Réttur


Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 37

Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 37
RITSJÁ Jakobina Sigurðardóttir: Snaran. Skáldsaga. — Heimskringla. Reykjavík 1968. Það er sem flest form skáld- skapar leiki í höndum Jakobínu. Eftir að hafa hrist við þjóðinni með Ijóðum, þrungnum tilfinningahita beztu skálda ættjarðarástar á 19. öld, — brugðið sér í æfintýra- heim þjóðsögunnar færðan upp á nútímann, — iðkað smásagna- listina með ágætum og komið svo öllum að óvörum með hinni há- klassísku, fögru og formföstu „Dægurvísu", — þá kemur hún nú með eitthvert erfiðasta form sál- fræðilegrar skáldsögu, sem hugs- ast getur: að segja sögu fyrir munn eins verkamanns í framtiðar- verksmiðju erlends auðvalds á Is- landi: halda hugsunarhætti hans og orðaforða, tjáningarhætti og tilfinningasveiflum alla söguna út i gegn. En hin ramma ádeila og aðvör- un, sem i þessari sögu felst, verð- ur máske enn þá sterkara ein- mitt tjáð í gegnum þennan „miðil". Við upplifum í frásögn hans öfug- þróun viss hluta þjóðarinnar, þar sem mennirnir alltaf eru að minka á undanhaldi og undanslætti og sefa samvizku sína með „lýðræð- is“-kjaftæðinu, unz hún er sofnuð. Jakobina skilgreinir meistaralega í frásögn þessa verkamanns þá öfugþróun, sem ætti að vera Is- lendingum viðkvæmust. Allt þjóð- arstolt vort samtvinnast i einu orði: manngildi. Það var inntak „Islend- ingseðlisins", hugsjón sagnanna og endurreisnartímabilsins, — og varð einhver sterkasti veruleiki i þjóðinni á bezta baráttutíma- bili hennar á þessari öld og hinni siðustu. Við þekkjum það einkenni auðvaldsþjóðfélagsins að umskapa manngildið i peninga- gildi. Og hér sýnir Jakobina okkur hörmulegustu öfugþróunina, — þá, sem er að gerast og heldur á- fram, ef ekki er spyrnt við fótum: öfugþróun frá manngildi til mann- leysis, umhverfing Skarphéðins Njálssonar í Ketil skræk, svo tekn- ar sem táknmyndir úr manngildis- sögu Islendinga. Jakobína er hér með fingurinn á viðkvæmasta punktinum i því, sem er að gerast í dag: Mannskræfan „í ruslinu" skelfur á beinunum af ótta við uppsögn. Og hvað er að gerast í „toppi" Alþýðusambands Islands? — Er verið að undirbúa að fórna kauphækkunarnauðsyn íslenzks verkalýðs af ótta við þá valdhafa, sem skipuleggja atvinnu- leysi, til bess að hræða alþýðu frá kauphækkunarþaráttu? (En einmitt sameinað, hugrakkt Alþýðusam- band hefur aðstöðuna til að reka með verkföllum hverja þá ríkis- stjórn frá völdum, sem drýgir þann glæp að koma á atvinnuleysi, — rétt eins og verkamenn í verk- smiðjum erlenda auðvaldsins gætu gert allsherjarverkfall og tekið síð- an verksmiðjurnar til eigin rekst- urs, ef það ætti að stöðva þær). Það er mynd þess verkamanns, sem orðinn er andlegur bandingi Jakobina Sigurðardóttir (ásamt einni dóttur sinni). valdhafanna, sem Jakobína dregur hér upp af snilld — og lætur hann sjálfan lýsa þróunarferlinum um leið. Og þessi viðvörun á erindi víða: Það er t.d. ólikt betra að vera nauðugur bandingi andsósiai- ista í Bolungavík fyrir að heyja harða stéttabaráttu en að gerast fríviljugur bandingi höfðingjanna i Reykjavik til þess að reyna að binda verkamenn á klafa kaupkúg- unarinnar. — Og hvernig herða „höfðingjarnir" snöruna að hálsi bandingjanna, ef þeir ekki berjast? Þökk hafi Jakobina fyrir sitt verk, sem í senn er vopn og list, — og á svo brýnt erindi til allra Islendinga í dag. Margur mun undrast þann þrótt, sem hún býr yfir, sveitakonan mjóslegna við Mývatn, og hvort mun ekki mörgum beljakanum hér syðra hlaupa kapp i kinn við þau áfrýunarorð sem i sögu þessari felast. Hún tekur þar við, er Halldór Kiljan hættir, og sveiflar refsivendi sins kyngikraftar yfir þeirri kyn- 201

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.