Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 28
Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Sjómaður drukknar Wngeyri, 21. janúar. EB vélbáturlnn Þorgrímur fór í róður héðan í fyrrakvöld féll einn skipverja, Garðar Gunnars- son, Miðbæ, Haukadal í Dýra- firði, fyrir borð. Var báturinn þá staddur um 8 mílur út af Dýra- firði. Veður var gott. Skipverjar sáu ekki atburð- inn, en þeir urðu fljótlega varir við, að Garðar var horfinn. Var bátnum þegar snúið við og sást á' reki á sjónum sígarettupakki og fleira smádót, sem talið var fuilvíst að Garðar hefði haft á sér. Báturinn fór inn til Þingeyrar eftir að hafa leitað að Garðari í ca. þrjá klukkutíma. Garðar Gunnarsson var 25 ára að aldri, ókvæntur, sonur. hjón- anna Unnar Þórarinsdóttur og Gunnars Einarssonar að Miðfoæ. Magnús. Mikið tjón í bruna á bænum Finnmörk Hvammstanga, 21. janúar. ÍBÚÐARHtlSID að Finnmörk í Vestur-I | inavatnssýslu brann til kaldra kola sl. nótt. Einnig brann innbú allt ásamt geymslu og í henni brann meðal annars Volkswagen bifreið. Á fjórða tímanum sl. nótt vaknaði fólkið að Finnmörk við að bærinn var að brenna. Það bjargaðist fáklætt út, en heima voru hjónin Jóhannes Kristó- fersson og Soffia Pétursdóttir, ásamt tveimur ungum börnum þeirra og vetrarmaður, seim þar er. Jóhannes gat komizt í síma og gert aðvart á næstu bæi og það- an var slökkviliðinu á Hvamms- FramhaH á bls. 27 Siökkvibíll í árekstri á leið á brunastað Eldur í gr!pahúsi á Akureyri Aikureyri, 21. janúar. EEDUR kviknaði í gripahúsi efst í Rúðargili (við Lækjargötu) skömmu eftir hádegi í dag. Mað- ur, sem var að sinna skepnum sínum í nágrenninu, varð eldsins var og gerði hvorttveggja að hleypa út hestum, sem þar voru inni, og gera orð eiganda húss- ins, Sigurði Stefánssyni, Lækjar götu 16. Hann kom svo að vönmu spori ásamt bróður sínum og kom þá í ljós, að einn hestur af þremur var enn eftir inni í húsinu. Þeim tókst þó að ná hestinum út án þess að honum hefði orðið meint af reyknum, sem orðinn var mikill. Slökkviliðið kom skömmu síð- ar og siökkti eldinn, en húsið var hóOffónýtt áður en það tækist. Á leið sinni á brunastað lenti siökkvibíllinn í árekstri við jeppa á gatnamótum Hafnarstræt is og Kaupvangsstrætis. Siökkvi báMinn kom neðan Kaupvangs- stræti og fór yfir Hafnarstrætið og í sömu andrá og jeppinn kom sunnan að, en Hafnarstræti er aðalbraut. Ökumaður jeppans varð slöktkvibílsins ekki var fyrr en ihann skall á hlið hans. Slökkvlbíllinn ók yfir aðaibraut ina bæði með rauðum ljósum og sírenu. Skemimdir urðu litlar á slökkvi bílnum en jeppinn skemmdist mikið. Slys urðu ekki á mönnum. — Sv.P. Guðrún með barnabarnabörn sín. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Man vel ævi sína í eina ðld Guðrúti Rósíi IHagnúsdúftir 100 ára GUÐRÚN Rósa Magnúsdótt- ir er 100 ára gömul. Við hitt- um hana aðeins í gær á heim- ili Svanborgar dóttur hennar á Dirganesvegi 54 í Kópa- vogi og tókum af henni með- fylgjandi mynd. — Það er ósköp gaman að fá mynd af sér í blöðin. En ég er hissa á að þið skulið vilja hafa hana, sagði gamia konén. — Hún er ákaflega ern, þrátt fyrir þennan háa aidur, hef- ur fótavist dag hvern og klæðir sig sjálf. Dóttir henn- ar sagði að hún færi svo snemma á fætur á morgnana, að henni þætti nóg um, og væri oft á rjátli fram undir miðnætti. Guðrún er fædd í Austari- Krókum á Flateyjárdalsheiði, dóttir Magnúsar Árnasonar og Þórunnar Helgadóttur. — Fæðingardagurinn er nú eig- inlega 20. janúar, en skrif- finnskan hefur fært hann aft- ur um tvo daga. Þar sem ekki tókst einu sinni að breyta því á skýrslum að tvíburadætur hennar fengju að hafa sama fæðingardag, þá hefur Guð- rún ekkert verið að standa í stimabraki við skýrslugerð- ina. í