Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1960, Blaðsíða 1
24 síður Áríðandi mál bíða lausnar Eisenhower ræbir málefni Afriku, afv opnunarmálid og eftirlit með geimferdum á Allsherjarþingi S.Þ. Eisenhower Flugslys TOKIO 22. sept. -FLUTNINGAFLUGVÉLi frá bandaríska flotanum, með 23 farþega og sex manna áhöfn, hrapaðl í dag í Kyrrahafi um 300 kílómetra fyrir sunnan eyjuna Okinawa, eftir að kviknað hafði í hreyflum hennar. Óttazt er að allir, sem með flugvélinni voru, hafi beðið bana. Bandarískur tundurspidir, sem kom á slysstaðinn í dag, tilkynntl að auðsýnilegt væri að enginn hefði komizt lífs af. En leitarflugvél, er flaug yfir slysstaðinn, varð vör við mörg lík á reki í sjónum. Flugvélin, sem var af gerð innl DC 6, var á leið frá flota stöðinni Atsurgi hjá Tokio til Filippseyja, með viðkomu á Okinawa. Skómmu eftir brott för frá Okinawa kom upp eidur í einum hreyflanna og hrapaði vélin logandi í sjóinn. New York, 22. september. — (NTB — Reuter). — EISENHOWER Bandaríkjaforseti hélt í dag ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Skoraði forsetinn á með- limaþjóðirnar að hefja nú þegar baráttu gegn fátækt, mennt- unarleysi og sjúkdómum í Afríku og fór þess á leit að stór- veldin reyndu að fyrirbyggja vígbúnaðarkapphlaup í Afríku. Forsetinn lagði fram áætlun í fimm liðum varðandi aðstoð við Afríkuríki, lagði til að þær þjóðir, sem búa við offram- leiðslu matvæla, aðstoði sveltandi þjóðir og skýrði frá til- lögum sínum varðandi afvopnun. í sambandi við afvopnun bæri að taka hernaðarbirgðir stórveldanna af kjarnakleyf- um efnum í alþjóðasjóð til friðsamlegra nota. Eisenhower sagði að nauðsynlegt væri að koma nú þegar á alþjóða- eftirliti í himingeimnum, áður en það væri orðið of seint. Einnig væri áríðandi að þetta 15. Allsherjarþing kæmi á fót föstu eftirlitsliði Sameinuðu þjóðanna. Lýsti Eisenhower fullum stuðningi við gjörðir Hammar- skjölds í Kongómálinu og vítti þau ríki sem ynnu að því að draga átökin þar á langinn. Þegar Eisenhower gekk inn í fundarsal Sameinuðu þjóð- anna, var hann ákaft hylltur af fundarmönnum. Tveir full- trúanna tóku þó engan þátt í fagnaðarlátunum, þ. e. þeir félagarnir Krúsjeff og Castro. Krúsjeff hallaði sér aftur í stól sínum, sat þar með kross- lagðar hendur og starði beint framan í Eisenhower. Eisen'hower hóf mál sitt meS því að bjóða hina nýju meðlimi S.þ. velkomna til þings i fyrsta sinn. Nærri 100 þjóðir sendu nú fulltrúa á þetta þing til að berjasí fyrir varanlegum friði og rétt- læti í heiminum. Mörg nauðsynja- mál biðu úrlausnar þingsins. ,Víkingaskip' fundið í Bandaríkjunum Mansasquan, New Jersey /EVAGAMALT skipsflak hefur fundizt á hafsbotni út af strönd- um New Jersey ríkis, og telur einn af sérfræðingum banda- ríska flotans að hér sé um að ræða skip, sem smíðað hafi ver- ið fyrir árið 1400. Möguleikar eru á því að flakið sé af víkinga- skipi. Flakið er 40 fet á lengd og 20 feta breitt. Þrjár viðartegund- ir eru í því og það klætt þrem lögum af kopar. Auk þess eru í skipinu bæði kopar og járn, og segir sérfræðingurinn að allt þetta sé einkennandi fyrir gömlu víkingaskipin. Skipið hefur verið kjöllaust, en eftir því endilöngu liggur biti úr timbri og í hanr eru þver- böndin fest. OLSEN VANTRÚAÐUR Samkvæmt upplýsingum Kaup mannahafnarblaðsins Berlingske Tidende er Olaf Olsen, magister við Nationalmuseet, vantrúaður ó að þetta geti hafa verið víkinga skip. — Þetta hljómar ekki vel. Koparklæðning var ekki notuð á víkingaskip. Það virðist öllu heldur vera um skip að ræða, sem sigldi til hitabeltislanda. Stærðirnar eru rangar. Skipið er of stutt til að geta verið víkinga- skip, sem notað var til langferða, og breiddin er ekki í réttu hlut- falli við lengdina. Þetta með bit- ann eftir endilöngu skipinu er einnig einkennilegt. Það var ein- mitt einkennandj fyrir víkinga- skipin að þau höfðu kjöl. Hér getur vissulega verið um gamalt skip að ræða, en varla frá víkingatímanum, segir Olsen. AÐSTOÐ VIÐ AFRIKU Sneri forsetinn sér fyrst að mál efnum Afríku. Kvað hann það nauðsynlegt að S.