Morgunblaðið - 20.11.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUiNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1971 Málverkið eftir Jón Stefánsson, sem keypt var og gefið Kvenna- skólanum í Reykjavík. Kvennaskólanum fært málverk SL. FIMMTUDAG var Kvennaskólanum í Reykjavík afhent að gjöf stórt málverk eftir Jón Stefánsson. Nefnist myndin „Óþekkt landslag“. Mbl. sneri sér af því tilefni til skólastjórans, Guðrúnar P. Helgadóttur, sem veitti eftirfarandi upplýsingar: Listaverkasjóður Kvennaskól- ans var stofnaður 1966 af full- trúum þriggja afmælisárganga. Fyrir hönd 40 ára árgangsins lagði frú Guðbjörg Birkis i sjóð- inn, fyrir hönd 25 ára árgangsins færði frú Bryndís Þorsteinsdótt- ir sjóðnum gjöf og fyrir hönd 5 ára árgangsins afhenti frú Ragn- heiður Karlsdóttir sjóðnum fjár- upphæð og teljast þessir árgang- ar stofnendur þessa sjóðs. Árið 1967 færði frú Arndís Nielsdóttir sjóðnum gjöf fyrir hönd 15 ára árgangsins og 1968 frk. Guðrún ÞorvaJdsdóttir fyr- ir hönd 25 ára árgangsins og 1969 frú Regína Birkis fyrir hönd 15 ára árgangsins. 1970 bárust þrjár gjafir í sjóðinn. Frá 25 ára árgangi færði frú Salome Þor- kelsdóttir sjóðnum gjöf, fyrir hönd 15 ára árgangsins frú Helga Guðmundsdóttir og 10 ára árgangsins frú Sigríður Claessen. Á sl. vori færði frú Hrönn Hilm- arsdóttir sjóðnum gjöf fyrir hönd 20 ára árgangs og frú Sig- rún Ásgeirsdóttir fyrir hönd 10 ára árgangsins. Þótt sjóðurinn sé ungur að ár- um hafa verið keypt úr honum þrjú listaverk, keypt var mynd eftir Jóhann Briem, listmálara og veggteppi eftir frk. Vigdisi Kristjánsdóttur og nú síðast var keypt listaverk eftir Jón Stefáns- son. En nemendasamband skól- ans veitti lán til þess að unnt væri að kaupa hið síðastnefnda. Bað skólastjórinn fyrir þakk- læti til fulltrúanna og ailra þeirra, sem hafa viljað stuðla að þvi að unnt var að kaupa mál- verkið. — Bindindisrád Framhald af bls. 8 það er þátttaka prestanna sjálfra og safnaða þeirra í þessum ágætu og mikilsveðu samtökum. Aðild þeirra er enn alltof treg, undirtektir þeiirra enn alltof daufar. Hér þarf strax að verða breyt- ing tii bóta. Ef huigsjónin glæsta, s«m vateti fyrir stofnendum B. K.S., og óg gat um fyrr, á að rætast, þarf sem allra fyrst að verða vakning í þessum efnum meðal presta og safnaðarsitjóma. Einkum þarf þó kirkjan og allir þjónar hennar, prestamir, að vakna til virkrar þátttöku, — vakna til vitundar um það að siinna þessum máium mikiu meira en reynslan hefur almennt sýnt undanfarið. Áfenigisbolið er svo margþEBtt og ægitegt í þjóð- Mfi okkar, eins og hér hefur ver- ið bent á, bæði meðal hinna eldri og ynigri, karla og tovenna, að þjónar kirkjunnar margir mega alls ekki lengur ganiga fram hjá eins og presturinn og Levítinn forðum, án þess að sjá hinn særða bróður við veginn. Þeir þurfa allir að koma með, allir að telja það emibættisskyldu sina að verða virkir i baráttunni gegn bölvaldinum mesta, áfenginu. Ég er sannfærður um, að þá munu safnaðarstjómir og fjöildi ann- arra leikmanna um