephan Lee, David Harris, Lane Smith, Annie McEnroe og fl. Sýnd kl. 9 og 11.15. Bönnuð innan 12 ára. Stjörnubíó Salur A Blaö skilur bakka og egg (Razor's Edge) Kvikmynd byggð á samnefndri sögu W. Somerset Maugham. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Salur B Síðasti drekinn (The Last Dragon) Bandarísk karatemynd með dundurmúsík. Fram koma De Barge (Rhythm of the Night), Vinity og flutt er tónlist með Stevie Wonder, Smokey Robinson, og The Temptations, Syreeth Rockwell, Charlene, Wille Hutsch og Alfie. Aðalhlutverk: Vanty og Taimak karatemeist- ari. Tónlistin úr myndinni hefur náð geysilegum vinsældum og er verið að frumsýna mynd- ina um heim allan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Einnig kl. 3 um helgar. VIÐBURÐIR Naust íslandskynning á fimmtudags-, föstudags-, sunnudags- og mánudagskvöldum fram til 18. ágúst, einkum ætluð erlendum ferða- mönnum, en að sjálfsögðu eru allir aðrir vel- komnir. Boðið verður uppá sjávarréttaborð, skyr, tískusýningu og þjóðlög. Síðastnefnda atriðið annast þau Bergþóra Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og munu flytja gömul og ný íslensk lög, lítilsháttar krydduð álfa- og draugasögum. íslands- kynning þessi er á vegum Álafoss og Nausts. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.