Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1968, Blaðsíða 1
24 SÍÐUR 169. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 10. ÁGUST 1968 Prentsmiðja Morgublaðsins TITO INNILEGA FAGNAÐf PRAG Mestu fagnaðarlœti sem um getur í horg- inni — Rússar hœttu við innrás á síðustu stundu, segir New York Times ser sem um Prag, 9. ágúst. NTB. TITO Júgóslavíuforseti kom í dag til Prag og var fagnað af meiri hrifningu en dæmi eru til. Inísundir manna tóku stöðu meðfram leiðinni hann ók frá flugvellin- til miðborgarinnar og þrátt fyrir rigningu mættu mörg þúsund manns á flug- vellinum og hrópuðu í takt „Tito, Tito“ þegar fluvél for- setans lenti- Heimsóknin, sem hefur verið frestað mörgum sinnum, er talin eiga að sýna stuðning Júgóslava við tékkóslóvakíska leiðtoga eftir hið langa taugastrfð sem þeir hafa orðið að heyja við leið toga Sovétríkjanna og þeirra kommúnistaríkja, sem fylgja þeim að málum. Alexander Dubcek, leiðtogi tékkóslóvakískra kommúniista- flokksins, Ludvik Svoboda for- seti og Josef Smrkovsky, forseti þjóðþingsins, tóku á móti Tito á flugvellinum. Gífurleg fagnaðarlæti Frá flugvellinum óku Dubcek og Tító til Praghallarinnar. Op- inberar byggingar í höfuðborg- inni voru prýddar júgóslavnesk um og tékkóslóvakískum fánum, og í sjónvarpsútsendingu var móttökunum lýst sem fagnaðar- Alexander Dubcek tekur á móti Tito Júgóslavíuforseta á flugvellinum i Prag. Þúsundir manna fögnuðu Tito ákaft við komuna. hátíð. Verkamaður, sem sjón- I heimsókrrin innsiglaði ævarandi varpsfréttamaður talaði við á | vináttu landanna, sem bæði flugvellinum, kvaðst vona að hefðu tekið sjálfstæða afstöðu. Landbúnaöarsýningin opnuð Verðmœti landbún- aðarafurða 1967 talið 2.326 milíjón- ir króna, sagði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð herra við opnunina Ingólfur Jónsson landbúnaðar ráðherra iýsti í gær yfir opnun „landbúnaðarsýningarinn ar 1968“ og sagði þá m.a. að þetta væri mesta landbúnaðar- sýning hérlendis. Opnunarat- höfnin hófst með söng Karla- kórs Reykjavíkur á laginu „ís- lands farsælda Frón“, en síðan flutti Þorsteinn Sigurðsson frá Vatnsleysu, formaður Búnaðar- félagsins, ávarp. Þá flutti land- búnaðarráðherra ávarp og lýsti yfir formlegri opnun. Meðal fjöl margra gesta við opnunina voru landbúnaðarráffherrar hinna Norðurlandanna. í upphafi ávarps síns sagði Þorsteinn, að slíkar landbúnað- ar sýningar væru algengar með- al háþróaðra landbúnaðarþjóða en hér á landi hefði fátækt og fábreytni landbúnaðarins staðið í veginum. Hér hefði til skamms tima ekkert verið hægt að sýna. í hálfa 11 öld herfði ríkt stöðn- •un í landbúnaðarframleiðslunni, og tæknilegt allsleysi. Þrátt fyr ir þetta hefði landbúnaðurinn verið aðalatvinnuvegur lands- manna. Fyrstu sýningarinnar af þessu tagi, hefði verið efnt til áríð 1921, að tilhlutan Búnaðarfélags ins. Hún hefði auðvitað verið fremur vjábreýtt en framtak ið skyldi metið. Nokkrum árum síðar hefði kreppan dunið yfir, þannig að bið hefði verið á landbúnaðarsýningu til ársins 1938. Þá hefði Búnaðarsamband Suðurlands haldið sýningu í Þjórsártúni. Síðasta alhliða landbúnaðarsýning í Reykjavík Framhald á bl.s. 15 Heimsókning, sem stendur í 1 þrjá daga, var ráðgerð fyrir j mörgurn vikum, þegar Rússar : hófu fyrir alvöru að beita hina j framfarasinnuðu leiðtoga í Prag þvingunum. En heimsókndnni j var frestað hvað eftir annað að ósk Tékkóslóvaka, sem vildu 1 ekki gera Rússum gramt í geði meðan deilur þjóðanna stóðu sem hæst. Svo seint sem í gær var haft eftir áreiðanlegum heimildum í Prag að tékkóslóvakískir leið- togar vildu að beimsóknin færi rólega fram, þar sem sovézkir leiðtogar gætu túlkað fagnaðar- lætin við komu júgóslavneska forsetans sem ögrun. Tito, sem Framh. á bls. 23. „Pillan“ veldui istjóinarslitum Bogota. Colombiu, 9. ágúst (AP). CERMAN Zea Hernandez utanrikisráðherra Colombíu hefur sagt af sér embætti vegna ágreinings við Carlos Lleras forseta um úrskurð páfa varðandi notkun getn- aðarvarnalyfja. Framh. á bls. 23. Úr einum sýningarskálanna á landbúnaðarsýningunni. Sovétríkin, land endalausra þjáninga Svetlana hrekkur upp í skelfingu, þegar hana dreymir Moskvu New York, 9. ágúst (AP-NTB). — ,,Ég þjáist ekki af heim þrá, og ætla aldrei að snúa aftur til Sovétríkjanna,“ segir Svetlana Alliluyeva, dóttir Stalíns, í bréfi, sem birtist í New York Times í dag. Bréf þetta sendi Svet- lana vinkonu sinni rúss- neskri, sem búsett er í París í maí sl., og óskaði þess að það yrði birt opin- berlega sem svar við grein í franska blaðinu L’Aur- ore. f franska blaðinu held ur greinarhöfundur, André Vigo, því fram að Svetlana sé mjög einmana, og eigi erfitt með að sætta sig við lífið í Bandaríkjunum þar sem hún sé undir sífelldu eftirliti lögreglunnar. Segir Vigo að Svetlana sakni barna sinna tveggja, sem búa í Moskvu, og að hana langi til að snúa aftur heim til Sovétríkjanna. í bréfi sínu, sem er um 15 þúsund orð og birt i heild í New York Times, segir Svetlana að hún muni sækja um bandarískan borgararétt eftir að hún hefur dvalizt tilskilin fimm ár í landinu. Kveðst Svetl- ana hafa brennt sovézka vegabréfið sitt í fyrrasum- ar, eftir að ásakanir á hana birtust í Moskvu, og aldrei ætla að snúa aftur heim. „Alltaf þegar mig dreymir göturnar í Moskvu, hrekk ég upp í skelfingu,“ segir hún og kveðst jafnan hugsa til Sovétríkjanna sem lands endaiausra þján inga. Svetlana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.