land allt kooma heilsbugar til samstarfs við þá um þessi aðkallandi og mikilvægu mál. Sigurður Gunnarsson. — Óöur til Sþ Framhald af bls. 10 endurprentuð fyrir rúmum tveimur árum og skrifaði þá Auden nýjan formála að bók- inni, þar sem hann bar sam- an það ísland, sem þeir vin- irnir kynntust árið 1936 og það ísland, sem hann síðan hitti fyrir, er hann kom aftur vorið 1964. Þá ferðaðist hann einnig um landið, hitti að máli ýmsa forystumenn í ís- lenzku bókmenntalífi og las úr ljóðum sínum í hátíðasal Háskóla íslands. Þegar Auden og MacNeice voru hér á ferð 1936, grúfðu dimm ský yfir Evrópu, heims- kreppan, uppgangur Hitlers — og borgarastyrjöldin á Spáni brauzt út, meðan þeir voru hér á landi. Hugir þeirra voru mjög bundnir þessu ástandi og mátti lesa úr bréfum þeirra og ljóð- um, að þeir höfðu meðal ann- ars farið til íslamds í von um að finna þar griðastað frá skarkala heimsins. Á hinn bóginn þekktu þeir vel til landsins og íslenzkra bók- mennta frá uppvexti sínum. Og þótt land og þjóð væru kannski ekki alveg eins laus við þróun siðmenningarinnar og þeir höfðu vænzt, má af bókinni sjá, að það varð þeim kært. T formálanum að nýju út- gáfunni sagði Auden meðal annars: „Mér var það stök gleði að finna að þrátt fyrir allt, sem gerzt hafði á íslandi og með sjálfum mér, síðan ég heimsótti það fyrst, vakti iandið hjá mér sömu tilfinn- ingar og fyrr. f bernsku- draumum mínum var ísland mér hieilög jörð; þegar ég leit það augum í fyrsta sinn, tutt- ugu og níu ára gamall, sann- aði raunveruleikinm drauma mína; fimmtíu og sjö ára að aldri var það mér enn heilög jörð. Ekki nóg með það; nú- tíminn virðist ekki hafa breytt skaphöfn íbúanna, fs- land er eina stéttlausa þjóðfé- lagið, sem ég hef komizt I kynni við og það er ekki — ekki ennþá — orðið að skríl.“ Það er einkar táknrænt fyr- ir Pablo Casals að skrifa óð til Sameinuðu þjóðanna, þvi Nýjung sem allar konur ættu aö eiga SVALA- OG BAÐ- HERBERGISSNÚRUR handhægar og fyrirferðar- litlar. Fást í flestum búsáhalda- og járnvöruverzlunum. Sendum í póstkröfu um land allt. Stálblik Laugavegi 168 Sími 15977 að hans einlægasta áhugamál og von er, að friður og kær- leiki geti rikt milli manna. Þrátt fyrir sína löngu ævi og ailt, sem hann hefur séð ger- ast manna á milli á níu ára- tugum, trúir hann enn á hið góða í manninum og á að ein- hvern tima nái mannkynið þeim þroska, að það leysi ágreiningsmál sín með friði. Pablo Casals fæddist í Katalóníu og hóf tónlistar- nám átta ára að aldri. Faðir hans var frá fyrstu tíð lítt hrifinn af tónlistarnámi hans — taldi meiri þörf fyrir góð- an trésmið í sínum bæ. En móðir hans gerði sér ljósa hæfileika drengsins og studdi hann með ráðum og dáð. Hún fór með honum til náms i Madrid, Brússel og París og seldi jafnvei af sér hárið fyr- ir nauðþurftum þeirra. Og sonur hennar varð frægur og ferðaðist vitt um lönd. Eftir að Franco tók völd á Spáni, hét Casals því að koma aldrei framar þangað. En svo settist hann að í kata- lónska smábænum Prades í Pyrenieafjölium, Frakklands- megin