Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 18
80 NÁTTÚRUFR. gildi merkinganna. Takmarkið er að merkja sem flesta fugla. Þess fleiri fuglar nást aftur og þeim mun meiri verður árang- urinn. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að svo góðar og miklar upplýsingar fáist um íslenzka farfugla og lifnaðarhætti þeirra, að við á því sviði verðum ekki lengur eftirbátar annarra þjóða. Hamburg, í apríl 1932. Finnur Guðmundsson. Líðsmenn víð ftiglamerkíngar. Fuglamerki þau, sem getið er um í greininni hér á unrian, hefir Náttúrufræðisfélagið þegar fengið, og verða þau afgreidd frá Náttúrugripasafninu í Reykjavík, til manna, sem taka að sér að merkja fugla. Æskilegt væri, að áhugasamir menn, sem víðast á landinu, vildu styðja þessar framkvæmdir, með því að taka að sér fuglamerkingar. Þeir, sem þess óska, geri svo vel að senda umsókn um það, sem allra fyrst, til Náttúrugripasafnsins, eða til undirritaðra. Þeir skulu þar taka fram: heimilisfang sitt, hvaða stöðu eða starf þeir hafa á hendi, hvert merkin skuli send, í hvaða héraði þeir muni framkvæma fuglamerkingar, og hvaða fuglateg- undir þeir muni helzt geta náð til merkinga. Náttúrugripasafnið Iteykjavík, 20. niaí 1932. Gtvðm. G. Bárðarson. Magm'is Björnsson. Köngtírváfan. Þá er eg las í 1. hefti tímaritsins ,,Náttúrufræðingurinn“ frá f. á. um ,,köngulærnar“, kom mér í hug smáatvik frá ung- lingsárum mínum. I smalamennskuferðum, yfirsetum og alls- konar flakki um hagana, sá eg oft köngurváfnavefi, en eitt sinn rakst eg á einn, er mér virtist myndarlegri en flestir, er eg hafði séð. Hann var riðinn yfir jarðfall, 3—4 feta breitt. Efri þynullinn, sem var að gildleika líkt og hörtvinni eða meðal vefjarþráður, og gildastur í þessum vef; var festur í puntstrá á báðum bökkum. Við enda hans í syðri bakkanum var tjald

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.