dag er því haldið upp á afmælisdaginn og verður Guðrún stödd í Sjálfstæðis- húsinu £ Kópavogi á Borgar- holtsbraut 6 í dag kl. 3. Guðrún var gift Ingvari Ingvarssyni, trésmið og eign- uðust þau fjögur börn. Af þeim eru 3 dætur á lífi. Þau Guðrún og Ingvar bjuggu sin fyrstu búskaparár á Bárðar- tjörn í Höfðahverfi, en flutt- ust til Akureyrar 1904, þar sem þau bjuggu lengst af á Gránuféiagsgötu 7. Þau flutt- ust til Reykjavíkur 1933, en mann sinn missti Guðrún Framhald á bls. 12 Enn ókunnugt um afdrrf Flugsýnarflugvélarinnar Áherzla lögð á leit norðan lands - i dag LEITIN að hinni týndu flugvél Flugsýnar bar ekki árangur í gær, en henni verður haldið áfram í dag. Alls leituðu 16 flug- vélar úr lofti í gær og mörg hundruð manns á landi. Akjósan- legt leitarveður var, bjart og gott skyggni. í dag verður lögð áherzla á Ieit norðan lands. 1 gær var leitað mjög gaum- gæfilega um Austfirðina — bæði á landi og úr lofti — allt frá hálendinu sunnan Héraðsflóa og 178.583 farþegar um Keflavíkurflugvöll ’65 ALLS lentu 2.389 farþegaflug- vélar á Keflavíkurflugvelli árið 1965, en 1548 árið 1964, að því er segir í fréttatilkynningu frá Flngmálastjórninni þar. í henni segir ennfremur, að um völlinn hafi alls farið 178.583 farþegar (92.834 árið áður), 1590.4 tonn af vörum (857.8 tonn árið áður) og 227,7 tonn af pósti (97.4 tonn árið áður). til Hornafjarðar. Ennfremur vár leitað úr lofti á flugleiðinni frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem fólk á bænum Ariiarstöðum í Bárðardal taldi sig heyra til flugvélar þetta þriðjudagskvöld. Þá var einnig leitað mjög ræki iega úr lofti í austanverðum Vatnajökli og kringum Snæfell, en þar var ekki hægt að leita í fyrradag sökum þoku. Fiug- vélar flugu yfir Hofsjökul og Langjökul, og könnuðu mjög vandlega svæðið á milli þessara jökla og jaðra þeirra. • Leitað á MýrdalsjökJi. Sömu sögu er að segja um Mýrdalsjökul — þar voru ílug*- Framhald á bls. 27 Elarfsfólk fró Keílovtkurflugvelli við fromkvæmdir í Hvalfirði FYRIR nokkru birti dagbiaðið Þjóðviljinn frétt þess efnis, að íslenzkir aðalverktakar væru nú að leita eftir vinmuafli til fyrir- Arinbjörn Kolbeinsson endnrkjörinn iorm.FÍB AÐALFUNDUR Félags íslenzkra hifreiðaeigenda, FÍB, var hald- inn í Tjarnarbúð í gærkvöldi. — Var fundurinn mjög fjölsóttur og urðu margir að standa úti á gangi, þar sem salurinn var þétt- skipaður. Úr stjórn félagsins áttu að ganga dr. Arinbjörn Kolbeins- son, formaður, og Magnús Höskuldsson, ritari. Voru þeir báðir endurkjörnir nfleð yfirgnæf andi meirihluta atkvæða. Stjórn félagsins skipa nú eftir- taldir menn: Dr. Arinbjörn Kolbeinsson, formaður, Valdimar Magnússon, gjaldkeri, Magnús . Höskuldsson, ritari, Haukur Pétursson, með- stjórnandi og Gísli Hermannsson, meðstjórnandi. Varastjórn skipa þeir Gisli Sigurðsson og Ingvar Sigmunds- son. (Sjá starfsskýrslu formanns, sem þirt er á blaðsíðu 6). hugaðra framkvæmdi í Hval- firði og biðu verkamönnum kr. 60 á tímann, auk ýmissa frið- inda. Mbl. hefur snúið sér til Gunn- ars Gunnarssonar hjá íslenzkum aðalverktökum og skýrði hann svo frá, að frétt þessi hefði við engin rök að styðjast. Nú eru starfandi á vegum íslenzkra aðal verktaka 8 menn, en á næstu mánuðum mun að sjálfsögðu verða um verulega aukningú að ræða. Þar verður fyrst og fremst um að ræða starfsmenn, sem nú eru í þjónustu Islenzkra aðal- verktaka á Keflavíkurflugvelli, en Gunnar sagði að einnig mætti gera ráð fyrir, að nokkur hópur skólafólks starfaði á vegum fyrir tækisins í Hvalfirði í sumar. Gert er ráð fyrir, að þegar mesta vinnuaflsþörfin er, verði um 200 manns starfandi á veg- um Islenzkra aðalverktaka i Hvalfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.