landamæranna, og vann þar að aðstoð við kata- lónska flóttamenn. Eftir að nasistar hernámu Frakkland, höfðu þeir nánar gætur á Casals en handtóku hann aldrei. Eftir heimsstyrjöldina tóku kunnir tónlistarmenn að sækja Casals heim til Prades og árið 1950 stóðu þeir fyrir fyrstu BACH-tónlistarhátíð- inni í Pr-ades, þar sem Casals spilaði á hljómleikum í fyrsta sinn í tólf ár. Næsta ár var hátiðin end- urtekin og þá kynntist Casals konu sinni, Martitu — hún var þá ung að aldri og var síðan nemandi hans í cellóleik árum saman. Hann fékk að- kenningu að hjartaslagi árið 1957 og annaðist hún hann þá í veikindum hans .og átti mik- inn þátt í að koma honum til starfa á ný. Heimili þeirra er í Puerto Rico. Húsi símtu hafa þau gef- ið nafnið E1 Pessebr-e — eftir tónverki sem Casals samdi i Prades á styrjaldarárunum. Og í því skyni að boða mönn- um frið flutti hann þetta verk víða um lönd, meðal annars í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna í október 1963. — Minning Sigtryggur Framhaid af bls. 22 rniig og sagði: „Ég gæti ve! leit- að Hamirafjall í ha-ust." Un-gur í anda hefur virðulegur aðili ís- lenzkrar aldamótakyns-lóðar horf ið sjómum þeirra, er á hó'mim standa og horfa saknaðara'i-g'Um út i hljóðan fjarskann. Vertiu sæll, vinur minn. ,,Ég toem eftir — kannsiki i kvö’d “ Geir Sigurðsson, frá Skerð'nigss'töðum. MÁNUDAGINN 22. þ. m. verður útför Sigtryggs Jómssonar frá Hrappssitöðum ge-rð frá Dóm- kirkjunni í Reykjaví-k. Ha-n.n and- -aðist aðfararmótt snnnudagsins 14. þ. m. Að leiðariokum er margs að minnias-t. Skylt er að tjá hinium látmia þakkir fyrir lam-gt og gott samstarf frá liðrn- uim árum. Minningin Jifir, þótt maðurinin deyi. Sigtryggur Jónsson var fædd- ur á Hömirum í Laxá-rdal, Dala- isý-siu, 3. sept. 1887. Foreldrar hams voru Jórn hreppstjóri Jónas- son frá Lækjar-skóg; í Laxárdai, og korna hanis, Ástríður Árn-a- dóttir frá Kirkjuhvammi við Miðfjörð. Sigtryggur var tvo vetur við nám í u-nglingaokólan- um -að Hjarðanholti i Laxárdal. Hanin va.r árum saiman foenmari í Laxárdalsiskól-ahéraði. Aufo þess tök hanin oft n-em-endur til kenmsiu á heimili sitt um len-gri eða flkemimri tíma. — Hin-n 29. apríl 1917 gdtók Sigttryggur að eiga Guðtóniu Sigurbjörnisdóttur frá Svarfhóli í Laxárdal. Bjuggu þau á Svarfhóli 1918—1919, en Hrappsstöðum í sömu sveit 1919—1959. Þau hjón sáu búi sínu vel borgið alla tíð og voru efna- lega sjálfstæð. Höfðu þó ærið mörgu að sinn'a utan heimilis. Guðrún var ljósmóðir. Sigtrygg- uæ hafði á hendi flest trúnaðar- störf, sem um er að ræða í þágu sveitar og sýslu um lemgTÍ eða skemmri tíma. Hann sat í hreppsruefnd Laxárdialshrepps 1931—1958. Gegndi oddvitastörf- um 1952—1958. Varamaður i- sýslunefnd frá 1920 og síðar aðalmaður, unz hann flutti úr hreppnum. Hreppstjóri var hamm frá 1934. í yfirskattanefnd, yfir- kjörstjórn og fasteign-amats- niefnd fjölda ára. Endurskoðandi sveitar- og sýslureikniinga árum saroan. Fyrsti sáttasemjaæi Lax- árdalssáttaumdæmiis frá 1926. Bnd u-rslkoðand i Kaupfélags Hvamnmisfjarðar í mörg ár' og deildarstjóri félagsints í Laxár- dal. í skólaniefnd _ nær samfellt frá 1919—1954. f fræðsluráði Dal-asýslu í tvo áratugi. Formiað- ur áfen'gisvam'anefndar frá stofnuin 1936. í stjórn Bún'aðarfél. 