þ. stæðu saman í því að vernda sjálfstæði þess- avra ný-frjálsu þjóða. í þessu skyni lagði hann fram áætlun í fimm liðum um aðstoð við Afríkuríki. 1) Allir meðlimir S.þ. heiti þvi að virða rétt Afríkuríkj- anna til að ráða innanlands- málum sínum, og munu því forðast öll afskipti af þeim. 2) S.þ. verði því viðbúnar að vernda öryggi Afríkurjkj- anna án þess að með því verði komið á vígbúnaðarkapp- hlaupi í álfunni. 3) S.þ. beiti sér fyrir neyð- arhjálp til Kongó og meðlim- irnir leggi fé af mörkum í sam eiginlegan sjóð, sem verði 100 milljónir dollara, samkvæmt tíllögum Hammarskjölds. 4) Alþjóðasamtökin styðji með árlegum fjárframlögum uppbyggingu og efnahagslega þróun Afríkuríkjanna. 5) Efnahagsaðstoð til að koma menntamálum ríkjanna í viðunandi horf. MATVÆLASKORTURINN En það eru ekki aðeins Afríku- þjóðir sem eiga við erfiðleika aS etja, sagði forsetinn. Hundruð milljóna manna víða um heim búa við sult og allsleysi, jafnvel þótt offramleiðsla sé á matvælum hjá mörgum löndum, þeirra á meðal Bandaríkjunum, Bandaríkin eru þegar farin að miðla nauðstöddum löndum aí Framh. á bls. 2. Macmillan til New York London 22. sept. (NTB-AFP): — TILKYNNT var eftir áreiðanleg- um héimildum í London í dag að Harold Macmillan, forsætisráð- herra Bretlands, muni væntan- lega halda til New York á sunnu dag til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna. Hefur Macmillan dvalið und- anfarna tvo daga á sveitasetri sínu og unnið þar að ræðu þeirxi er hann mun flytja á þinginu. Danir loka senJiráðum Kaupmannahöfn 22. sept NTB. DANSKA utanríkisráðuneytið tii kynnti í dag að tilraun yrði gerð með að loka sendiráðum Dana í Osló og Stokkhólmi í þeim til- gangi að draga úr útgjöldum ut- anríkisþjónustunnar. Núverandi sendiherra Dana í Osló, Lorenz Petersen, mun taka við embætti í utanríkisráðuneyt inu í Kaupmannahöfn hinn 1. nóv. n.k. Viðræður í Osló OSLÓ, 22. sept. — í dag var væntanleg til Osló nefnd brezkra sérfræðinga til að taka þar upp að nýju viðræður við Norðmenn um fiskveiðilögsögu Noregs. Hafa Bretar óskað eftir því að viðræðum verði hraðað og því talið að fundir hefjist strax. Talið er að helzta málið sem rætt verður á fundunum, sé það hver eigi að hafa eftirlit á svæð- inu milli 4 mílna landhelgislín- unnar og 12 mílna fiskveiðimark anna þann tíma sem það tekur Norðmenn að fá 12 mílurnar við urkenndar. Noregur krefst þess sem strandríki að hafa yfirráð á svæðinu, en Bretar halda fast við þá meginreglu að svæðið ut- an landhelginnar sé opið haf. Búizt er við nýjum tillögum frá Bretum, en ekki vitað hverj ar þær eru. Maður úr öryggislögreglunni í Kongó með tvö flóttabörn af Baluba-ættflokknum, sem orðið hefur fyrir hryllilegum „Lumumba-hreinsunum.“ Kongóhermenn heimta mála LEOPOLDVILLE 22. sept. (NTB-Reuter). MÖRG hundruð Kongóher- manna fóru i dag hópgóngu að bústað Mobútos yfirliers- höfðingja til að mótmæla van höldum á launagreiðslum. — Ekki komst mannfjöldinn þó alla leið, því menn úr örygg- islögreglunni, sem voru á verði við hús hershöfðingjans skutu nokkrum skotum yfir höfuð hermannanna og dreifð ist þá hópurinn. Talið er að um 800 hermenn hafi tekið þátt í útifundi í mót mælaskyni vegna Iauna- greiðslnanna áður en lióp- gangan var farin. Hermenn- irnir voru óvopnaðir. í TENGSLUM VIÐ KOMMA Fyrr í dag hafði Mo- buto krafizt þess að hersveit- ir frá Ghana og Guineu, sem eru í Kongó á vegum S Þ., verði sendar burt úr landinu, eftir að fréttir höfðu verið uppi um það að þessi tvö ríki væru að undirbúa það að koma Lumumba aftur í valda stólinn í Kongó. Á blaðamannafundi kvaðst Mobuto hafa komizt yfir skjöl sem sýndu tengzli „komm- únista, Guineubúa og Kwame Nkruma forseta Ghana“. Lumumba heldur sig enn í forsætisráðherrabústaðnum Leopoldville, þar sem Ghana- hermenn gæta hans. Segjast Ghanamenn ekki ætla að hindra handtöku Lumumba, fari hún fram á löglegan hjtt. í gær ræddi Mobuto við lögfræðinga sína um leið tii að handtaka Lumumba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.