1929—1955. í Búniaða'rráði 1945 roeðan það starfaði. í stjórn Ræktumarsaimlbands Suður Bala og Fiskiræktar- og veiðifélag® Laxdæla í mörg ár. f stjómi Sparisjóðs Dalasýslu frá 1946 og gjaldkeri 1956—1959. Ei-nm af stofnendum Umf. Ólafs Pá í I.ax ándal 1909 og 5 stjóm þess í 16 ár. 1 stjórn Ungménniasambands Dalamannia 1935—1941. Heiðurs- félag: Umf. Ólafs Pá. Riddari fálk-aorðu 1949. Þá var Sigtrygg- ur settur sýslumaður í Dala- sýslu hvað eftir anmað í íjar- veru Þorsteims sýslumanns Þor- steinssonar vegnia þingsetu á ár- urnum 1935—1953. Einmig um slkeið í fjarveru undi-rritaðs vegma þin-gstarfa 1956—1959. Þá gegndi S’gtryggur og ýms-um trúmaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokk- iinin, m. a. átti banm sæti á fram- boðslista fioklksin-s við Alþingis- kosiningarnar í Vesturlandskjör- dæmi haustið 1959. Þegar ég tók við sýsiumanins- embættinu i Dölum vorið 1955, þurfti ég um rnargt að leita til Sigtryggs Jón-ssomar. Hann v-ar þá orðinn þaulkunnugur em-b- ættin-u og störfin léku í hönd- u-m haras. Þá voru allar sfcrár og skýrslur handsikrifaðar. manp tals-gjaldabækur og þin-ggjalda- seðlar. Rthönd S’P'tryggs var skýr og góð og frágamigur ailur í bezt-a lagi. Reikningam-aðu.r var hamn glöggur og röggsamur við afgreiðslu mála. Han-n var góður ferðafélagi og varð ek'ki upp- mæimiur, þó að bíllinm sforikaði t.il á vegimwn í hál-ku eða s-aeti fastur í snjó eða krapi. Þau hjón-in. Guð tón og Siigtryggur, voru jafmam góðir gestir á heimill olkkar hjón-a og vinir barnanna. Það var mik- >H sjón-arsvipti-r, er þau hurfu úr héraði 1959 og fluttu til Reykja- vfkur. Þar sottu þau s-am-an v -st- legt heimili að Tómn'a-haga 20. Sigtr-yggu-r át,t' emn m!k!a starfs- orku í fórurn sín-um og viljinn tii starfa var ó-bugan-d . Ha-nn hóf þegar viran-u í skja’ayðrzlu Ai- þ'n-gis á vetrum, en Ska-ttstofu Reykjavíkur á sumrum, og hélt því áfra-m meða-n h“i>sia og kraft- a-r entust. Börin þeirra hjón-a. Sigtryrgs og GuSrúnar, ern Krjú. öll bú- sett í Reykjavík: .Tón aðalb-.'-kari Ið-naðanbanka ís-lands, kvæn-tur Ha’ldóru Jónedóttur. — Sigur- biöirin. aðistoðarbanlkastjóri Lain-dsbanlkia íslands, kvæntur Ragr.i’neiði Viggósdóltur; -- og Marg-rét, gift Eggert Hjartarsym írá Hjarðarhoiti. Eft'r langan og f-arsæian starfs da-g er Ijúft að hvílast. — „Dags- verlk unnið, nokkuris nýtt, gefur nœturhvíld í arf.“ Hiiraum mikla áhuga- og starfsmanni var þó jafnan rtílk'ara í hug að vakn-a með -mor-gni hvers nýs dags. Hann var m'in-mugur orða síkáldsiras: „A'dar á morgni vöknum til að vinna.“ — Við hjón-i-n þök'kum h -num látna góð kynmi og trausta vin- áttu og sendu-m ekkju h-anis. ætt- ingjum og vinum hlýjar siamúð- arkveðjur og framtíða-róstkir, Friðjón Þérðaison.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.